Umfjöllun: Þór Þorl. - Þór Ak. 99-62 | Létt hjá Þorlákshöfn í uppgjöri Þórsliðanna Sindri Ágústsson skrifar 8. desember 2017 20:45 vísir/andri marínó Það var vitað fyrir leikinn að þetta yrði gríðarlega erfiður leikur fyrir gestina frá Akureyri. Þeir þurftu að spila án þess að hafa Marques Oliver og Ingva Rafn sem eru tveir bestu leikmenn liðsins. Strax í byrjun leiks sást það að þeir voru verr mannaða liðið í kvöld, heimamenn spiluðu góða pressu vörn á þá og ungt lið gestana átti erfitt með það að koma boltanum á liðsfélaga.Afhverju unnu heimamenn? Þósarar frá Þorlákshöfn voru ekki að spila neinn heimsklassa körfubolta enn voru einfaldlega bara mun betur mannaðir. Nánast alltaf þegar heimamenn settu pressu á Akureyringana þá endaði það þannig að þeir unnu boltann. Þetta unga og efnilega lið gestana er ekki alveg komið með nóga mikla reynslu til að spila á móti góðri pressu.Bestu menn vallarins? Það var einn maður sem stóð lang mest upp úr í kvöld og það var DJ Balentine, hann var að hitta virkilega vel fyrir utan. Balentine hitti úr 7 af sínum 12 skotum og einn af þeim þristum sem hann skoraði var villa karfa góð. Virkilega góður leikmaður sem verður spennandi að sjá hvort hann nái að lyfta þessu Þórsara liði upp í úrslitakeppnina. Hjá gestunum var erfitt að velja besta mann enn þeirra stigahæsti maður átti fínasta leik og kom hann skemmtilega á óvart. Einar Ómar endaði með 14 stig og skoraði hann úr öllum sex skotunum sínum, mjög gaman að sjá svona leik hjá frekar óþekktum leikmanni.Áhugaverð tölfræði? Tapaðir boltar voru 45 í heildina, heimamenn átti 15 gegn 30 hjá gestunum. Sjaldséð að sjá svona marga tapaða bolta og sem betur fer er það ekki oft sem þetta gerist. Hlutur sem bæði lið verða laga fyrir næsta leik. Mikið var um fráköst og enduðu Þórsarar frá Þorlákshöfn með 51 stykki gegn 46 hjá gestunum. Mikið var skotið og greinilega mátti nýtingin vera betri.Hvað er á næstunni? Þór Þorlákshöfn eiga gríðarlega erfiðan útileik í DHL-höllinni gegn KR í næstu umferð. Þór Akureyri mæta Grindvíkingum á Akureyri og verður það gríðarlega mikilvægur leikur fyrir þá því þeir sitja í fallsæti með aðeins tvo sigra í tíu leikjum. Dominos-deild karla
Það var vitað fyrir leikinn að þetta yrði gríðarlega erfiður leikur fyrir gestina frá Akureyri. Þeir þurftu að spila án þess að hafa Marques Oliver og Ingva Rafn sem eru tveir bestu leikmenn liðsins. Strax í byrjun leiks sást það að þeir voru verr mannaða liðið í kvöld, heimamenn spiluðu góða pressu vörn á þá og ungt lið gestana átti erfitt með það að koma boltanum á liðsfélaga.Afhverju unnu heimamenn? Þósarar frá Þorlákshöfn voru ekki að spila neinn heimsklassa körfubolta enn voru einfaldlega bara mun betur mannaðir. Nánast alltaf þegar heimamenn settu pressu á Akureyringana þá endaði það þannig að þeir unnu boltann. Þetta unga og efnilega lið gestana er ekki alveg komið með nóga mikla reynslu til að spila á móti góðri pressu.Bestu menn vallarins? Það var einn maður sem stóð lang mest upp úr í kvöld og það var DJ Balentine, hann var að hitta virkilega vel fyrir utan. Balentine hitti úr 7 af sínum 12 skotum og einn af þeim þristum sem hann skoraði var villa karfa góð. Virkilega góður leikmaður sem verður spennandi að sjá hvort hann nái að lyfta þessu Þórsara liði upp í úrslitakeppnina. Hjá gestunum var erfitt að velja besta mann enn þeirra stigahæsti maður átti fínasta leik og kom hann skemmtilega á óvart. Einar Ómar endaði með 14 stig og skoraði hann úr öllum sex skotunum sínum, mjög gaman að sjá svona leik hjá frekar óþekktum leikmanni.Áhugaverð tölfræði? Tapaðir boltar voru 45 í heildina, heimamenn átti 15 gegn 30 hjá gestunum. Sjaldséð að sjá svona marga tapaða bolta og sem betur fer er það ekki oft sem þetta gerist. Hlutur sem bæði lið verða laga fyrir næsta leik. Mikið var um fráköst og enduðu Þórsarar frá Þorlákshöfn með 51 stykki gegn 46 hjá gestunum. Mikið var skotið og greinilega mátti nýtingin vera betri.Hvað er á næstunni? Þór Þorlákshöfn eiga gríðarlega erfiðan útileik í DHL-höllinni gegn KR í næstu umferð. Þór Akureyri mæta Grindvíkingum á Akureyri og verður það gríðarlega mikilvægur leikur fyrir þá því þeir sitja í fallsæti með aðeins tvo sigra í tíu leikjum.
Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti
Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti