Körfubolti

Risinn sofandi í Njarðvík: „Hann er ekki tengdur raunheimum“

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Ragnar Ágúst Nathanaelsson hefur ekki fundið sitt rétta form með Njarðvík í Domino´s-deild karla í vetur en miklar vonir voru bundnar við hann í Ljónagryfjunni.

Ragnar átti slæman dag þegar að Keflavík sótti sigur til erkifjenda sinna síðastliðið sunnudagskvöld en farið var yfir leikinn í 100. þætti Dominos´-Körfuboltakvölds í gærkvöldi.

„Þetta var pínlegt með hann greyið. Ég kenndi í brjóst um hvað hann var úr takti í gær. Hann er búinn að vera í vandræðum í vetur. Hann er töluvert frá sínu besta,“ sagði Jóhann Halldór Eðvaldsson og bætti við:

„Það eru margir í körfuboltasamfélaginu sem skilja ekki að þessi 217 cm strákur sé ekki í landsliðshóp. Gæti þetta verið ástæðan?“

Kristinn Friðriksson tók undir þetta: „Þetta var allt mjög klaufalegt hjá honum. Ég sá bara að Ragnar var ekki tengdur raunheimum. Það var eitthvað sem ég sá strax,“ sagði hann.

Ragnar var að spila stórvel með Þór Þorlákshöfn fyrir tveimur árum áður en hann fór í eina leiktíð í atvinnumennsku á Spáni en ljóst er að hann er ekki að ná sömu hæðum eins og sýnt var með samanburðarskilti.

„Hann er í einhverri lægð og hefur ekki náð upp þeim gír sem að hann var í áður en hann fór út,“ sagði Kristinn Friðriksson.

Alla umræðuna má sjá í spilaranum hér að ofan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×