Umfjöllun og viðtöl: Tindastóll - Njarðvík 93-100 | Stólarnir réðu ekkert við Loga og töpuðu aftur Hákon Ingi Rafnsson skrifar 7. desember 2017 22:15 Logi Gunnarsson. vísir/Ernir Njarðvík vann Tindastól 100-93 í spennandi leik í 10. umferð Domino´s deildarinnar sem fór fram í Síkinu í kvöld. Fyrsti leikhluti var ekkert annað skotsýning fyrir áhorfendur en þá settu bæði liðin fjóra þrista hvor og staðan eftir leikhlutann var 32-31 Tindastól í vil. Vörnin var þó ekki upp á marga fiska í leikhlutanum. Í 2. leikhluta spítti Njarðvík í lófana og bættu vörn sína og sókn mikið, en eftir annan leikhluta var Njarðvík að vinna með 12 stigum eftir að gjörsamlega pakka saman vörn heimamanna. Staðan í hálfleik var 46-58 Njarðvík í vil. Þegar 3. leikhluti var hálfnaður kipptu heimamenn loksins við sér og kipptu vörninni í lag. Þeim tókst að minnka muninn í 13 stig og lokastaðan í leikhlutanum var 69-82. Í 4. leikhluta héldu heimamenn áfram að sækja en komust aldrei nær en að minnka forskotið í sjö stig. Lokatölur urðu 93-100.Af hverju vann Njarðvík? Í 4. leikhluta missti Njarðvík, Loga Gunnarson af velli en þeir kipptu sér ekki upp við það og héldu áfram. Það sýnir bara hvað liðsheildin var gríðarlega sterk hjá þeim og það var hún sem skilaði sigrinum.Hverjir stóðu upp úr? Logi Gunnarsson var flottur í kvöld en hann skoraði 29 stig þar af 21 þeirra úr þristum. Brandon Garrett var einnig mjög góður í kvöld en hann skoraði 28 stig og var öflugur undir körfu Tindastóls.Hvað gekk illa? Tindastólsvörnin var grátlega léleg og fengu Njarðvíkingar allt of mikið af opnum þristum og nýttu Njarðvíkingar það sér vel.Hvað gerist næst? Á mánudaginn fær Tindastóll, ÍR í átta liða úrslitum Maltbikarsins og það verður líklega æft lítið annað en vörn á æfingum hjá Tindastól fram að því. Njarðvík fær KR til sín einnig í Maltbikarnum og stefnir allt í hörku leik þar.Daníel: Mjög ánægður með liðsheildina „Sóknarleikurinn gekk frábærlega, en við getum gert betur í vörninni,“ sagði Daníel Guðni Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkur, eftir sjö stiga sigur Njarðvíkur á Tindastól í kvöld. Hann minntist einnig á að eftir að Logi hafi verið sentur útaf þá hafi liðið gert vel með að halda áfram sterkt og klárað leikinn.Israel Martin: Liðið er ekki með hausinn á réttum stað Israel Martin, þjálfari Tindastóls, sagði að liðið væri ekki með hausinn við leikinn núna og vörnin hafi ekki verið til staðar, þetta þarf að laga ef við viljum eiga séns á að vinna ÍR á mánudaginn.Logi Gunnarsson: Héldum fókus út leikinn og það skilaði sigrinum Logi Gunnarsson, leikmaður Njarðvíkur, sagði að liðið hefði aldrei hætt, þrátt fyrir að Tindastóll hafi verið að hitta vel á tímapunktum og það var stærsti lykillinn að sigrinum.Sigtryggur Arnar: Þeir voru allir að hitta vel Sigtryggur Arnar, leikmaður Tindastóls, sagði að allir í Njarðvíkurliðinu hefðu verið að spila vel í kvöld. Hann minntist einnig á að þeir hefðu bara ekki verið að spila nógu góða vörn til að stoppa þá. Dominos-deild karla
Njarðvík vann Tindastól 100-93 í spennandi leik í 10. umferð Domino´s deildarinnar sem fór fram í Síkinu í kvöld. Fyrsti leikhluti var ekkert annað skotsýning fyrir áhorfendur en þá settu bæði liðin fjóra þrista hvor og staðan eftir leikhlutann var 32-31 Tindastól í vil. Vörnin var þó ekki upp á marga fiska í leikhlutanum. Í 2. leikhluta spítti Njarðvík í lófana og bættu vörn sína og sókn mikið, en eftir annan leikhluta var Njarðvík að vinna með 12 stigum eftir að gjörsamlega pakka saman vörn heimamanna. Staðan í hálfleik var 46-58 Njarðvík í vil. Þegar 3. leikhluti var hálfnaður kipptu heimamenn loksins við sér og kipptu vörninni í lag. Þeim tókst að minnka muninn í 13 stig og lokastaðan í leikhlutanum var 69-82. Í 4. leikhluta héldu heimamenn áfram að sækja en komust aldrei nær en að minnka forskotið í sjö stig. Lokatölur urðu 93-100.Af hverju vann Njarðvík? Í 4. leikhluta missti Njarðvík, Loga Gunnarson af velli en þeir kipptu sér ekki upp við það og héldu áfram. Það sýnir bara hvað liðsheildin var gríðarlega sterk hjá þeim og það var hún sem skilaði sigrinum.Hverjir stóðu upp úr? Logi Gunnarsson var flottur í kvöld en hann skoraði 29 stig þar af 21 þeirra úr þristum. Brandon Garrett var einnig mjög góður í kvöld en hann skoraði 28 stig og var öflugur undir körfu Tindastóls.Hvað gekk illa? Tindastólsvörnin var grátlega léleg og fengu Njarðvíkingar allt of mikið af opnum þristum og nýttu Njarðvíkingar það sér vel.Hvað gerist næst? Á mánudaginn fær Tindastóll, ÍR í átta liða úrslitum Maltbikarsins og það verður líklega æft lítið annað en vörn á æfingum hjá Tindastól fram að því. Njarðvík fær KR til sín einnig í Maltbikarnum og stefnir allt í hörku leik þar.Daníel: Mjög ánægður með liðsheildina „Sóknarleikurinn gekk frábærlega, en við getum gert betur í vörninni,“ sagði Daníel Guðni Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkur, eftir sjö stiga sigur Njarðvíkur á Tindastól í kvöld. Hann minntist einnig á að eftir að Logi hafi verið sentur útaf þá hafi liðið gert vel með að halda áfram sterkt og klárað leikinn.Israel Martin: Liðið er ekki með hausinn á réttum stað Israel Martin, þjálfari Tindastóls, sagði að liðið væri ekki með hausinn við leikinn núna og vörnin hafi ekki verið til staðar, þetta þarf að laga ef við viljum eiga séns á að vinna ÍR á mánudaginn.Logi Gunnarsson: Héldum fókus út leikinn og það skilaði sigrinum Logi Gunnarsson, leikmaður Njarðvíkur, sagði að liðið hefði aldrei hætt, þrátt fyrir að Tindastóll hafi verið að hitta vel á tímapunktum og það var stærsti lykillinn að sigrinum.Sigtryggur Arnar: Þeir voru allir að hitta vel Sigtryggur Arnar, leikmaður Tindastóls, sagði að allir í Njarðvíkurliðinu hefðu verið að spila vel í kvöld. Hann minntist einnig á að þeir hefðu bara ekki verið að spila nógu góða vörn til að stoppa þá.
Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti
Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti