Körfubolti

Domino's Körfuboltakvöld: Ef Logi er rekinn út af leik er eitthvað að

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Logi Gunnarsson fékk óíþróttamannslega villu í leik Tindastóls og Njarðvíkur í Domino's deild karla í körfubolta á fimmtudag og svo tæknivillu seinna í leiknum, sem þýddi að honum var vísað úr húsi miðað við reglur körfuboltans.

Sérfræðingar Domino's Körfuboltakvölds fóru yfir dómana í uppgjöri sínu á 10. umferðinni og voru sammála um það að Loga hefði ekki átt að vera vikið úr húsi.

Þeir gátu sæst um á það að fyrri villan var ásetningur, en tæknivillan var fyrir leikaraskap sem sérfræðingarnir voru ekki sammála dómurunum um.

„Þetta er bara „computer says no“,“ sagði Fannar Ólafsson. „Þarna er bara búið að setja einhverja reglu og menn eru að fylgja henni. Auðvitað þurfa dómarar að gera það, ég er ekkert að lasta dómarana, en þetta er bara rangt.“

„Þetta er röng nálgun á leiknum.“

„Ef að Logi Gunnarsson er rekinn út úr leik þá er bara eitthvað rangt í mótinu,“ sagði Fannar Ólafsson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×