„Við erum við bryggjuna“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. nóvember 2017 09:57 Formennirnir þrír í Ráðherrabústaðnum í liðinni viku þar sem þau hafa fundað um myndun nýrrar ríkisstjórnar. vísir/ernir Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segir að flokkarnir þrír sem átt hafa í stjórnarmyndunarviðræðum síðastliðnar tvær vikur, það er Sjálfstæðisflokkur, Framsókn og Vinstri græn, væru ekki að boða flokksstofnanir til funda í vikunni nema þau væru komin það langt í viðræðunum að þau sæu fram á að ljúka málinu. Þá væntir hann þess að formennirnir nái að ganga frá lausum endum í viðræðunum í dag. „Það er búið að vera planið fyrir helgi að við sjáum til lands og við settum okkur það markmið að ljúka þessu núna um helgina. Auðvitað myndum við ekki boða flokksstofnanir í vikunni nema við værum komin það langt,“ sagði Sigurður Ingi í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem hann ræddi um stjórnarmyndunina. Honum var þá bent á það af þáttastjórnendum að það væri ekki það sama að sjá til lands og vera kominn í land og var spurður að því hvort að formennirnir væru við bryggjuna í viðræðunum. „Já, við erum við bryggjuna,“ svaraði Sigurður Ingi þá. Formennirnir þrír funda fyrir hádegi í dag og munu svo eiga fund með stjórnarandstöðunni, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag, áður en þau funda með þingflokkum sínum klukkan 13. Á þingflokksfundunum verður inntak málefnasamningsins að öllum líkindum kynnt og flokksstofnanir verða síðan boðaðar til funda en Sigurður Ingi sagði í Bítinu að það sé þá stefnt að því að þær komi saman á miðvikudagskvöld. Flokksstofnanirnar þurfa að samþykkja málefnasamninginn svo af ríkisstjórnarsamstarfinum verði. „Við erum komin á þann stað að við erum að ljúka lausum endum í dag og ef það gengur upp, sem ég vænti, þá boðum við þessar flokksstofnanir til funda,“ sagði Sigurður Ingi. Fram kom í Fréttablaðinu í dag að gangi allt eftir sé stefnt að því að fyrsti ríkisráðsfundur nýrrar ríkisstjórnar verði föstudaginn 1. desember næstkomandi, á 99 ára fullveldisafmæli Íslands. Hlusta má á viðtalið við Sigurð Inga í spilaranum hér fyrir neðan.Fréttin hefur verið uppfærð. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Allir vilja fá samgöngumálin Þingflokkar Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknarflokks munu funda í hádeginu í dag um innihald stjórnarsáttmála flokkanna. 27. nóvember 2017 06:00 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Fleiri fréttir „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segir að flokkarnir þrír sem átt hafa í stjórnarmyndunarviðræðum síðastliðnar tvær vikur, það er Sjálfstæðisflokkur, Framsókn og Vinstri græn, væru ekki að boða flokksstofnanir til funda í vikunni nema þau væru komin það langt í viðræðunum að þau sæu fram á að ljúka málinu. Þá væntir hann þess að formennirnir nái að ganga frá lausum endum í viðræðunum í dag. „Það er búið að vera planið fyrir helgi að við sjáum til lands og við settum okkur það markmið að ljúka þessu núna um helgina. Auðvitað myndum við ekki boða flokksstofnanir í vikunni nema við værum komin það langt,“ sagði Sigurður Ingi í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem hann ræddi um stjórnarmyndunina. Honum var þá bent á það af þáttastjórnendum að það væri ekki það sama að sjá til lands og vera kominn í land og var spurður að því hvort að formennirnir væru við bryggjuna í viðræðunum. „Já, við erum við bryggjuna,“ svaraði Sigurður Ingi þá. Formennirnir þrír funda fyrir hádegi í dag og munu svo eiga fund með stjórnarandstöðunni, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag, áður en þau funda með þingflokkum sínum klukkan 13. Á þingflokksfundunum verður inntak málefnasamningsins að öllum líkindum kynnt og flokksstofnanir verða síðan boðaðar til funda en Sigurður Ingi sagði í Bítinu að það sé þá stefnt að því að þær komi saman á miðvikudagskvöld. Flokksstofnanirnar þurfa að samþykkja málefnasamninginn svo af ríkisstjórnarsamstarfinum verði. „Við erum komin á þann stað að við erum að ljúka lausum endum í dag og ef það gengur upp, sem ég vænti, þá boðum við þessar flokksstofnanir til funda,“ sagði Sigurður Ingi. Fram kom í Fréttablaðinu í dag að gangi allt eftir sé stefnt að því að fyrsti ríkisráðsfundur nýrrar ríkisstjórnar verði föstudaginn 1. desember næstkomandi, á 99 ára fullveldisafmæli Íslands. Hlusta má á viðtalið við Sigurð Inga í spilaranum hér fyrir neðan.Fréttin hefur verið uppfærð.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Allir vilja fá samgöngumálin Þingflokkar Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknarflokks munu funda í hádeginu í dag um innihald stjórnarsáttmála flokkanna. 27. nóvember 2017 06:00 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Fleiri fréttir „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Sjá meira
Allir vilja fá samgöngumálin Þingflokkar Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknarflokks munu funda í hádeginu í dag um innihald stjórnarsáttmála flokkanna. 27. nóvember 2017 06:00