Leiðtogaskipti kunna að skapa ný vandamál fyrir Merkel Atli Ísleifsson skrifar 4. desember 2017 15:32 Horst Seehofer og Markus Söder fyrr í dag. Vísir/AFP Angela Merkel Þýskalandskanslari kann að standa frammi fyrir nýjum vandamálum, nú þegar hún vinnur að því að koma saman nýrri ríkisstjórn í landinu. CSU, systurflokkur flokks Merkel, CDU, virðist vera á leið lengra til hægri á sama tíma og Jafnaðarmenn (SPD) hafa lagt fram nýjar kröfur fyrir fyrirhugaðar stjórnarmyndunarviðræður flokkanna. Flokkur Merkel, CDU, hefur lengi átt í samstarfi við CSU, flokk Kristilegra demókrata í Bæjaralandi. Nú er ljóst að Horst Seehofer, leiðtogi CSU, mun stíga til hliðar og segja þýskir fjölmiðlar að Markus Söder, sem hefur gegnt embætti fjármálaráðherra Bæjaralands, muni taka við keflinu sem leiðtogi flokksins. Líkt og CDU og SPD þá missti CSU mikið fylgi í þýsku þingkosningunum sem fram fóru 24. september. Söder mun nú leiða flokkinn og er ekki útilokað að leiðtogaskiptin kunni að skapa vandræði við myndun nýrrar stjórnar.Deilt um innflytjendamál Líklegt þykir að málefni innflytjenda og hælisleitenda verði helsti ásteitingarsteinninn í viðræðunum. Söder hefur áður sagt að hann geti ekki ímyndað sér að mynda nýja stjórn með CDU ef ekki verði dregið hressilega úr fjölda flóttamanna til landsins. Margir kjósendur CSU ákváðu að kjósa hægripopúlistaflokkinn AfD í kosningunum í september og var Seehofer að stórum hluta kennt um slæma niðurstöðu flokksins. Vildu margir meina að hann hefði átt að þrýsta meira á Merkel að takmarka straum flóttamanna til landsins. Kristilegir demókratar og Jafnaðarmenn kanna nú möguleikann á að framlengja stjórnarsamstarf flokkanna eftir að Jafnaðarmann höfðu áður útilokað stjórnarþátttöku í kjölfar þess að hafa beðið afhroð í kosningunum. Jafnaðarmenn, með Martin Schulz í broddi fylkingar, hefur kynnt nokkrar hugmyndir Jafnaðarmanna sem flestar ganga þvert á þau stjórnmál sem Söder hefur boðað. Kristilegir demókratar (CDU, CSU) reyndu eftir kosningar að mynda stjórn með Frjálslynda flokknum og Græningjum en þær viðræður sigldu í strand. Kosningar í Þýskalandi Þýskaland Tengdar fréttir Munu fyrst ræða saman á nýju ári Viðræður Krisilegra demókrata (CDU, CSU) og Jafnaðarmanna (SDP) í Þýskalandi um mögulega stjórnarmyndun munu fyrst eiga sér stað á næsta ári. 27. nóvember 2017 12:57 Margt á huldu eftir fund í Berlín Lítið hefur spurst út eftir samtöl fulltrúa þýskra Kristilegra demókrata og Jafnaðarmanna um mögulega stjórnarmyndun í Berlín í gærkvöldi. 1. desember 2017 11:06 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Hafnar því að honum hafi verið vísað út Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Sjá meira
Angela Merkel Þýskalandskanslari kann að standa frammi fyrir nýjum vandamálum, nú þegar hún vinnur að því að koma saman nýrri ríkisstjórn í landinu. CSU, systurflokkur flokks Merkel, CDU, virðist vera á leið lengra til hægri á sama tíma og Jafnaðarmenn (SPD) hafa lagt fram nýjar kröfur fyrir fyrirhugaðar stjórnarmyndunarviðræður flokkanna. Flokkur Merkel, CDU, hefur lengi átt í samstarfi við CSU, flokk Kristilegra demókrata í Bæjaralandi. Nú er ljóst að Horst Seehofer, leiðtogi CSU, mun stíga til hliðar og segja þýskir fjölmiðlar að Markus Söder, sem hefur gegnt embætti fjármálaráðherra Bæjaralands, muni taka við keflinu sem leiðtogi flokksins. Líkt og CDU og SPD þá missti CSU mikið fylgi í þýsku þingkosningunum sem fram fóru 24. september. Söder mun nú leiða flokkinn og er ekki útilokað að leiðtogaskiptin kunni að skapa vandræði við myndun nýrrar stjórnar.Deilt um innflytjendamál Líklegt þykir að málefni innflytjenda og hælisleitenda verði helsti ásteitingarsteinninn í viðræðunum. Söder hefur áður sagt að hann geti ekki ímyndað sér að mynda nýja stjórn með CDU ef ekki verði dregið hressilega úr fjölda flóttamanna til landsins. Margir kjósendur CSU ákváðu að kjósa hægripopúlistaflokkinn AfD í kosningunum í september og var Seehofer að stórum hluta kennt um slæma niðurstöðu flokksins. Vildu margir meina að hann hefði átt að þrýsta meira á Merkel að takmarka straum flóttamanna til landsins. Kristilegir demókratar og Jafnaðarmenn kanna nú möguleikann á að framlengja stjórnarsamstarf flokkanna eftir að Jafnaðarmann höfðu áður útilokað stjórnarþátttöku í kjölfar þess að hafa beðið afhroð í kosningunum. Jafnaðarmenn, með Martin Schulz í broddi fylkingar, hefur kynnt nokkrar hugmyndir Jafnaðarmanna sem flestar ganga þvert á þau stjórnmál sem Söder hefur boðað. Kristilegir demókratar (CDU, CSU) reyndu eftir kosningar að mynda stjórn með Frjálslynda flokknum og Græningjum en þær viðræður sigldu í strand.
Kosningar í Þýskalandi Þýskaland Tengdar fréttir Munu fyrst ræða saman á nýju ári Viðræður Krisilegra demókrata (CDU, CSU) og Jafnaðarmanna (SDP) í Þýskalandi um mögulega stjórnarmyndun munu fyrst eiga sér stað á næsta ári. 27. nóvember 2017 12:57 Margt á huldu eftir fund í Berlín Lítið hefur spurst út eftir samtöl fulltrúa þýskra Kristilegra demókrata og Jafnaðarmanna um mögulega stjórnarmyndun í Berlín í gærkvöldi. 1. desember 2017 11:06 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Hafnar því að honum hafi verið vísað út Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Sjá meira
Munu fyrst ræða saman á nýju ári Viðræður Krisilegra demókrata (CDU, CSU) og Jafnaðarmanna (SDP) í Þýskalandi um mögulega stjórnarmyndun munu fyrst eiga sér stað á næsta ári. 27. nóvember 2017 12:57
Margt á huldu eftir fund í Berlín Lítið hefur spurst út eftir samtöl fulltrúa þýskra Kristilegra demókrata og Jafnaðarmanna um mögulega stjórnarmyndun í Berlín í gærkvöldi. 1. desember 2017 11:06