Fótbolti

Þessum geta United, Liverpool og hin ensku liðin mætt í 16 liða úrslitum

Mætum við þessum?
Mætum við þessum? vísir/getty
Í fyrsta sinn í sögunni eru fimm ensk lið komin áfram í 16 liða úrslit Meistaradeildar Evrópu en Liverpool varð fimmta félagið til að tryggja sig þangað með stórsigri á Spartak Moskvu í gærkvöldi.

Liverpool vann sinn riðil eins og Manchester City, Manchester United og Tottenham en Chelsea hafnaði í öðru sæti. Liðin sem unnu riðilinn komast þó ekkert endilega hjá því að mæta risum í 16 liða úrslitum.

Lið eins og Bayern München, Real Madrid og Juventus enduðu öll í öðru sæti í sínum riðlum og geta því mætt ensku liðunum sem unnu sinn riðil. Tottenham getur þó ekki dregist á móti Real Madrid þar sem liðin voru saman í riðli.

Chelsea hefur fæsta möguleika en það lítur allt út fyrir stórleik hjá því í 16 liða úrslitum. Það getur aðeins dregist á móti Barcelona, PSG eða Besiktas.

Hér að neðan má sjá hvernig þetta raðast allt upp þegar að drátturinn fer fram á mánudaginn.

Sigurvegarar riðlanna:

Barcelona, Besiktas, Liverpool, Man. City, Man. Utd, PSG, Roma og Tottenham.

Liðin sem höfnuðu í öðru sæti:

Bayern Munchen, Chelsea, Basel, Porto, Juventus, Real Madrid, Sevilla og Shakhtar Donets.

Þessi lið geta mæst:

Barcelona: Bayern Munich, Chelsea, Basel, Porto, Shakhtar Donetsk.

Bayern Munich: Barcelona, Besiktas, Liverpool, Manchester City, Manchester United, Roma, Tottenham Hotspur.

Besiktas: Bayern Munich, Chelsea, Basel, Juventus, Real Madrid, Sevilla, Shakhtar Donetsk.

Chelsea: Barcelona, Besiktas, Paris Saint-Germain.

Basel: Barcelona, Besiktas, Liverpool, Manchester City, Paris Saint-Germain, Roma, Tottenham Hotspur.

Juventus: Besiktas, Manchester City, Liverpool, Manchester United, Paris Saint-Germain, Tottenham Hotspur.

Liverpool: Bayern Munich, Basel, Porto, Juventus, Real Madrid, Shakhtar Donetsk.

Manchester City: Bayern Munich, Basel, Porto, Juventus, Real Madrid, Sevilla.

Manchester United: Bayern Munich, Porto, Juventus, Real Madrid, Sevilla, Shakhtar Donetsk.

Paris Saint-Germain: Chelsea, Basel, Porto, Juventus, Real Madrid, Sevilla, Shakhtar Donetsk.

Real Madrid: Besiktas, Liverpool, Manchester City, Manchester United, Paris Saint-Germain, Roma.

Roma: Bayern Munich, Basel, Porto, Real Madrid, Sevilla, Shakhtar Donetsk.

Tottenham: Bayern Munich, Basel, Porto, Juventus, Sevilla, Shakhtar Donetsk.

Sevilla: Besiktas, Manchester City, Manchester United, Paris Saint-Germain, Roma, Tottenham Hotspur.

Shakhtar Donetsk: Barcelona, Besiktas, Liverpool, Manchester United, Paris Saint-Germain, Roma, Tottenham Hotspur.

Porto: Barcelona, Liverpool, Manchester City, Manchester United, Paris Saint-Germain, Roma, Tottenham Hotspur.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×