Undir trénu seld um allan heim Stefán Árni Pálsson skrifar 30. nóvember 2017 16:30 Edda Björgvinsdóttir fer á kostum í myndinni. ljósmynd/Brynjar Snær Undir trénu hlaut nýverið sérstök dómnefndarverðlaun á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Denver en þar var hún tilnefnd til Krzysztof Kieslowski verðlaunanna. Undir trénu hefur tekið þátt í þremur keppnum í USA og hlotið verðlaun á þeim öllum. Áður hafði Hafsteinn Gunnar Sigurðsson hlotið verðlaun fyrir bestu leikstjórn á Fantastic Fest í Austin, Texas auk þess sem Undir trénu hlaut aðalverðlaun kvikmyndahátíðarinnar í Hamptons, New York. Þá birti fagtímaritið Screen Daily frétt í gær þar sem greint var frá því að myndin hefur selst feikilega vel út um allan heim Eins og áður hefur verið greint frá tryggði hið virta dreifingarfyrirtæki Magnolia sér réttinn á Norður-Ameríku en auk þess hefur myndin verið seld tli Skandinavíu, Frakklands, Benelúx-landanna, Stóra-Bretlands, Ítalíu, Spánar, Portúgal, Grikklands, Sviss, Austurríkis, Eystrasaltslandanna, Póllands, Tékklands, Króatíu, Slóvakíu, Kína, Suður-Kóreu, Ástralíu og Nýja-Sjálands. Grímar Jónsson framleiðandi er hæstánægður með árangur myndarinnar á erlendum mörkuðum enda alls ekki sjálfgefið að mynd frá jafnlitlu málsvæði nái svo langt. „Við vissum að við værum með góða mynd í höndunum með breiða skírskotun en markaðurinn er erfiður og það er efitt að sjá fyrir hvað nær í gegn. Aðsóknin hér heima hefur auðvitað verið algjörlega frábær og það er gaman að finna hvað það er mikill áhuga erlendis líka. Það verður áhugavert að fylgjast með á næstu mánuðum þegar myndin ratar í almennar sýningar erlendis en nú er hún aðallega í spilun á kvikmyndahátíðum,“ segir Grímar Jónsson sem er á leið til Los Angeles ásamt Hafsteini Gunnar Sigurðssyni leikstjóra og Eddu Björgvinsdóttur leikkonu. Eftir helgi munu fara fram sýningar á myndinni fyrir Akademíumeðlimi en Undir trénu er framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna í ár. Það mun svo koma í ljós um miðjan desember hvaða 9 myndir komast áfram í forvalinu. Undir trénu er enn í sýningum í kvikmyndahúsum og hafa um 42þúsund manns séð hana síðan hún var frumsýnd í byrjun september. Bíó og sjónvarp Mest lesið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Undir trénu hlaut nýverið sérstök dómnefndarverðlaun á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Denver en þar var hún tilnefnd til Krzysztof Kieslowski verðlaunanna. Undir trénu hefur tekið þátt í þremur keppnum í USA og hlotið verðlaun á þeim öllum. Áður hafði Hafsteinn Gunnar Sigurðsson hlotið verðlaun fyrir bestu leikstjórn á Fantastic Fest í Austin, Texas auk þess sem Undir trénu hlaut aðalverðlaun kvikmyndahátíðarinnar í Hamptons, New York. Þá birti fagtímaritið Screen Daily frétt í gær þar sem greint var frá því að myndin hefur selst feikilega vel út um allan heim Eins og áður hefur verið greint frá tryggði hið virta dreifingarfyrirtæki Magnolia sér réttinn á Norður-Ameríku en auk þess hefur myndin verið seld tli Skandinavíu, Frakklands, Benelúx-landanna, Stóra-Bretlands, Ítalíu, Spánar, Portúgal, Grikklands, Sviss, Austurríkis, Eystrasaltslandanna, Póllands, Tékklands, Króatíu, Slóvakíu, Kína, Suður-Kóreu, Ástralíu og Nýja-Sjálands. Grímar Jónsson framleiðandi er hæstánægður með árangur myndarinnar á erlendum mörkuðum enda alls ekki sjálfgefið að mynd frá jafnlitlu málsvæði nái svo langt. „Við vissum að við værum með góða mynd í höndunum með breiða skírskotun en markaðurinn er erfiður og það er efitt að sjá fyrir hvað nær í gegn. Aðsóknin hér heima hefur auðvitað verið algjörlega frábær og það er gaman að finna hvað það er mikill áhuga erlendis líka. Það verður áhugavert að fylgjast með á næstu mánuðum þegar myndin ratar í almennar sýningar erlendis en nú er hún aðallega í spilun á kvikmyndahátíðum,“ segir Grímar Jónsson sem er á leið til Los Angeles ásamt Hafsteini Gunnar Sigurðssyni leikstjóra og Eddu Björgvinsdóttur leikkonu. Eftir helgi munu fara fram sýningar á myndinni fyrir Akademíumeðlimi en Undir trénu er framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna í ár. Það mun svo koma í ljós um miðjan desember hvaða 9 myndir komast áfram í forvalinu. Undir trénu er enn í sýningum í kvikmyndahúsum og hafa um 42þúsund manns séð hana síðan hún var frumsýnd í byrjun september.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira