Ein besta skíðakona landsins lögð inn á spítala eftir „fimm daga helvíti“ | Birtir myndir af fætinum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. desember 2017 23:02 Helga María Vilhjálmsdóttir. Mynd/Fésbókin Helga María Vilhjálmsdóttir hefur verið ein allra besta skíðakona Íslands síðustu ár en hún er ekki mikið að renna sér í brekkunum þessa dagana. Helga María varð nefnilega fyrir því óláni að fótbrotna í ágúst og ólukkan hefur haldið áfram að að elta stelpuna eftir fótbrotið. Endurhæfingin hefur gengið mjög hægt. Helga María segir frá því á fésbókinni að hún hafi fengið slæma sýkingu í fótinn. Hún var búin að vera á hækjum í þrjá mánuði eftir aðgerðina. Helga var búin að harka af sér eftir „fimm daga helvíti“ eins og hún orðar sjálf í færslu á fésbókinni. Hún fékk mikinn hita og var mjög veik vegna sýkingarinnar. Nýjustu fréttirnar af Helgu Maríu eru þó aðeins betri þótt að enn sé langt í það að hún komist aftur á skíðin. Góðu fréttirnar eru þó að hún fer að komast aftur heim til Íslands. „Ég verð í sýklalyfjameðferð í tvær vikur (allavegana) og þarf að liggja inni á meðan þar sem það er dælt beint inn í æð oft á dag. Það er þó búið að gefa grænt ljós á það (eins og staðan er núna) að ég fái að fara heim til Íslands á fimmtudaginn, eins og áætlað var og halda áfram meðferð þar. Meðferðin heldur raunar lengi áfram, bara ekki í æð,“ segir Helga María í nýjustu færslu sinni. Helga María býst við því að það þurfi að opna sárið aftur og til að skola og skafa betur en hún horfir jákvæðum augum á þetta allt saman og er ánægð með að fóturinn lítur mun betur út núna. Aðrar íþróttir Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Fleiri fréttir „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Dagskráin í dag: Það er pílan Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Sjá meira
Helga María Vilhjálmsdóttir hefur verið ein allra besta skíðakona Íslands síðustu ár en hún er ekki mikið að renna sér í brekkunum þessa dagana. Helga María varð nefnilega fyrir því óláni að fótbrotna í ágúst og ólukkan hefur haldið áfram að að elta stelpuna eftir fótbrotið. Endurhæfingin hefur gengið mjög hægt. Helga María segir frá því á fésbókinni að hún hafi fengið slæma sýkingu í fótinn. Hún var búin að vera á hækjum í þrjá mánuði eftir aðgerðina. Helga var búin að harka af sér eftir „fimm daga helvíti“ eins og hún orðar sjálf í færslu á fésbókinni. Hún fékk mikinn hita og var mjög veik vegna sýkingarinnar. Nýjustu fréttirnar af Helgu Maríu eru þó aðeins betri þótt að enn sé langt í það að hún komist aftur á skíðin. Góðu fréttirnar eru þó að hún fer að komast aftur heim til Íslands. „Ég verð í sýklalyfjameðferð í tvær vikur (allavegana) og þarf að liggja inni á meðan þar sem það er dælt beint inn í æð oft á dag. Það er þó búið að gefa grænt ljós á það (eins og staðan er núna) að ég fái að fara heim til Íslands á fimmtudaginn, eins og áætlað var og halda áfram meðferð þar. Meðferðin heldur raunar lengi áfram, bara ekki í æð,“ segir Helga María í nýjustu færslu sinni. Helga María býst við því að það þurfi að opna sárið aftur og til að skola og skafa betur en hún horfir jákvæðum augum á þetta allt saman og er ánægð með að fóturinn lítur mun betur út núna.
Aðrar íþróttir Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Fleiri fréttir „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Dagskráin í dag: Það er pílan Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Sjá meira