Blikarnir halda áfram að koma á óvart | Öll úrslit kvöldsins Tómas Þór Þórðarson skrifar 22. nóvember 2017 21:05 Ivory Crawford var stigahæst hjá Keflavík. vísir/eyþór Nýliðar Breiðabliks undir stjórn Hildar Sigurðardóttur halda áfram að koma á óvart í Domino´s-deild kvenna í körfubolta. Blikarnir, sem eru nú þegar búnir að fella risa á borð við Keflavík og Hauka, gerðu sér lítið fyrir og unnu eins stigs sigur, 74-72, á toppliði Vals í Smáranum í kvöld. Bandaríkjamaðurinn Ivory Crawford tryggði Blikunum sigurinn með tveimur skotum á vítalínunni þegar að 30 sekúndur voru eftir en Valskonur náðu ekki að koma sér í framlengingu eða hreinlega vinna leikinn í síðustu sókninni sinni. Valskonur halda toppsætinu þar sem að Stjarnan vann Hauka í dramatískum leik í Garðabænum í kvöld. Leikurinn var í beinni útsendingu á Vísi og má lesa meira um hann hér. Keflavík vann Snæfell, 100-91, í uppgjöri liðanna sem mættust í úrslitum síðastliðið vor en Keflavíkurstúlkur hafa aðeins verið að ranka við sér eftir skelfilega byrjun. Brittany Dinkins skoraði 35 stig fyrir Keflavík og tók þrettán fráköst en THelma Dís Ágústsdóttir skoraði 27 og og Emelía Ósk Gunnarsdóttir skoraði 22 stig. Hin kyngimagnaða Kristin McCarthy átti magnaðan leik fyrir Snæfell en hún skoraði 50 stig og fiskaði ellefu villur. Hún hitti úr 14 af 24 skotum sínum úr teignum, var með 33 prósent þriggja stiga nýtingu og hitti úr þrettán af fjórtán vítaskotum sínum. Keflavík er í fimmta sæti deildarinnar með átta stig eins og Blikarnir en Snæfell er með sex stig. Á botninum er svo Njarðvík án stiga en Ljónynjurnar töpuðu 86-79 fyrir Skallagrími í Borgarnesi í kvöld. Carmen Tyson-Thomas, sem var rekin frá Njarðvík á síðustu leiktíð, hefndi sín á gömlu félögunum og skoraði 47 stig auk þess sem hún tók þrettán fráköst og gaf sex stoðsendingar. Skallagrímur er með tíu stig í fjórða sætinu eftir leiki kvöldsins.Stjarnan-Haukar 76-75 (27-15, 11-21, 18-18, 20-21)Stjarnan: Danielle Victoria Rodriguez 26/13 fráköst/7 stoðsendingar, Ragna Margrét Brynjarsdóttir 15/11 fráköst, Sylvía Rún Hálfdanardóttir 13/14 fráköst, Bríet Sif Hinriksdóttir 13/7 fráköst, María Lind Sigurðardóttir 5/4 fráköst, Jenný Harðardóttir 4.Haukar: Cherise Michelle Daniel 19/4 fráköst/6 stoðsendingar/3 varin skot, Helena Sverrisdóttir 19/20 fráköst/6 stoðsendingar, Rósa Björk Pétursdóttir 14/9 fráköst, Dýrfinna Arnardóttir 7, Anna Lóa Óskarsdóttir 7, Sigrún Björg Ólafsdóttir 6, Þóra Kristín Jónsdóttir 3/5 fráköst.Skallagrímur-Njarðvík 86-79 (20-25, 14-15, 25-12, 27-27)Skallagrímur: Carmen Tyson-Thomas 47/13 fráköst/6 stoðsendingar, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 19/10 fráköst/6 stoðsendingar, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 12/4 fráköst, Guðrún Ósk Ámundadóttir 5/6 fráköst, Jeanne Lois Figueroa Sicat 2, Heiðrún Harpa Ríkharðsdóttir 1/4 fráköst.Njarðvík: Shalonda R. Winton 35/17 fráköst, Björk Gunnarsdótir 9/4 fráköst, Hrund Skúladóttir 8/5 fráköst, Ína María Einarsdóttir 8, Karen Dögg Vilhjálmsdóttir 7/5 fráköst, Erna Freydís Traustadóttir 5, María Jónsdóttir 3/8 fráköst, Linda Þórdís Barðdal Róbertsdóttir 2/4 fráköst.Keflavík-Snæfell 100-91 (26-23, 23-24, 26-28, 25-16)Keflavík: Brittanny Dinkins 35/12 fráköst/13 stoðsendingar, Thelma Dís Ágústsdóttir 27/12 fráköst/5 stoðsendingar, Emelía Ósk Gunnarsdóttir 22, Þóranna Kika Hodge-Carr 6, Birna Valgerður Benónýsdóttir 4, Katla Rún Garðarsdóttir 2, Irena Sól Jónsdóttir 2, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 2.Snæfell: Kristen Denise McCarthy 50/6 fráköst, Berglind Gunnarsdóttir 17/8 fráköst, Anna Soffía Lárusdóttir 10, Sara Diljá Sigurðardóttir 8/5 fráköst, Rebekka Rán Karlsdóttir 4, Júlia Scheving Steindórsdóttir 2/6 fráköst.Breiðablik-Valur 74-72 (15-19, 23-19, 19-18, 17-16)Breiðablik: Ivory Crawford 23/5 fráköst, Sóllilja Bjarnadóttir 13/4 fráköst/5 stoðsendingar, Auður Íris Ólafsdóttir 11/7 fráköst, Lovísa Falsdóttir 9, Marín Laufey Davíðsdóttir 8, Isabella Ósk Sigurðardóttir 7/10 fráköst, Eyrún Ósk Alfreðsdóttir 3, Telma Lind Ásgeirsdóttir 0/5 fráköst/6 stolnir.Valur: Alexandra Petersen 25/10 fráköst, Hallveig Jónsdóttir 13, Elín Sóley Hrafnkelsdóttir 12/10 fráköst, Guðbjörg Sverrisdóttir 9/14 fráköst, Ragnheiður Benónísdóttir 4, Dagbjört Dögg Karlsdóttir 3/8 fráköst, Dagbjört Samúelsdóttir 3, Kristrún Sigurjónsdóttir 3. Dominos-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti Raygun er hætt: Vildi það ekki en verður að hætta Sport Myndir: Skiltin fuku um koll fyrir leikinn mikilvæga í Kópavogi Fótbolti Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Enski boltinn Þurftu að sauma sautján spor í andlit Barcelona stráksins Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Handbolti Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Enski boltinn McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golf Sjáðu dramatíkina í París og öll mörkin úr Meistaradeildinni Fótbolti „Leið eins og ég væri í einhverju sorgarferli“ Fótbolti Fleiri fréttir Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Framlenging Körfuboltakvölds: Njarðvík getur orðið Íslandsmeistari eins og Valur Tvö lið enn ósigruð og Thunder að eiga bestu byrjun í sögu félagsins Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son „Það þarf svo margt að ganga upp til að þeir vinni“ Minnkuðu muninn um tuttugu stig á þremur mínútum gegn gamla liði Elvars Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Sjá meira
Nýliðar Breiðabliks undir stjórn Hildar Sigurðardóttur halda áfram að koma á óvart í Domino´s-deild kvenna í körfubolta. Blikarnir, sem eru nú þegar búnir að fella risa á borð við Keflavík og Hauka, gerðu sér lítið fyrir og unnu eins stigs sigur, 74-72, á toppliði Vals í Smáranum í kvöld. Bandaríkjamaðurinn Ivory Crawford tryggði Blikunum sigurinn með tveimur skotum á vítalínunni þegar að 30 sekúndur voru eftir en Valskonur náðu ekki að koma sér í framlengingu eða hreinlega vinna leikinn í síðustu sókninni sinni. Valskonur halda toppsætinu þar sem að Stjarnan vann Hauka í dramatískum leik í Garðabænum í kvöld. Leikurinn var í beinni útsendingu á Vísi og má lesa meira um hann hér. Keflavík vann Snæfell, 100-91, í uppgjöri liðanna sem mættust í úrslitum síðastliðið vor en Keflavíkurstúlkur hafa aðeins verið að ranka við sér eftir skelfilega byrjun. Brittany Dinkins skoraði 35 stig fyrir Keflavík og tók þrettán fráköst en THelma Dís Ágústsdóttir skoraði 27 og og Emelía Ósk Gunnarsdóttir skoraði 22 stig. Hin kyngimagnaða Kristin McCarthy átti magnaðan leik fyrir Snæfell en hún skoraði 50 stig og fiskaði ellefu villur. Hún hitti úr 14 af 24 skotum sínum úr teignum, var með 33 prósent þriggja stiga nýtingu og hitti úr þrettán af fjórtán vítaskotum sínum. Keflavík er í fimmta sæti deildarinnar með átta stig eins og Blikarnir en Snæfell er með sex stig. Á botninum er svo Njarðvík án stiga en Ljónynjurnar töpuðu 86-79 fyrir Skallagrími í Borgarnesi í kvöld. Carmen Tyson-Thomas, sem var rekin frá Njarðvík á síðustu leiktíð, hefndi sín á gömlu félögunum og skoraði 47 stig auk þess sem hún tók þrettán fráköst og gaf sex stoðsendingar. Skallagrímur er með tíu stig í fjórða sætinu eftir leiki kvöldsins.Stjarnan-Haukar 76-75 (27-15, 11-21, 18-18, 20-21)Stjarnan: Danielle Victoria Rodriguez 26/13 fráköst/7 stoðsendingar, Ragna Margrét Brynjarsdóttir 15/11 fráköst, Sylvía Rún Hálfdanardóttir 13/14 fráköst, Bríet Sif Hinriksdóttir 13/7 fráköst, María Lind Sigurðardóttir 5/4 fráköst, Jenný Harðardóttir 4.Haukar: Cherise Michelle Daniel 19/4 fráköst/6 stoðsendingar/3 varin skot, Helena Sverrisdóttir 19/20 fráköst/6 stoðsendingar, Rósa Björk Pétursdóttir 14/9 fráköst, Dýrfinna Arnardóttir 7, Anna Lóa Óskarsdóttir 7, Sigrún Björg Ólafsdóttir 6, Þóra Kristín Jónsdóttir 3/5 fráköst.Skallagrímur-Njarðvík 86-79 (20-25, 14-15, 25-12, 27-27)Skallagrímur: Carmen Tyson-Thomas 47/13 fráköst/6 stoðsendingar, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 19/10 fráköst/6 stoðsendingar, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 12/4 fráköst, Guðrún Ósk Ámundadóttir 5/6 fráköst, Jeanne Lois Figueroa Sicat 2, Heiðrún Harpa Ríkharðsdóttir 1/4 fráköst.Njarðvík: Shalonda R. Winton 35/17 fráköst, Björk Gunnarsdótir 9/4 fráköst, Hrund Skúladóttir 8/5 fráköst, Ína María Einarsdóttir 8, Karen Dögg Vilhjálmsdóttir 7/5 fráköst, Erna Freydís Traustadóttir 5, María Jónsdóttir 3/8 fráköst, Linda Þórdís Barðdal Róbertsdóttir 2/4 fráköst.Keflavík-Snæfell 100-91 (26-23, 23-24, 26-28, 25-16)Keflavík: Brittanny Dinkins 35/12 fráköst/13 stoðsendingar, Thelma Dís Ágústsdóttir 27/12 fráköst/5 stoðsendingar, Emelía Ósk Gunnarsdóttir 22, Þóranna Kika Hodge-Carr 6, Birna Valgerður Benónýsdóttir 4, Katla Rún Garðarsdóttir 2, Irena Sól Jónsdóttir 2, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 2.Snæfell: Kristen Denise McCarthy 50/6 fráköst, Berglind Gunnarsdóttir 17/8 fráköst, Anna Soffía Lárusdóttir 10, Sara Diljá Sigurðardóttir 8/5 fráköst, Rebekka Rán Karlsdóttir 4, Júlia Scheving Steindórsdóttir 2/6 fráköst.Breiðablik-Valur 74-72 (15-19, 23-19, 19-18, 17-16)Breiðablik: Ivory Crawford 23/5 fráköst, Sóllilja Bjarnadóttir 13/4 fráköst/5 stoðsendingar, Auður Íris Ólafsdóttir 11/7 fráköst, Lovísa Falsdóttir 9, Marín Laufey Davíðsdóttir 8, Isabella Ósk Sigurðardóttir 7/10 fráköst, Eyrún Ósk Alfreðsdóttir 3, Telma Lind Ásgeirsdóttir 0/5 fráköst/6 stolnir.Valur: Alexandra Petersen 25/10 fráköst, Hallveig Jónsdóttir 13, Elín Sóley Hrafnkelsdóttir 12/10 fráköst, Guðbjörg Sverrisdóttir 9/14 fráköst, Ragnheiður Benónísdóttir 4, Dagbjört Dögg Karlsdóttir 3/8 fráköst, Dagbjört Samúelsdóttir 3, Kristrún Sigurjónsdóttir 3.
Dominos-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti Raygun er hætt: Vildi það ekki en verður að hætta Sport Myndir: Skiltin fuku um koll fyrir leikinn mikilvæga í Kópavogi Fótbolti Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Enski boltinn Þurftu að sauma sautján spor í andlit Barcelona stráksins Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Handbolti Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Enski boltinn McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golf Sjáðu dramatíkina í París og öll mörkin úr Meistaradeildinni Fótbolti „Leið eins og ég væri í einhverju sorgarferli“ Fótbolti Fleiri fréttir Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Framlenging Körfuboltakvölds: Njarðvík getur orðið Íslandsmeistari eins og Valur Tvö lið enn ósigruð og Thunder að eiga bestu byrjun í sögu félagsins Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son „Það þarf svo margt að ganga upp til að þeir vinni“ Minnkuðu muninn um tuttugu stig á þremur mínútum gegn gamla liði Elvars Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Sjá meira
Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti
Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti