Varaformaður VG vonast til að meiri friður verði um stjórnmálin með samstarfinu við Framsókn og Sjálfstæðisflokk Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. nóvember 2017 12:26 Frá fundi formannanna í ráðherrabústaðnum í liðinni viku. Þeir hittust aftur í morgun en málefnasamningurinn er nánast tilbúinn. vísir/ernir Edward Hákon Hujibens, varaformaður Vinstri grænna, vonast til þess að það verði meiri friður um stjórnmálin hér á landi með ríkisstjórnarsamstarfi flokksins við Sjálfstæðisflokk og Framsókn. Þetta kemur fram í orðsendingu varaformannsins til hundruða stuðningsmanna VG á Facebook í dag en þar segir Edward að búið sé að boða flokksráð flokksins til fundar á miðvikudag klukkan 17 þar sem stjórnarsáttmáli flokkanna þrigga verður ræddur og borinn undir atkvæði. Samkvæmt tilkynningu á heimasíðu VG er stefnt að því að fundinum ljúki eigi síðar en klukkan 21. Þá er einnig búið að boða miðstjórn Framsóknarflokksins til fundar þar sem stjórnarsáttmálinn verður ræddur, að því er fram kemur á vef RÚV. Þá er gert ráð fyrir því að flokksráð Sjálfstæðisflokksins komi einnig saman til fundar á miðvikudag til að greiða atkvæði um stjórnarsamstarfið. Ekki er búið að boða til fundarins en það verður að öllum líkindum gert í dag. Í færslu Edwards til stuðningsmanna VG á Facebook í dag kveðst hann vita að miklar tilfinningar séu tengdar samstarfinu við Framsókn og Sjálfstæðisflokk en eins og kunnugt er er mikil ólga innan Vinstri grænna með fyrirhugað samstarf. Edward segir að mörgum finnist erfitt að horfast í augu við þessa mynd og niðurstöður kosninganna. „Ég viðurkenni fúslega að þetta er ekki óskastaðan, en ég ætla að horfa helst á þá ljósu punkta sem eru við þetta samstarf. Það er mikil breidd í þessum þremur flokkum og með því vonast ég til að verði meiri friður um stjórnmálin á Íslandi í kjölfar 9 ára umrótatíma eftir Hrun. Ég vona að þingið fari að endurheimta virðingarstöðu sína með nýjum og bættum vinnubrögðum samstarfs og heilinda. Og ég vona að nú hefjist uppbyggingarskeið innviða, öllum til handa hér á landi, óháð efnahag og félagslegri stöðu. Ég mun horfa eftir því í stjórnarsáttmála hvaða samfélagsbreytingum við erum að ná fram og ætl ég að hampa þeim og leggja mitt á vogarskálar þess að af þeim verði. Hinum sem við viljum öll ná fram, en verða ekki í þessari umferð, ætla ég að halda vandlega til haga og berjast fyrir við hvert tækifæri sem gefst,“ segir Edward í færslunni. Kosningar 2017 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Sjá meira
Edward Hákon Hujibens, varaformaður Vinstri grænna, vonast til þess að það verði meiri friður um stjórnmálin hér á landi með ríkisstjórnarsamstarfi flokksins við Sjálfstæðisflokk og Framsókn. Þetta kemur fram í orðsendingu varaformannsins til hundruða stuðningsmanna VG á Facebook í dag en þar segir Edward að búið sé að boða flokksráð flokksins til fundar á miðvikudag klukkan 17 þar sem stjórnarsáttmáli flokkanna þrigga verður ræddur og borinn undir atkvæði. Samkvæmt tilkynningu á heimasíðu VG er stefnt að því að fundinum ljúki eigi síðar en klukkan 21. Þá er einnig búið að boða miðstjórn Framsóknarflokksins til fundar þar sem stjórnarsáttmálinn verður ræddur, að því er fram kemur á vef RÚV. Þá er gert ráð fyrir því að flokksráð Sjálfstæðisflokksins komi einnig saman til fundar á miðvikudag til að greiða atkvæði um stjórnarsamstarfið. Ekki er búið að boða til fundarins en það verður að öllum líkindum gert í dag. Í færslu Edwards til stuðningsmanna VG á Facebook í dag kveðst hann vita að miklar tilfinningar séu tengdar samstarfinu við Framsókn og Sjálfstæðisflokk en eins og kunnugt er er mikil ólga innan Vinstri grænna með fyrirhugað samstarf. Edward segir að mörgum finnist erfitt að horfast í augu við þessa mynd og niðurstöður kosninganna. „Ég viðurkenni fúslega að þetta er ekki óskastaðan, en ég ætla að horfa helst á þá ljósu punkta sem eru við þetta samstarf. Það er mikil breidd í þessum þremur flokkum og með því vonast ég til að verði meiri friður um stjórnmálin á Íslandi í kjölfar 9 ára umrótatíma eftir Hrun. Ég vona að þingið fari að endurheimta virðingarstöðu sína með nýjum og bættum vinnubrögðum samstarfs og heilinda. Og ég vona að nú hefjist uppbyggingarskeið innviða, öllum til handa hér á landi, óháð efnahag og félagslegri stöðu. Ég mun horfa eftir því í stjórnarsáttmála hvaða samfélagsbreytingum við erum að ná fram og ætl ég að hampa þeim og leggja mitt á vogarskálar þess að af þeim verði. Hinum sem við viljum öll ná fram, en verða ekki í þessari umferð, ætla ég að halda vandlega til haga og berjast fyrir við hvert tækifæri sem gefst,“ segir Edward í færslunni.
Kosningar 2017 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Sjá meira