Sport

Líney Rut kjörin í stjórn EOC, fyrst Íslendinga

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Líney Rut Halldórsdóttir
Líney Rut Halldórsdóttir Mynd/ÍSÍ
Líney Rut Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri ÍSÍ, var kjörin í stjórn Evrópusambands Ólympíunefnda (EOC) í gær. Hún var kjörin í stjórnina til næstu fjögurra ára.

Líney Rut er fyrst Íslendinga til að sitja í stjórn EOC en stjórnin telur alls sextán manns. Hún varð sjötta efst í kjöri um meðstjórnendur þar sem alls 23 voru í framboði en 12 meðstjórnendur sitja í stjórninni.



Aðeins tvær konur verða í stjórn EOC næstu fjögur árin en hin er Daina Gudzineviciute, forseti Ólympíunefndar Litháen.



Í fréttatilkynningu ÍSÍ segir að um sé að ræða stóran sigur fyrir íþróttarhreyfinguna á Íslandi að eiga nú fulltrúa í æðstu samtökum Ólympíuhreyfingarinnar í Evrópu. Jafnframt segir að Líney Rut er vel þekkt innan EOC en hún hefur starfan í ýmsum nefndum og ráðum innan sambandsins.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×