Sport

Japanski Babe Ruth valdi Englana

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Shohei Ohtani er verðandi súperstjarna í bandaríska hafnarboltanum.
Shohei Ohtani er verðandi súperstjarna í bandaríska hafnarboltanum. Vísir/Getty
Japanski hafnarboltaspilarinn Shohei Ohtani er á leiðinni í bandarísku atvinnumannadeildina og hann hefur nú ákveðið hvar hann ætlar að spila.

Öll liðin í bandarísku hafnarboltadeildinni vildu fá þennan 23 ára strák til sín en hann er eitt mesta efni sem menn hafa séð lengi.

Shohei Ohtani tilkynnti það í kvöld að hann ætli að semja við lið Los Angeles Angels.

Hann heimsótti sex önnur félög í þessari viku. Chicago Cubs, Texas Rangers, Los Angeles Dodgers, San Francisco Giants, San Diego Padres og Seattle Mariners.





Shohei Ohtani hefur klárað fjögur frábær tímabil með Hokkaido Nippon-Ham Fighters í japönsku deildinni en nú ætlar hann að færa sig yfir til Bandaríkjanna.

Shohei Ohtani sker sig úr frá mörgum hafnarboltaleikmönnum að hann er bæði frábær kastari sem og gríðarlega öflugur að slá boltann. Það gefur að skilja að það er dýrmætt fyrir lið að fá slíkan leikmann til síns.

Fyrir vikið hafa menn líkt honum við Babe Ruth sem fór mikinn í bandaríska hafnarboltanum fyrir hundrað árum síðan.

Ohtani hefur kastað hafnarboltanum á 165 kílómetra hraða en enginn Japani hefur náð að kasta fastar.

Shohei Ohtani er í guðatölu í Japan.Vísir/Getty



Fleiri fréttir

Sjá meira


×