Kynbundið ofbeldi er samfélagsmein Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar 29. nóvember 2017 07:00 Í haust fór af stað átakið MeToo á samfélagsmiðlum undir myllumerkinu #metoo. Með því vilja konur rjúfa þögnina um kynferðislega áreitni og ofbeldi. Átakið hefur farið eins og eldur í sinu um allan heim. Konur úr flestum starfsstéttum hafa stigið fram og sagt frá kynferðislegri áreitni og ofbeldi sem þær hafa orðið fyrir í starfsumhverfi sínu. Konur sem vinna að því að ná árangri innan sinnar starfsstéttar hafa sagt frá ótrúlegum hindrunum sem orðið hafa á vegi þeirra. Konur í stjórnmálum hafa einnig orðið fyrir slíkri áreitni þegar barátta um áheyrn og jafnrétti til áhrifa er annars vegar. Það hefur haft þær afleiðingar að margar konur hafa ekki treyst sér til að starfa áfram á vettvangi stjórnmálanna. MeToo átakið hvetur konur til að rísa upp gegn kynbundnu ofbeldi, óháð þjóðfélagsstöðu og búsetu. Það fær karlmenn til að leiða hugann að þeim röngu skilaboðum sem þeir eru að senda út og sýnir þeim að slíkt viðmót verður hvorki viðurkennt né umborið. Dagana 28.-30. nóvember verður haldin ráðstefna í Hörpu á vegum Women Political Leaders sem eru alþjóðleg samtök kvenna í stjórnmálum. Ráðstefnan er haldin í samvinnu við Alþingi og munu íslenskar konur í stjórnmálum vera gestgjafar að þessu sinni. Það er óhætt að fullyrða að MeToo átakið mun þjappa konum saman á heimsvísu til að rísa upp gegn kynbundnu ofbeldi og rjúfa þögnina sem fylgt hefur konum í gegnum aldirnar.Opin umræða er besta vopnið Framsókn hefur lagt ríka áherslu á fræðslu og forvarnir til að sporna gegn kynbundnu ofbeldi og vill að sett verði aukið fé í verkefnið svo það megi verða að veruleika. Í ráðherratíð Eyglóar Harðardóttur var sett reglugerð um aðgerðir gegn einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni og ofbeldi á vinnustöðum, nr. 1990/2015. Þar er komið inn á skyldur bæði starfsmanna og atvinnurekenda þegar upp koma slík mál á vinnustöðum og hvaða leiðir eru færar til að uppræta slíkt. Fyrst og síðast er að opin umræða um málefnið er okkur öllum nauðsynleg, því í þögguninni leynast holur fyrir gerendur að dyljast í og halda áfram á sömu braut. Konur á Íslandi geta verið leiðandi í þessari mikilvægu umræðu og stutt kynsystur sínar víðsvegar um heiminn til að standa upp og verjast þessu.Höfundur er þingmaður Framsóknarflokks. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Halla Signý Kristjánsdóttir Mest lesið „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Ævintýralegar eftiráskýringar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Loftslagskvíði Sjálfstæðisflokksins Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson Skoðun Kjósum Vinstri græn til áhrifa Svandísi Svavarsdóttur Skoðun Skoðun Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Iðkum nægjusemi, nýtum náttúruna Borghildur Gunnarsdóttir,Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hægt með krónunni? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Loftslagskvíði Sjálfstæðisflokksins Gunnar Bragi Sveinsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál á Íslandi er langtímaverkefni Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við erum rétt að byrja! Jónína Guðmundsdóttir skrifar Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson skrifar Skoðun Ævintýralegar eftiráskýringar Hildur Sverrisdóttir skrifar Sjá meira
Í haust fór af stað átakið MeToo á samfélagsmiðlum undir myllumerkinu #metoo. Með því vilja konur rjúfa þögnina um kynferðislega áreitni og ofbeldi. Átakið hefur farið eins og eldur í sinu um allan heim. Konur úr flestum starfsstéttum hafa stigið fram og sagt frá kynferðislegri áreitni og ofbeldi sem þær hafa orðið fyrir í starfsumhverfi sínu. Konur sem vinna að því að ná árangri innan sinnar starfsstéttar hafa sagt frá ótrúlegum hindrunum sem orðið hafa á vegi þeirra. Konur í stjórnmálum hafa einnig orðið fyrir slíkri áreitni þegar barátta um áheyrn og jafnrétti til áhrifa er annars vegar. Það hefur haft þær afleiðingar að margar konur hafa ekki treyst sér til að starfa áfram á vettvangi stjórnmálanna. MeToo átakið hvetur konur til að rísa upp gegn kynbundnu ofbeldi, óháð þjóðfélagsstöðu og búsetu. Það fær karlmenn til að leiða hugann að þeim röngu skilaboðum sem þeir eru að senda út og sýnir þeim að slíkt viðmót verður hvorki viðurkennt né umborið. Dagana 28.-30. nóvember verður haldin ráðstefna í Hörpu á vegum Women Political Leaders sem eru alþjóðleg samtök kvenna í stjórnmálum. Ráðstefnan er haldin í samvinnu við Alþingi og munu íslenskar konur í stjórnmálum vera gestgjafar að þessu sinni. Það er óhætt að fullyrða að MeToo átakið mun þjappa konum saman á heimsvísu til að rísa upp gegn kynbundnu ofbeldi og rjúfa þögnina sem fylgt hefur konum í gegnum aldirnar.Opin umræða er besta vopnið Framsókn hefur lagt ríka áherslu á fræðslu og forvarnir til að sporna gegn kynbundnu ofbeldi og vill að sett verði aukið fé í verkefnið svo það megi verða að veruleika. Í ráðherratíð Eyglóar Harðardóttur var sett reglugerð um aðgerðir gegn einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni og ofbeldi á vinnustöðum, nr. 1990/2015. Þar er komið inn á skyldur bæði starfsmanna og atvinnurekenda þegar upp koma slík mál á vinnustöðum og hvaða leiðir eru færar til að uppræta slíkt. Fyrst og síðast er að opin umræða um málefnið er okkur öllum nauðsynleg, því í þögguninni leynast holur fyrir gerendur að dyljast í og halda áfram á sömu braut. Konur á Íslandi geta verið leiðandi í þessari mikilvægu umræðu og stutt kynsystur sínar víðsvegar um heiminn til að standa upp og verjast þessu.Höfundur er þingmaður Framsóknarflokks.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun