Leikmenn Spartak hefðu betur stundað smá bólfimi fyrir leikinn í gær Tómas Þór Þórðarson skrifar 7. desember 2017 14:00 Quincy Promes, leikmaður Spartak, og Victoria Gameeva, læknir liðsins. mynd/instagram Spartak Moskva gerði heiðarlega tilraun til að komast í 16 liða úrslit Meistaradeildar Evrópu í gærkvöldi en til þess þurfti það að vinna Liverpool á Anfield. Skemmst er frá því að segja að það tókst ekki, eins og flestir vita, en lærisveinar Jürgens Klopps fóru gjörsamlega hamförum og unnu leikinn, 7-0. Dagskrá var í raun lokið eftir 19 mínútur þegar að staðan var orðin 3-0. Spartak notaði öll brögðin í bókinni til að undirbúa sig sem best fyrir leikinn, en leik menn liðsins máttu til dæmis ekki stunda kynlíf fyrir leik í gær.Victoria Gameeva, læknir Spartak-liðsins, bannaði alla bólfimi áður en þessi mikilvægi leikur hófst, en í viðtali við rússneska sjónvarpsstöð sagði hún: „Frá læknisfræðilegu sjónarmiði virkar sú örvun að stunda kynlíf fyrir kappleik aðeins á konur. Í blönduðum bardagalistum gæti kona stundað kynlíf fimm til tíu mínútum fyrir bardaga og náð betri úrslitum. Þetta virkar öfugt á karlmenn. Þeir ættu að forðast kynlíf tveimur til þremur dögum fyrir fótboltaleiki.“ Það efast enginn um orð læknisins enda hefur þetta margsinnis verið rannsakað og hefur Ronda Rousey, UFC-stjarna, oft talað um að hún stundar mikið kynlíf áður en hún fer inn í hringinn. Þetta virkaði þó sannarlega ekki fyrir leikmenn Spartak í gær og spurning hvort þeir hefðu átt að láta ráð Gameevu sem vind um eyru þjóta fyrir þennan leik þar sem þeir fengu vænan rassskell. Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Þessum geta United, Liverpool og hin ensku liðin mætt í 16 liða úrslitum Ensku félögin fimm geta ekki mætt hvort öðru í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar. 7. desember 2017 08:30 Keane: Liverpool ekki unnið neinn enn þá Eftir stórsigur Liverpool á Spartak Moskvu í gærkvöld keppast menn við að hrósa Jurgen Klopp og hans mönnum fyrir frammistöðu sína. Einn maður er þó ekki á þeim vagninum, en Roy Keane sagði Liverpool ekki hafa unnið neinn enn. 7. desember 2017 13:00 Markaveisla hjá Liverpool og fyrsta tap Manchester City | Úrslitin í Meistaradeildinni Liverpool komst í kvöld í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar en þar hefur liðið ekki verið undanfarin níu ár. 6. desember 2017 22:00 Sjáðu sjö mörk Liverpool og öll hin mörk kvöldsins úr Meistaradeildinni Það voru skoruðu 33 mörk í Meistaradeildinni í kvöld sem þýðir að í fyrsta sinn voru skoruð meira en þrjú hunduð mörk í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. 6. desember 2017 22:30 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Íslenski boltinn Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Fleiri fréttir Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Sjá meira
Spartak Moskva gerði heiðarlega tilraun til að komast í 16 liða úrslit Meistaradeildar Evrópu í gærkvöldi en til þess þurfti það að vinna Liverpool á Anfield. Skemmst er frá því að segja að það tókst ekki, eins og flestir vita, en lærisveinar Jürgens Klopps fóru gjörsamlega hamförum og unnu leikinn, 7-0. Dagskrá var í raun lokið eftir 19 mínútur þegar að staðan var orðin 3-0. Spartak notaði öll brögðin í bókinni til að undirbúa sig sem best fyrir leikinn, en leik menn liðsins máttu til dæmis ekki stunda kynlíf fyrir leik í gær.Victoria Gameeva, læknir Spartak-liðsins, bannaði alla bólfimi áður en þessi mikilvægi leikur hófst, en í viðtali við rússneska sjónvarpsstöð sagði hún: „Frá læknisfræðilegu sjónarmiði virkar sú örvun að stunda kynlíf fyrir kappleik aðeins á konur. Í blönduðum bardagalistum gæti kona stundað kynlíf fimm til tíu mínútum fyrir bardaga og náð betri úrslitum. Þetta virkar öfugt á karlmenn. Þeir ættu að forðast kynlíf tveimur til þremur dögum fyrir fótboltaleiki.“ Það efast enginn um orð læknisins enda hefur þetta margsinnis verið rannsakað og hefur Ronda Rousey, UFC-stjarna, oft talað um að hún stundar mikið kynlíf áður en hún fer inn í hringinn. Þetta virkaði þó sannarlega ekki fyrir leikmenn Spartak í gær og spurning hvort þeir hefðu átt að láta ráð Gameevu sem vind um eyru þjóta fyrir þennan leik þar sem þeir fengu vænan rassskell.
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Þessum geta United, Liverpool og hin ensku liðin mætt í 16 liða úrslitum Ensku félögin fimm geta ekki mætt hvort öðru í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar. 7. desember 2017 08:30 Keane: Liverpool ekki unnið neinn enn þá Eftir stórsigur Liverpool á Spartak Moskvu í gærkvöld keppast menn við að hrósa Jurgen Klopp og hans mönnum fyrir frammistöðu sína. Einn maður er þó ekki á þeim vagninum, en Roy Keane sagði Liverpool ekki hafa unnið neinn enn. 7. desember 2017 13:00 Markaveisla hjá Liverpool og fyrsta tap Manchester City | Úrslitin í Meistaradeildinni Liverpool komst í kvöld í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar en þar hefur liðið ekki verið undanfarin níu ár. 6. desember 2017 22:00 Sjáðu sjö mörk Liverpool og öll hin mörk kvöldsins úr Meistaradeildinni Það voru skoruðu 33 mörk í Meistaradeildinni í kvöld sem þýðir að í fyrsta sinn voru skoruð meira en þrjú hunduð mörk í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. 6. desember 2017 22:30 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Íslenski boltinn Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Fleiri fréttir Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Sjá meira
Þessum geta United, Liverpool og hin ensku liðin mætt í 16 liða úrslitum Ensku félögin fimm geta ekki mætt hvort öðru í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar. 7. desember 2017 08:30
Keane: Liverpool ekki unnið neinn enn þá Eftir stórsigur Liverpool á Spartak Moskvu í gærkvöld keppast menn við að hrósa Jurgen Klopp og hans mönnum fyrir frammistöðu sína. Einn maður er þó ekki á þeim vagninum, en Roy Keane sagði Liverpool ekki hafa unnið neinn enn. 7. desember 2017 13:00
Markaveisla hjá Liverpool og fyrsta tap Manchester City | Úrslitin í Meistaradeildinni Liverpool komst í kvöld í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar en þar hefur liðið ekki verið undanfarin níu ár. 6. desember 2017 22:00
Sjáðu sjö mörk Liverpool og öll hin mörk kvöldsins úr Meistaradeildinni Það voru skoruðu 33 mörk í Meistaradeildinni í kvöld sem þýðir að í fyrsta sinn voru skoruð meira en þrjú hunduð mörk í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. 6. desember 2017 22:30