Brotist inn til foreldra Höskuldar: Kom upp reiði sem ég hef aldrei kynnst áður Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 23. nóvember 2017 11:15 Höskuldur Gunnlaugsson í leik með Breiðabliki. vísir/andri marinó Höskuldur Gunnlaugsson segir frá innbroti á heimili fjölskyldu hans í Kópavogi á Facebook-síðu sinni en Vísir hafði áður greint frá atvikinu. Faðir hans, Gunnlaugur Sigurðsson, lenti í átökum við innbrotsþjóf eftir að hafa reynt í rólegheitum að ræða við hann. Eftir að innbrotsþjófurinn kýldi Gunnlaug og braut í honum tönn ákvað Gunnlaugur að reyna að halda honum þar til lögreglan mætti á svæðið. „Mér fannst mér dálítið klént að láta hann fara fyrst hann var búinn að brjóta úr mér tönn,“ sagði Gunnlaugur. Hann hafði þjófinn undir en sá síðarnefndi náði að teygja sig í stein og slá Gunnlaug með honum. Í framhaldinu komust þeir í burtu, meðal annars með fartölvu af heimilinu, en lögregla hafði hendur í hári þeirra. Gunnlaugur hlaut nokkra áverka, meðal annars missti hann meðvitund og nokkrar tennur. Höskuldur, sem er uppalinn í Breiðabliki og leikur nú með Halmstad í Svíþjóð, segir hann að hann hafi fundið fyrir reiði sem hann hafi aldrei kynnst áður. „Mín fyrstu viðbrögð voru að hefna og ég var við það að hafa samband við alla mína „óprúðustu“ vini og kunningja til að svara með sama hætti og þessir menn höfðu gert.“ Faðir hans náði hins vegar að róa Höskuld og að málið væri komið í hendur yfirvalda. „Mikið sem ég óska þess að ég hefði getað verið á staðnum, en pabbi gamli, sem nýverið varð 67 ára gamall, var allur hinn hressasti í gær,“ segir Höskuldur. Sonurinn lauk færslunni á tilvitnun í föður sinn, sem var ánægður með að hafa haldið í við sér yngri menn. „Þrátt fyrir að vera nokkuð illa farin líkamlega þá lyfti það upp sálinni að finna það að maður getur ennþá tekist á og það við menn á besta aldri.“ Færslu hans má lesa hér fyrir neðan. Íslenski boltinn Tengdar fréttir Innbrotið í Kópavogi: Fannst klént að láta þjófinn fara eftir tannbrotið Gunnlaugur Sigurðsson segist ekkert hafa óttast þegar hann kom að óboðnum gesti á heimili hans undir miðnætti. 23. nóvember 2017 07:45 Mest lesið Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Íslenski boltinn „Ég er ekki búin að kaupa eina einustu jólagjöf“ Sport Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki Körfubolti Í beinni: Aston Villa - Man. City | Lýkur eymd meistaranna? Enski boltinn „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Enski boltinn Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Handbolti Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Enski boltinn Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Handbolti „Svekkjandi fyrir Víkinga“ ef leikurinn fer fram erlendis Fótbolti „Þetta er bara byrjunin hjá mér“ Sport Fleiri fréttir Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Sjá meira
Höskuldur Gunnlaugsson segir frá innbroti á heimili fjölskyldu hans í Kópavogi á Facebook-síðu sinni en Vísir hafði áður greint frá atvikinu. Faðir hans, Gunnlaugur Sigurðsson, lenti í átökum við innbrotsþjóf eftir að hafa reynt í rólegheitum að ræða við hann. Eftir að innbrotsþjófurinn kýldi Gunnlaug og braut í honum tönn ákvað Gunnlaugur að reyna að halda honum þar til lögreglan mætti á svæðið. „Mér fannst mér dálítið klént að láta hann fara fyrst hann var búinn að brjóta úr mér tönn,“ sagði Gunnlaugur. Hann hafði þjófinn undir en sá síðarnefndi náði að teygja sig í stein og slá Gunnlaug með honum. Í framhaldinu komust þeir í burtu, meðal annars með fartölvu af heimilinu, en lögregla hafði hendur í hári þeirra. Gunnlaugur hlaut nokkra áverka, meðal annars missti hann meðvitund og nokkrar tennur. Höskuldur, sem er uppalinn í Breiðabliki og leikur nú með Halmstad í Svíþjóð, segir hann að hann hafi fundið fyrir reiði sem hann hafi aldrei kynnst áður. „Mín fyrstu viðbrögð voru að hefna og ég var við það að hafa samband við alla mína „óprúðustu“ vini og kunningja til að svara með sama hætti og þessir menn höfðu gert.“ Faðir hans náði hins vegar að róa Höskuld og að málið væri komið í hendur yfirvalda. „Mikið sem ég óska þess að ég hefði getað verið á staðnum, en pabbi gamli, sem nýverið varð 67 ára gamall, var allur hinn hressasti í gær,“ segir Höskuldur. Sonurinn lauk færslunni á tilvitnun í föður sinn, sem var ánægður með að hafa haldið í við sér yngri menn. „Þrátt fyrir að vera nokkuð illa farin líkamlega þá lyfti það upp sálinni að finna það að maður getur ennþá tekist á og það við menn á besta aldri.“ Færslu hans má lesa hér fyrir neðan.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Innbrotið í Kópavogi: Fannst klént að láta þjófinn fara eftir tannbrotið Gunnlaugur Sigurðsson segist ekkert hafa óttast þegar hann kom að óboðnum gesti á heimili hans undir miðnætti. 23. nóvember 2017 07:45 Mest lesið Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Íslenski boltinn „Ég er ekki búin að kaupa eina einustu jólagjöf“ Sport Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki Körfubolti Í beinni: Aston Villa - Man. City | Lýkur eymd meistaranna? Enski boltinn „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Enski boltinn Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Handbolti Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Enski boltinn Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Handbolti „Svekkjandi fyrir Víkinga“ ef leikurinn fer fram erlendis Fótbolti „Þetta er bara byrjunin hjá mér“ Sport Fleiri fréttir Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Sjá meira
Innbrotið í Kópavogi: Fannst klént að láta þjófinn fara eftir tannbrotið Gunnlaugur Sigurðsson segist ekkert hafa óttast þegar hann kom að óboðnum gesti á heimili hans undir miðnætti. 23. nóvember 2017 07:45