Fótbolti

United vann riðilinn en Chelsea tókst það ekki | Úrslit kvöldsins í Meistaradeildinni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gary Cahill og félagar í Chelsea gætu mætt Barcelona eða Paris Saint Germain í sextán liða úrsluitunum.
Gary Cahill og félagar í Chelsea gætu mætt Barcelona eða Paris Saint Germain í sextán liða úrsluitunum. Vísir/Getty
Manchester United og Chelsea verða bæði í pottinum í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar en í ólíkri stöðu. United tryggði sér efsta sætið í sínum riðli en Chelsea tókst það ekki.

Bæði ensku liðin lentu undir á heimavelli en Manchester United tókst að snúa leiknum við en Chelsea náði því ekki þrátt fyrir fjölmörg dauðafæri.

Manchester United, Paris Saint-Germain, Roma og Barcelona unnu öll sinn riðil en Basel, Bayern München, Chelsea og Juventus fylgja þeim í sextán liða úrslitin úr öðru sætinu.

Bayern München þurfti að vinna fjögurra marka sigur á  Paris Saint-Germain til að taka efsta sætið af Frökkunum en vann „bara“ 3-1.

Liðin sem fara í Evrópudeildina úr þessum riðlum eru CSKA Moskva, Celtic, Atlético Madrid og Sporting CP.

Evrópuvetrinum er hinsvegar lokið hjá  Benfica, Anderlecht, Qarabag og Olympiakos.

Hér fyrir neðan má sjá öll úrslit kvöldsins í Meistaradeildinni.



Úrslitin úr leikjum Meistaradeildarinnar í kvöld:

A-riðill:

Benfica - Basel    0-2

0-1 Mohamed Elyounoussi (5.), 0-2 Dimitri Oberlin (65.)

Manchester United - CSKA Moskva    2-1

0-1 Alan Dzagoev (45.), 1-1 Romelu Lukaku (64.), 2-1 Marcus Rashford (66.)

Liðin sem fara í 16 liða úrslit: Manchester United og Basel.

Liðið sem fer í 32 liða úrslit Evrópudeildarinnar: CSKA Moskva.



B-riðill:

Celtic - Anderlecht    0-1

0-1 Sjálfsmark Jozo Simunovic (62.)

Bayern München - Paris Saint-Germain    3-1

1-0 Robert Lewandowski (8.), 2-0 Corentin Tolisso (37.), 2-1 Kylian Mbappe (50.), 3-1 Corentin Tolisso (69.).

Liðin sem fara í 16 liða úrslit: Paris Saint-Germain og Bayern München.

Liðið sem fer í 32 liða úrslit Evrópudeildarinnar: Celtic.



C-riðill

Roma - Qarabag    1-0

1-0 Diego Perotti (53.)

Chelsea - Atlético Madrid    1-1

0-1 Saul Niguez (56.), 1-1 Sjálfsmark Stefan Savic (75.)

Liðin sem fara í 16 liða úrslit: Roma og Chelsea.

Liðið sem fer í 32 liða úrslit Evrópudeildarinnar: Atlético Madrid.



D-riðill

Olympiakos - Juventus    0-2

0-1 Juan Cuadrado (15.), 0-2 Federico Bernardeschi (90.)

Barcelona - Sporting CP    2-0

1-0 Paco Alcacer (59.), 2-0 Sjálfsmark Jérémy Mathieu (90.)

Liðin sem fara í 16 liða úrslit: Barcelona og Juventus.

Liðið sem fer í 32 liða úrslit Evrópudeildarinnar: Sporting CP.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×