„Við höfum nú þegar áhyggjur“ Jóhann K. Jóhannsson skrifar 22. nóvember 2017 18:45 Neyðarrýmingaráætlun hefur verið gefin út fyrir svæðið í kringum Öræfajökul komi til eldgoss. Vísindamenn hafa nú þegar áhyggjur af eldgosi þótt ekkert bendi til þess að það sé í vændum. Sprunga sem hefur myndast í gígnum nær að gígbarmi jökulsins. Frá 1. október síðastliðnum hafa orðið 150 jarðskjálftar í og við Öræfajökul, sá stærsti þeirra 3,5 að stærð. Flestir skjálftanna flokkast undir að vera smáskjálftar en allir skjálftar stærri en einn komma tveir skoða jarðvársérfræðingar Veðurstofunnar sérstaklega, en þeir eru orðnir um tuttugu talsins. Vísindamenn hafa í dag og síðustu daga safnað upplýsingum en veður hefur þó sett strik í reikninginn. En helsti eldfjallasérfræðingur landsins sem atburðarásina í jöklinum óeðlilega. „Það er eiginlega nokkuð ljóst að það hefur einhver kvika farið inn í fjallið og það eru þessir skjálftar og allt það. Allt í einu kviknar á fjallinu og miðað við hvar fjallið er að þá er eiginlega eina skýringin sú að það er einhver kvika á ferðinni,“ segir Ármann Höskuldsson, eldfjallafræðingur hjá Jarðvísindadeild Háskóla Íslands. Á gervihnattamyndum sem Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands vinnur með má sjá sprungumyndin í gígnum í Öræfajökli og á nýjustu myndinni má sjá að sprungan teygir sig í átt að Kotárjökli, á sama stað og eldgosið 1727. Vísindamenn segja að þétta þurfi mælanetið í og við jökulinn til þess að meta breytingar sem verða. „Það er erfitt að nota gervihnettina, sem við getum mjög vel beitt víða annars staðar, til þess að sjá breytingar á fjallinu sjálfu,“ segir Ármann. Almannavarnir gáfu út í dag skipulag neyðarrýmingar á svæðinu komi til eldgoss og má finna upplýsingar á íslenski og ensku á vef almannavarna. Áhöfnin á flugvél Landhelgisgæslunnar, TF-SIF, stefndi á að fljúga yfir jökulinn síðdegis í dag, á leið sinni til Miðjarðarhafsins, til þess að taka myndir af jöklinum sem mögulega getað varpað ljósi á það sem er að gerast. Há rafleiðni í ám sem koma undan jöklinum hafa verið nær óbreytt frá því fyrir helgi.Hversu öflug skjálftahrina þyrfti að verða á þessu svæði til þess að þið færuð að að hafa áhyggjur? „Við höfum nú þegar áhyggjur. Ef maður ætlaði að miða við það sem við þekkjum úr sögunni, sérstaklega í kringum 1727, þá var einhver víbríngur og hann var aðeins sterkari þarna rétt fyrir gos,“ Ármann. Ármann segir að fyrirvari verði á því komi til goss í Öræfajökli. „Það eru nú allar líkur á því að við fáum einhvern, allavega nægilegan fyrirvara til þess að fólk fari, komi sér undan. En svo má heldur ekki gleyma því að svona fjöll, það getur tekið þau upp undir tuttugu ár að vakna,“ segir Ármann. Almannavarnir Tengdar fréttir Íbúar rólegir þrátt fyrir hræringar í Öræfajökli "Maður má ekki hræða sig á þessum hlutum,“ segir starfsmaður í söluskálanum Freysnesi. Íbúar í Öræfum eru rólegir þrátt fyrir fréttir síðustu daga. 22. nóvember 2017 07:00 Neyðarrýmingaráætlunin tilbúin Neyðarrýmingaráætlun sem grípa á til verði eldgos í Öræfajökli er tilbúin. Komi til eldgoss er stefnt að því að búið verði að rýma svæðið áður. 22. nóvember 2017 16:38 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Fleiri fréttir Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Sjá meira
Neyðarrýmingaráætlun hefur verið gefin út fyrir svæðið í kringum Öræfajökul komi til eldgoss. Vísindamenn hafa nú þegar áhyggjur af eldgosi þótt ekkert bendi til þess að það sé í vændum. Sprunga sem hefur myndast í gígnum nær að gígbarmi jökulsins. Frá 1. október síðastliðnum hafa orðið 150 jarðskjálftar í og við Öræfajökul, sá stærsti þeirra 3,5 að stærð. Flestir skjálftanna flokkast undir að vera smáskjálftar en allir skjálftar stærri en einn komma tveir skoða jarðvársérfræðingar Veðurstofunnar sérstaklega, en þeir eru orðnir um tuttugu talsins. Vísindamenn hafa í dag og síðustu daga safnað upplýsingum en veður hefur þó sett strik í reikninginn. En helsti eldfjallasérfræðingur landsins sem atburðarásina í jöklinum óeðlilega. „Það er eiginlega nokkuð ljóst að það hefur einhver kvika farið inn í fjallið og það eru þessir skjálftar og allt það. Allt í einu kviknar á fjallinu og miðað við hvar fjallið er að þá er eiginlega eina skýringin sú að það er einhver kvika á ferðinni,“ segir Ármann Höskuldsson, eldfjallafræðingur hjá Jarðvísindadeild Háskóla Íslands. Á gervihnattamyndum sem Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands vinnur með má sjá sprungumyndin í gígnum í Öræfajökli og á nýjustu myndinni má sjá að sprungan teygir sig í átt að Kotárjökli, á sama stað og eldgosið 1727. Vísindamenn segja að þétta þurfi mælanetið í og við jökulinn til þess að meta breytingar sem verða. „Það er erfitt að nota gervihnettina, sem við getum mjög vel beitt víða annars staðar, til þess að sjá breytingar á fjallinu sjálfu,“ segir Ármann. Almannavarnir gáfu út í dag skipulag neyðarrýmingar á svæðinu komi til eldgoss og má finna upplýsingar á íslenski og ensku á vef almannavarna. Áhöfnin á flugvél Landhelgisgæslunnar, TF-SIF, stefndi á að fljúga yfir jökulinn síðdegis í dag, á leið sinni til Miðjarðarhafsins, til þess að taka myndir af jöklinum sem mögulega getað varpað ljósi á það sem er að gerast. Há rafleiðni í ám sem koma undan jöklinum hafa verið nær óbreytt frá því fyrir helgi.Hversu öflug skjálftahrina þyrfti að verða á þessu svæði til þess að þið færuð að að hafa áhyggjur? „Við höfum nú þegar áhyggjur. Ef maður ætlaði að miða við það sem við þekkjum úr sögunni, sérstaklega í kringum 1727, þá var einhver víbríngur og hann var aðeins sterkari þarna rétt fyrir gos,“ Ármann. Ármann segir að fyrirvari verði á því komi til goss í Öræfajökli. „Það eru nú allar líkur á því að við fáum einhvern, allavega nægilegan fyrirvara til þess að fólk fari, komi sér undan. En svo má heldur ekki gleyma því að svona fjöll, það getur tekið þau upp undir tuttugu ár að vakna,“ segir Ármann.
Almannavarnir Tengdar fréttir Íbúar rólegir þrátt fyrir hræringar í Öræfajökli "Maður má ekki hræða sig á þessum hlutum,“ segir starfsmaður í söluskálanum Freysnesi. Íbúar í Öræfum eru rólegir þrátt fyrir fréttir síðustu daga. 22. nóvember 2017 07:00 Neyðarrýmingaráætlunin tilbúin Neyðarrýmingaráætlun sem grípa á til verði eldgos í Öræfajökli er tilbúin. Komi til eldgoss er stefnt að því að búið verði að rýma svæðið áður. 22. nóvember 2017 16:38 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Fleiri fréttir Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Sjá meira
Íbúar rólegir þrátt fyrir hræringar í Öræfajökli "Maður má ekki hræða sig á þessum hlutum,“ segir starfsmaður í söluskálanum Freysnesi. Íbúar í Öræfum eru rólegir þrátt fyrir fréttir síðustu daga. 22. nóvember 2017 07:00
Neyðarrýmingaráætlunin tilbúin Neyðarrýmingaráætlun sem grípa á til verði eldgos í Öræfajökli er tilbúin. Komi til eldgoss er stefnt að því að búið verði að rýma svæðið áður. 22. nóvember 2017 16:38