Til þeirra sem gætu þurft á hjálp að halda Úrsúla Ósk Lindudóttir skrifar 6. desember 2017 12:30 Ég hef lengi verið að velta því fyrir mér hvort að ég ætti að skrifa mína sögu fyrir ykkur til að lesa og sýna ykkur mína hlið og hvað mér finnst um þessi mál. Eftir að ég kom fram í þáttunum Fósturbörn sem Sindri Sindrason sýndi á Stöð 2 þá hefur mig langar að reyna hjálpa ykkur sem eruð í sömu stöðu og ég er og var í, eins mikið og ég get. Ég, eins og margir aðrir einstaklingar, var tekin frá móður minni þegar ég var átta ára gömul vegna þess að hún var ekki talin hæf til að annast mig sem í mínu tilfelli er 100% satt. Þegar hún var aðeins tólf ára gömul leiddist hún út af beinu brautinni og fór að nota efni sem að geta gjörbreytt okkur, fíkniefni og áfengi. Faðir minn leiddist einnig út í óregluna út af því sama. Hann lést af völdum þess 8. mars 2015. Faðir litlu systur minnar, sem er fimm ára í dag, lést líka af völdum þess 10. nóvember 2015. Eðlilega fylgja miklar tilfinningar og sorg og það er ekkert nema mannlegt að finna fyrir óréttlæti og reiði. Þetta getur verið svo mikill tilfinningarússíbani að maður ræður ekkert við sjálfan sig. Það sem ég vil vekja athygli á er að þegar við fæðumst inn í þennan heim þá, því miður, getum við ekki ráðið hvernig okkar framtíð verður. Ég var óheppin að þurfa að upplifa þetta allt og að þurfa að fara í gegnum það. Ég ákvað að breyta mínu hugarfari og horfa á þetta öðruvísi augum. Mörgum finnst óréttlátt þegar maður er tekin af foreldri sínu inn á annað ókunnugt heimili. Það er ekkert eðlilegt við það að barn/unglingur þurfi að horfa upp á foreldrið sitt undir áhrifum áfengis/vímuefna sem tekur rangar ákvarðanir og getur ekki einu sinni séð um barnið sitt á viðeigandi hátt. Mamma mín var auðvitað góð móðir og reyndi allt í sínu veldi til að annast mig og kenna mér allt sem ég þurfti að læra. En það var ekki alltaf sem hún var í ástandi til þess. Hún elskar mig alltaf því ég er barnið hennar, fyrsta barnið hennar. Hún átti mig þegar hún var aðeins 17 ára gömul og fyrstu fimm mánuðina á meðgöngunni notaði hún amfetamín. Þegar hún fékk mig í fangið þá fann hún ekki fyrir neinni móðurást. Hún var bara krakki sem hélt að hún myndi hætta neyslunni með því að eignast barn en því miður var það ekki svo auðvelt. Við bjuggum fyrir austan, á Eskifirði, og þar ól hún mig upp. Svona lítið bæjarfélag veit allt og talar um allt. Sumum vinkonum mínum voru sett þau skilyrði að ef þær ætluðu að leika við mig þá mættu þær ekki koma með mér heim eftir skóla. En ég var alltaf velkomin heim til þeirra, eðlilega! Sumar máttu bara fara með mér ákveðið langt en alls ekki lengra en það. Mér fannst það alltaf voða skrítið og reyndi oft að reyna fá þær með mér alveg eins og þær gerðu með hinum krökkunum því ég auðvitað skildi ekkert í þessu, ég var bara krakki og gerði mér enga grein fyrir aðstæðunum sem ég var í. Allavega, ef ég fer meira ítarlega í þessi atriði þá mun þessi grein verða að heilli bók. Ætla taka nokkur dæmi til að leyfa ykkur aðeins að sjá hvernig mín æska var því það vaknar alltaf upp forvitni (ég ætti að vita það, ég er forvitnasta manneskjan sem til er). Þetta er líka svo áhugavert, eða mér finnst það.... Þess vegna langar mig að segja ykkur frá. 1. Heimilisofbeldi.Ég horfði upp á stjúppabba minn berja mömmu mína. Heilinn á mér er búin að henda út öllum minningum af henni annaðhvort það marin að hún var svört í framan, nefbrotin og með annars konar áverka. Ég man eina nóttina þegar ég vakna ein upp í rúmi, það voru einhver læti uppi, einhver var að banka. Ég labba upp stigann heima og sé blá blikkandi ljós hinu megin við glerið á útidyrahurðinni, en einhvern veginn var alls staðar blikkandi ljós í kringum mig. Ég lít inn í stofu og þar situr stjúppabbi minn (hann var stjúppabbi minn þá og ég leit mjög mikið upp til hans). Löggan biður mig um að koma og opna fyrir þeim og á sama tíma segir stjúpi mér að opna ekki. Það gekk þannig á í smá tíma þar til hann ákveður að standa upp og opna sjálfur. Löggan stekkur á hann og fer með hann inn í stofu, mamma hleypur inn, tekur mig upp og fer með mig niður. Hún var öll rennandi blaut og köld eftir að hafa flúið út og verið þar í dágóðan tíma þar til hún labbar upp eftir til afa og ömmu og þau hringja í lögguna. Hún pakkar niður í töskur í flýti og við förum með lögreglubílnum til afa og ömmu. Ég vil taka það fram að hann var alltaf góður við mig, fyrir utan það auðvitað að láta mig horfa upp á þetta, en maður verður líka að vera þakklátur fyrir aðra hluti, eins erfitt og það er, en það er raunin. Daginn eftir þá vorum við öll frekar lömuð, þetta var mikið sjokk en jú jú þetta var venjan. Ég vildi fara út að hjóla en hjólið mitt var heima þar sem hann var. Ég fer heim, banka upp á, hann kemur til dyra og ég segi ákveðin „Hæ, ég er að koma að sækja hjólið mitt.“ Hann lætur mig hafa það og ég þakka fyrir og fer að hjóla. Þannig já ég hef alltaf verið mjög ákveðin og er það enn. 2. „Overdose“Ég hef nokkrum sinnum séð sjúkrabíl koma fyrir utan heima til að bjarga mömmu minni þegar hún var nær dauða en lífi. 3. Annarlegt ástand.Ég man ein jólin þegar mamma var svo dópuð að ég lá með henni upp í rúmi, strauk á henni hárið til að láta henni líða betur því hún var svo „lasin“. Ég gerði allt til þess að henni myndi líða betur. Hún stal fyrir mig, keyrði með mig í engu ástandi til að keyra og margt fleira. 4. Svik (gat ekki fundið annað orð fyrir þetta)Hún sagði mér að fara upp eftir til ömmu og afa. Þegar þau fóru að athuga með hana þá var hún farin með flugi suður án þess að láta neinn vita. Þetta er aldeilis mikið til að taka inn og maður á mjög erfitt með að fyrirgefa svona hluti, sumir vilja meina að þetta sé ófyrirgefanlegt. Ég fyrirgef mömmu, ég fyrirgef allt því ég veit að hún/þau gerðu þetta ekki til þess að særa mig. Þetta er sjúkdómur og það er auðvelt að segja að þetta hefði ekki átt að vera svona, þetta hefði ekki átt og þetta hefði ekki þurft. Maður getur ekki lifað með því að segja alltaf „hefði ekki“. Þetta gerðist, svona var þetta og það er upp að mér komið að ákveða hvernig áhrif þetta mun hafa á mig. Ég vil vera sterk! Ég er sterk! Ég vil vera venjuleg! Ég er venjuleg! Maður getur alltaf allavega reynt að gera gott úr öllu! Ég ákvað að verða ekki eins og hún! Ég ákvað að þetta myndi ekki hafa alvarleg áhrif á mig. Ég læri af þessu! og ég vona að þið lærið af þessu líka! Ég má aldrei gleyma því að mamma mín elskar mig og myndi gera allt fyrir mig ef hún gæti. Ég er ekki að segja að ég hafi komið 100% heil út úr þessu, alls ekki! Það tekur tíma og þroska. Þetta hafði sínar afleiðingar eðlilega en það er mitt að sætta mig við þessar afleiðingar og verða betri. Það hafa allir sína kosti og galla. Ef mig vantar hjálp þá leita ég mér hjálpar því það er ekkert sem maður þarf að skammast sín fyrir. Ef eitthvað er þá sýnir það bara hvað maður er sterkur að viðurkenna það fyrir sjálfum sér. Ég var mjög lengi og treg við það að leita mér hjálpar því ég var alveg föst á því að það væri ekkert að mér, ég er alveg jafn eðlileg og þið hin og að það þarf ekkert að vera að þótt ég hafi lent í þessu. Ég áttaði mig nýlega á því að ég þurfi í alvörunni hjálp. En það er vegna þess að ég hafði ekki þurft að takast á því áður. Þegar ég byrjaði í sambandi fyrir tæpum tveimur árum þá kom í ljós margir hlutir sem ég þarf hjálp við. Lokaorð Ekki gleyma því hver ÞÚ ert. Ekki gleyma því að foreldrar þínir, systir, bróðir, amma eða afi, frænka eða frændi, jafnvel vinur þykja alltaf vænt um þig. Ekki berja þig niður fyrir eitthvað sem þú getur ekki breytt. Ef að einhver segir við þið að þú sért ekki nógu góð/góður þá er það þeirra vandamál en auðvitað á maður alltaf að vera tilbúin til þess að líta í eigin barm og reyna laga hlutina. Spyrja hvað get ég gert ? En passa að það sé alltaf upp að eðlilegum mörkum. Maður má alls ekki detta í það að verða undirgefin og meðvirkur. Þegar maður finnur milliveginn þá er mjög gott að halda sér þar. Ég er auðvitað enginn menntaður sálfræðingur eða eitthvað slíkt en ég segi þetta af minni reynslu. Alltaf að vera tilbúin til að ræða hlutina og opna hugan, líta á allt úr öllum sjónarhornum. Við vitum öll að t.d. móðir mín var ekki að reyna gera sér og öðrum þetta, þetta er eitthvað sem hún hefði ALDREI valið ef hún hefði fengið því ráðið. Lokaorð nr. 2 Ég er svo óendanlega þakklát fyrir allt sem fjölskyldan mín hefur gert fyrir mig! Afi og amma á Eskifirði sem að gerðu allt til þess að hjálpa mér, Barnaverndarnefnd fyrir að bjarga mér úr þessum aðstæðum og tvær fósturfjölskyldur sem leyfðu mér að búa hjá sér. Þið vitið öll hver þið eruð og ég vil bara segja TAKK!! Ég væri mögulega ekki hér í dag án ykkar !Takk mamma fyrir að vera búin að vera edrú í 5 ár og gefa mér bestu, fallegustu og skemmtilegustu systur í heiminum! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fósturbörn Tengdar fréttir Úrsúla var tekin frá móður sinni átta ára gömul: „Við vorum bara ekki hæf, við vorum aldrei edrú“ "Það var mikið heimilisofbeldi sem ég horfði upp á,“ segir Úrsúla Ósk Lindudóttir í þættinum Fósturbörn með Sindra Sindrasyni á Stöð 2 í gær. 25. október 2017 12:30 Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Sjá meira
Ég hef lengi verið að velta því fyrir mér hvort að ég ætti að skrifa mína sögu fyrir ykkur til að lesa og sýna ykkur mína hlið og hvað mér finnst um þessi mál. Eftir að ég kom fram í þáttunum Fósturbörn sem Sindri Sindrason sýndi á Stöð 2 þá hefur mig langar að reyna hjálpa ykkur sem eruð í sömu stöðu og ég er og var í, eins mikið og ég get. Ég, eins og margir aðrir einstaklingar, var tekin frá móður minni þegar ég var átta ára gömul vegna þess að hún var ekki talin hæf til að annast mig sem í mínu tilfelli er 100% satt. Þegar hún var aðeins tólf ára gömul leiddist hún út af beinu brautinni og fór að nota efni sem að geta gjörbreytt okkur, fíkniefni og áfengi. Faðir minn leiddist einnig út í óregluna út af því sama. Hann lést af völdum þess 8. mars 2015. Faðir litlu systur minnar, sem er fimm ára í dag, lést líka af völdum þess 10. nóvember 2015. Eðlilega fylgja miklar tilfinningar og sorg og það er ekkert nema mannlegt að finna fyrir óréttlæti og reiði. Þetta getur verið svo mikill tilfinningarússíbani að maður ræður ekkert við sjálfan sig. Það sem ég vil vekja athygli á er að þegar við fæðumst inn í þennan heim þá, því miður, getum við ekki ráðið hvernig okkar framtíð verður. Ég var óheppin að þurfa að upplifa þetta allt og að þurfa að fara í gegnum það. Ég ákvað að breyta mínu hugarfari og horfa á þetta öðruvísi augum. Mörgum finnst óréttlátt þegar maður er tekin af foreldri sínu inn á annað ókunnugt heimili. Það er ekkert eðlilegt við það að barn/unglingur þurfi að horfa upp á foreldrið sitt undir áhrifum áfengis/vímuefna sem tekur rangar ákvarðanir og getur ekki einu sinni séð um barnið sitt á viðeigandi hátt. Mamma mín var auðvitað góð móðir og reyndi allt í sínu veldi til að annast mig og kenna mér allt sem ég þurfti að læra. En það var ekki alltaf sem hún var í ástandi til þess. Hún elskar mig alltaf því ég er barnið hennar, fyrsta barnið hennar. Hún átti mig þegar hún var aðeins 17 ára gömul og fyrstu fimm mánuðina á meðgöngunni notaði hún amfetamín. Þegar hún fékk mig í fangið þá fann hún ekki fyrir neinni móðurást. Hún var bara krakki sem hélt að hún myndi hætta neyslunni með því að eignast barn en því miður var það ekki svo auðvelt. Við bjuggum fyrir austan, á Eskifirði, og þar ól hún mig upp. Svona lítið bæjarfélag veit allt og talar um allt. Sumum vinkonum mínum voru sett þau skilyrði að ef þær ætluðu að leika við mig þá mættu þær ekki koma með mér heim eftir skóla. En ég var alltaf velkomin heim til þeirra, eðlilega! Sumar máttu bara fara með mér ákveðið langt en alls ekki lengra en það. Mér fannst það alltaf voða skrítið og reyndi oft að reyna fá þær með mér alveg eins og þær gerðu með hinum krökkunum því ég auðvitað skildi ekkert í þessu, ég var bara krakki og gerði mér enga grein fyrir aðstæðunum sem ég var í. Allavega, ef ég fer meira ítarlega í þessi atriði þá mun þessi grein verða að heilli bók. Ætla taka nokkur dæmi til að leyfa ykkur aðeins að sjá hvernig mín æska var því það vaknar alltaf upp forvitni (ég ætti að vita það, ég er forvitnasta manneskjan sem til er). Þetta er líka svo áhugavert, eða mér finnst það.... Þess vegna langar mig að segja ykkur frá. 1. Heimilisofbeldi.Ég horfði upp á stjúppabba minn berja mömmu mína. Heilinn á mér er búin að henda út öllum minningum af henni annaðhvort það marin að hún var svört í framan, nefbrotin og með annars konar áverka. Ég man eina nóttina þegar ég vakna ein upp í rúmi, það voru einhver læti uppi, einhver var að banka. Ég labba upp stigann heima og sé blá blikkandi ljós hinu megin við glerið á útidyrahurðinni, en einhvern veginn var alls staðar blikkandi ljós í kringum mig. Ég lít inn í stofu og þar situr stjúppabbi minn (hann var stjúppabbi minn þá og ég leit mjög mikið upp til hans). Löggan biður mig um að koma og opna fyrir þeim og á sama tíma segir stjúpi mér að opna ekki. Það gekk þannig á í smá tíma þar til hann ákveður að standa upp og opna sjálfur. Löggan stekkur á hann og fer með hann inn í stofu, mamma hleypur inn, tekur mig upp og fer með mig niður. Hún var öll rennandi blaut og köld eftir að hafa flúið út og verið þar í dágóðan tíma þar til hún labbar upp eftir til afa og ömmu og þau hringja í lögguna. Hún pakkar niður í töskur í flýti og við förum með lögreglubílnum til afa og ömmu. Ég vil taka það fram að hann var alltaf góður við mig, fyrir utan það auðvitað að láta mig horfa upp á þetta, en maður verður líka að vera þakklátur fyrir aðra hluti, eins erfitt og það er, en það er raunin. Daginn eftir þá vorum við öll frekar lömuð, þetta var mikið sjokk en jú jú þetta var venjan. Ég vildi fara út að hjóla en hjólið mitt var heima þar sem hann var. Ég fer heim, banka upp á, hann kemur til dyra og ég segi ákveðin „Hæ, ég er að koma að sækja hjólið mitt.“ Hann lætur mig hafa það og ég þakka fyrir og fer að hjóla. Þannig já ég hef alltaf verið mjög ákveðin og er það enn. 2. „Overdose“Ég hef nokkrum sinnum séð sjúkrabíl koma fyrir utan heima til að bjarga mömmu minni þegar hún var nær dauða en lífi. 3. Annarlegt ástand.Ég man ein jólin þegar mamma var svo dópuð að ég lá með henni upp í rúmi, strauk á henni hárið til að láta henni líða betur því hún var svo „lasin“. Ég gerði allt til þess að henni myndi líða betur. Hún stal fyrir mig, keyrði með mig í engu ástandi til að keyra og margt fleira. 4. Svik (gat ekki fundið annað orð fyrir þetta)Hún sagði mér að fara upp eftir til ömmu og afa. Þegar þau fóru að athuga með hana þá var hún farin með flugi suður án þess að láta neinn vita. Þetta er aldeilis mikið til að taka inn og maður á mjög erfitt með að fyrirgefa svona hluti, sumir vilja meina að þetta sé ófyrirgefanlegt. Ég fyrirgef mömmu, ég fyrirgef allt því ég veit að hún/þau gerðu þetta ekki til þess að særa mig. Þetta er sjúkdómur og það er auðvelt að segja að þetta hefði ekki átt að vera svona, þetta hefði ekki átt og þetta hefði ekki þurft. Maður getur ekki lifað með því að segja alltaf „hefði ekki“. Þetta gerðist, svona var þetta og það er upp að mér komið að ákveða hvernig áhrif þetta mun hafa á mig. Ég vil vera sterk! Ég er sterk! Ég vil vera venjuleg! Ég er venjuleg! Maður getur alltaf allavega reynt að gera gott úr öllu! Ég ákvað að verða ekki eins og hún! Ég ákvað að þetta myndi ekki hafa alvarleg áhrif á mig. Ég læri af þessu! og ég vona að þið lærið af þessu líka! Ég má aldrei gleyma því að mamma mín elskar mig og myndi gera allt fyrir mig ef hún gæti. Ég er ekki að segja að ég hafi komið 100% heil út úr þessu, alls ekki! Það tekur tíma og þroska. Þetta hafði sínar afleiðingar eðlilega en það er mitt að sætta mig við þessar afleiðingar og verða betri. Það hafa allir sína kosti og galla. Ef mig vantar hjálp þá leita ég mér hjálpar því það er ekkert sem maður þarf að skammast sín fyrir. Ef eitthvað er þá sýnir það bara hvað maður er sterkur að viðurkenna það fyrir sjálfum sér. Ég var mjög lengi og treg við það að leita mér hjálpar því ég var alveg föst á því að það væri ekkert að mér, ég er alveg jafn eðlileg og þið hin og að það þarf ekkert að vera að þótt ég hafi lent í þessu. Ég áttaði mig nýlega á því að ég þurfi í alvörunni hjálp. En það er vegna þess að ég hafði ekki þurft að takast á því áður. Þegar ég byrjaði í sambandi fyrir tæpum tveimur árum þá kom í ljós margir hlutir sem ég þarf hjálp við. Lokaorð Ekki gleyma því hver ÞÚ ert. Ekki gleyma því að foreldrar þínir, systir, bróðir, amma eða afi, frænka eða frændi, jafnvel vinur þykja alltaf vænt um þig. Ekki berja þig niður fyrir eitthvað sem þú getur ekki breytt. Ef að einhver segir við þið að þú sért ekki nógu góð/góður þá er það þeirra vandamál en auðvitað á maður alltaf að vera tilbúin til þess að líta í eigin barm og reyna laga hlutina. Spyrja hvað get ég gert ? En passa að það sé alltaf upp að eðlilegum mörkum. Maður má alls ekki detta í það að verða undirgefin og meðvirkur. Þegar maður finnur milliveginn þá er mjög gott að halda sér þar. Ég er auðvitað enginn menntaður sálfræðingur eða eitthvað slíkt en ég segi þetta af minni reynslu. Alltaf að vera tilbúin til að ræða hlutina og opna hugan, líta á allt úr öllum sjónarhornum. Við vitum öll að t.d. móðir mín var ekki að reyna gera sér og öðrum þetta, þetta er eitthvað sem hún hefði ALDREI valið ef hún hefði fengið því ráðið. Lokaorð nr. 2 Ég er svo óendanlega þakklát fyrir allt sem fjölskyldan mín hefur gert fyrir mig! Afi og amma á Eskifirði sem að gerðu allt til þess að hjálpa mér, Barnaverndarnefnd fyrir að bjarga mér úr þessum aðstæðum og tvær fósturfjölskyldur sem leyfðu mér að búa hjá sér. Þið vitið öll hver þið eruð og ég vil bara segja TAKK!! Ég væri mögulega ekki hér í dag án ykkar !Takk mamma fyrir að vera búin að vera edrú í 5 ár og gefa mér bestu, fallegustu og skemmtilegustu systur í heiminum!
Úrsúla var tekin frá móður sinni átta ára gömul: „Við vorum bara ekki hæf, við vorum aldrei edrú“ "Það var mikið heimilisofbeldi sem ég horfði upp á,“ segir Úrsúla Ósk Lindudóttir í þættinum Fósturbörn með Sindra Sindrasyni á Stöð 2 í gær. 25. október 2017 12:30
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar