Körfubolti

Domino's Körfuboltakvöld: Fannar skammar Kristó fyrir að reyna sniðskot

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Mistök sem mönnum verða á í hita leiksins í Domino's deild karla í körfubolta gleymast oft ekki svo fljótt, því Fannar Ólafsson, körfuboltasérfræðingur Domino's Körfuboltakvölds, man allt og skammar menn reglulega fyrir klúður sín.

Hann tók nokkra leikmenn fyrir í liðnum Fannar skammar í Domino's Körfuboltakvöldi í gærkvöld.

Sérstaklega skammaðist Fannar í Kristófer Acox, leikmanni KR. Kristófer mistókst að setja niður einfalt sniðsskot og tók Fannar hann á brettið og sagði Kristófer hefði átt að troða bara boltanum. Hann gekk svo langt að ætla að fara að kenna Kristófer hvernig ætti að troða, en Kjartan Atli Kjartansson var fljótur að stoppa það af, því Kristófer hefur svo sannarlega sýnt alheimi að hann kann troðslulistina.

Aðrir sem fengu úttekt Fannars voru Pavel Ermolinskij og Björn Kristjánsson, liðsfélagar Kristófers, Tómas Þórður Hilmarsson í Stjörnunni og Valsmaðurinn Sigurður Dagur Sturluson.

Innslagið má sjá í spilaranum hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×