NBA: Miami endaði sigurgöngu Boston og OKC vann meistarana | Myndbönd Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. nóvember 2017 08:00 Hassan Whiteside fagnar sigri Miami á Boston í nótt. Vísir/Getty Miami Heat endaði sextán leikja sigurgöngu Boston Celtics í NBA-deildinni í körfubolta í nótt, Oklahoma City Thunder vann sannfærandi sigur á meisturum Golden State Warriors og blóðgaður LeBron James leiddi Cleveland Cavaliers til sigurs. Los Angeles Clippers vann líka langþráðan sigur eftir níu töp í röð.Slóvenski Evrópumeistarinn Goran Dragic var með 27 stig og Dion Waiters bætti við 26 stigum þegar Miami Heat vann 104-98 heimasigur á Boston Celtics. Miami var næstum því búið að missa niður 18 stiga forystu í leiknum en Boston minnkaði hana niður í eitt stig. Boston hafði oft áður komið til baka í sextán leikja sigurgöngu sinni en að þessu sinni tókst endurkoman ekki. Þetta er ein lengsta sigurgangan í sögu félagsins en liðið var búið að vinna alla leikina síðan að Boston tapaði fyrstu tveimur leikjum tímabilsins. Þetta var því fyrsta tapið síðan 18. október. Kyrie Irving skoraði 23 stig fyrir Boston liðið, Jayson Tatum var með 18 stig og þeir Jaylen Brown og Marcus Morris skoruðu báðir 14 stig.Russell Westbrook var frábær í 108-91 sigri Oklahoma City Thunder á meisturum Golden State Warriors en hann skoraði 34 stig, tók 10 fráköst og gaf 9 stoðsendingar í leiknum. Þetta var fyrsti sigur OKC liðsins á Golden State síðan að Kevin Durant fór þangað því Warriors vann alla fjóra leiki liðanna á síðasta tímabili. Westbrook var spakur í aðdraganda leiksins og sagði að þetta væri eins og hver annar leikur en hann spilaði ekki þannig. Honum og Durant lenti meðal annars saman í þriðja leikhluta sem endaði með því að báðir fengu tæknivillu. Westbrook fékk líka hjálp frá nýju stjörnufélögunum í nótt því Carmelo Anthony var með 22 stig og Paul George skoraði 20 stig. Það var síðan púað á Kevin Durant í hvert skipti sem hann fékk boltann en hann hitti úr 8 af 17 skotum og endaði með 21 stig. Stephen Curry var stigahæstur hjá Golden State með 24 stig.LeBron James fékk vænt högg í andlitið en lét það ekki stoppa sig þegar hann leiddi Cleveland Cavaliers liðið til 119-109 sigurs á Brooklyn Nets. James skoraði 23 af 33 stigum sínum í fjórða leikhlutanum þar á meðal náði hann að skorað 18 stig í röð hjá Cleveland. James fékk högg í þriðja og skurð fyrir ofan vörina. Hann fór inn og lét sauma nokkur spor áður en hann kom til baka í leikinn og landaði sigrinum nánast upp á eigin spýtur. Kevin Love og Dwyane Wade voru þó báðir með 18 stig en Rondae Hollis-Jefferson skoraði mest fyrir Brooklyn eða 20 stig.Milwaukee Bucks lék án gríska fríksins Giannis Antetokounmpo og fjögurra annarra leikmanna en tókst samt að vinna. Khris Middleton skoraði 40 stig og var með 30 stig þegar Milwaukee Bucks vann 113-107 sigur á Phoenix Suns í framlengdum leik.Trevor Ariza skoraði 25 stig í 125-95 stórsigri Houston Rockets á Denver Nuggets en Chris Paul var með 23 stig og 12 stoðsendingar og James Harden var með 21 stig, 9 stoðsendingar og 8 fráköst þrátt fyrir að hvíla mikið í laufléttum sigri.Joel Embiid var með 28 stig og 12 fráköst í sannfærandi 101-81 sigri Philadelphia 76ers á Portland Trail Blazers. Philadelphia vann 21 stigs sigur á Utah í leiknum á undan og það er því óhætt að segja að þetta unga lið sé farið að líta afar vel út.Blake Griffin náði þrennu þegar Los Angeles Clippers endaði níu leikja taphrinu sína með 116-103 sigri á Atlanta Hawks. Griffin var með 28 stig, 10 fráköst og 10 stoðsendingar í leiknum og Wesley Johnson bætti síðan við 24 stigum.Félagarnir Anthony Davis (29 stig og 11 fráköst) og Demarcus Cousins (24 stig og 15 fráköst) voru alltof erfiðir að eiga fyrir San Antonio Spurs þegar New Orleans Pelicans vann 17 stiga sigur á Spurs, 107-90.Harrison Barnes skoraði sigurkörfuna um leið og flautan gall í 95-94 sigri Dallas Mavericks á Memphis Grizzlies en þetta var sjötta tap Memphis í röð. Barnes endaði með 22 stig en Memphis missti niður 18 stiga forskot frá því í fyrri hálfleik.Tim Hardaway Jr. skoraði 38 stig þar af tólf þeirra í 28-0 spretti í þriðja leikhlutanum þegar New York Knicks vann 108-100 heimasigur á Toronto Raptors. Kristaps Porzingis var með 22 stig og 12 fráköst.Úrslitin úr öllum leikjum NBA-deildarinnar í nótt: Phoenix Suns- Milwaukee Bucks 107-113 (105-105) Utah Jazz- Chicago Bulls 110-80 Houston Rockets- Denver Nuggets 125-95 Memphis Grizzlies- Dallas Mavericks 94-95 Minnesota Timberwolves- Orlando Magic 124-118 New Orleans Pelicans- San Antonio Spurs 107-90 Oklahoma City Thunder- Golden State Warriors 108-91 Atlanta Hawks- Los Angeles Clippers 103-116 Miami Heat- Boston Celtics 104-98 New York Knicks- Toronto Raptors 108-100 Charlotte Hornets- Washington Wizards 129-124 (114-114) Cleveland Cavaliers- Brooklyn Nets 119-109 Philadelphia 76ers- Portland Trail Blazers 101-81 NBA Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskot sitt Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Í beinni: Valur - Tindastóll | Stólarnir á fleygiferð Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Sjá meira
Miami Heat endaði sextán leikja sigurgöngu Boston Celtics í NBA-deildinni í körfubolta í nótt, Oklahoma City Thunder vann sannfærandi sigur á meisturum Golden State Warriors og blóðgaður LeBron James leiddi Cleveland Cavaliers til sigurs. Los Angeles Clippers vann líka langþráðan sigur eftir níu töp í röð.Slóvenski Evrópumeistarinn Goran Dragic var með 27 stig og Dion Waiters bætti við 26 stigum þegar Miami Heat vann 104-98 heimasigur á Boston Celtics. Miami var næstum því búið að missa niður 18 stiga forystu í leiknum en Boston minnkaði hana niður í eitt stig. Boston hafði oft áður komið til baka í sextán leikja sigurgöngu sinni en að þessu sinni tókst endurkoman ekki. Þetta er ein lengsta sigurgangan í sögu félagsins en liðið var búið að vinna alla leikina síðan að Boston tapaði fyrstu tveimur leikjum tímabilsins. Þetta var því fyrsta tapið síðan 18. október. Kyrie Irving skoraði 23 stig fyrir Boston liðið, Jayson Tatum var með 18 stig og þeir Jaylen Brown og Marcus Morris skoruðu báðir 14 stig.Russell Westbrook var frábær í 108-91 sigri Oklahoma City Thunder á meisturum Golden State Warriors en hann skoraði 34 stig, tók 10 fráköst og gaf 9 stoðsendingar í leiknum. Þetta var fyrsti sigur OKC liðsins á Golden State síðan að Kevin Durant fór þangað því Warriors vann alla fjóra leiki liðanna á síðasta tímabili. Westbrook var spakur í aðdraganda leiksins og sagði að þetta væri eins og hver annar leikur en hann spilaði ekki þannig. Honum og Durant lenti meðal annars saman í þriðja leikhluta sem endaði með því að báðir fengu tæknivillu. Westbrook fékk líka hjálp frá nýju stjörnufélögunum í nótt því Carmelo Anthony var með 22 stig og Paul George skoraði 20 stig. Það var síðan púað á Kevin Durant í hvert skipti sem hann fékk boltann en hann hitti úr 8 af 17 skotum og endaði með 21 stig. Stephen Curry var stigahæstur hjá Golden State með 24 stig.LeBron James fékk vænt högg í andlitið en lét það ekki stoppa sig þegar hann leiddi Cleveland Cavaliers liðið til 119-109 sigurs á Brooklyn Nets. James skoraði 23 af 33 stigum sínum í fjórða leikhlutanum þar á meðal náði hann að skorað 18 stig í röð hjá Cleveland. James fékk högg í þriðja og skurð fyrir ofan vörina. Hann fór inn og lét sauma nokkur spor áður en hann kom til baka í leikinn og landaði sigrinum nánast upp á eigin spýtur. Kevin Love og Dwyane Wade voru þó báðir með 18 stig en Rondae Hollis-Jefferson skoraði mest fyrir Brooklyn eða 20 stig.Milwaukee Bucks lék án gríska fríksins Giannis Antetokounmpo og fjögurra annarra leikmanna en tókst samt að vinna. Khris Middleton skoraði 40 stig og var með 30 stig þegar Milwaukee Bucks vann 113-107 sigur á Phoenix Suns í framlengdum leik.Trevor Ariza skoraði 25 stig í 125-95 stórsigri Houston Rockets á Denver Nuggets en Chris Paul var með 23 stig og 12 stoðsendingar og James Harden var með 21 stig, 9 stoðsendingar og 8 fráköst þrátt fyrir að hvíla mikið í laufléttum sigri.Joel Embiid var með 28 stig og 12 fráköst í sannfærandi 101-81 sigri Philadelphia 76ers á Portland Trail Blazers. Philadelphia vann 21 stigs sigur á Utah í leiknum á undan og það er því óhætt að segja að þetta unga lið sé farið að líta afar vel út.Blake Griffin náði þrennu þegar Los Angeles Clippers endaði níu leikja taphrinu sína með 116-103 sigri á Atlanta Hawks. Griffin var með 28 stig, 10 fráköst og 10 stoðsendingar í leiknum og Wesley Johnson bætti síðan við 24 stigum.Félagarnir Anthony Davis (29 stig og 11 fráköst) og Demarcus Cousins (24 stig og 15 fráköst) voru alltof erfiðir að eiga fyrir San Antonio Spurs þegar New Orleans Pelicans vann 17 stiga sigur á Spurs, 107-90.Harrison Barnes skoraði sigurkörfuna um leið og flautan gall í 95-94 sigri Dallas Mavericks á Memphis Grizzlies en þetta var sjötta tap Memphis í röð. Barnes endaði með 22 stig en Memphis missti niður 18 stiga forskot frá því í fyrri hálfleik.Tim Hardaway Jr. skoraði 38 stig þar af tólf þeirra í 28-0 spretti í þriðja leikhlutanum þegar New York Knicks vann 108-100 heimasigur á Toronto Raptors. Kristaps Porzingis var með 22 stig og 12 fráköst.Úrslitin úr öllum leikjum NBA-deildarinnar í nótt: Phoenix Suns- Milwaukee Bucks 107-113 (105-105) Utah Jazz- Chicago Bulls 110-80 Houston Rockets- Denver Nuggets 125-95 Memphis Grizzlies- Dallas Mavericks 94-95 Minnesota Timberwolves- Orlando Magic 124-118 New Orleans Pelicans- San Antonio Spurs 107-90 Oklahoma City Thunder- Golden State Warriors 108-91 Atlanta Hawks- Los Angeles Clippers 103-116 Miami Heat- Boston Celtics 104-98 New York Knicks- Toronto Raptors 108-100 Charlotte Hornets- Washington Wizards 129-124 (114-114) Cleveland Cavaliers- Brooklyn Nets 119-109 Philadelphia 76ers- Portland Trail Blazers 101-81
NBA Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskot sitt Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Í beinni: Valur - Tindastóll | Stólarnir á fleygiferð Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Sjá meira