Pocahontas-uppnefni Trump sagt kynþáttalast Kjartan Kjartansson skrifar 28. nóvember 2017 16:42 Trump gat ekki stillt sig um að bauna á pólitískan andstæðing við athöfn til heiðurs stríðshetja úr röðum bandarískra frumbyggja í gær. Vísir/AFP Forseti samtaka navajófrumbyggja í Bandaríkjunum segir að Donald Trump forseti hafi notað kynþáttalast þegar hann uppnefndi demókratann Elizabeth Warren „Pocahontas“ á viðburði sem var ætlað að heiðra stríðshetjur úr röðum frumbyggja. Framferði Trump á viðburðinum í Hvíta húsinu hefur vakið mikla athygli og gagnrýni. Tilgangur athafnarinnar var að heiðra navajófrumbyggja sem notuðu tungumál sitt til að dulkóða hernaðarlega mikilvægar upplýsingar í síðari heimsstyrjöldinni. Athöfninni var valinn staður fyrir framan málverk af Andrew Jackson, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, sem skrifaði undir lög árið 1830 sem gáfu honum vald til að flytja frumbyggja nauðungarflutningum af landi sínu. Í ávarpi sínu til að heiðra navajóhermennina kom Trump svo að skoti á Warren, öldungadeildarþingmann demókrata, sem hann hefur lengi uppnefnt „Pocahontas“ vegna þess að hún hélt því eitt sinn fram að hún ætti ættir sínar að rekja til bandarískra frumbyggja. Ekkert bendir til þess að svo sé. „Þið voruð hér löngu á undan okkur. Við erum reyndar með fulltrúa á þingi sem þeir segja að hafi verið hér fyrir löngu. Þeir kalla hana Pocahontas,“ sagði Trump en Warren hefur verið afar gagnrýnin á forsetann. Russell Begaye, forseti Navajóþjóðarinnar, segir að það hafi verið óþarfi hjá Trump að uppnefna Warren á athöfninni. „Þetta var dagur til að heiðra þá og að koma einhverju svona inn, orðinu „Pocahontas“ til að skjóta á öldungadeildarþingmann, þú veist, það á heima í kosningabaráttunni. Það á ekki heima í salnum þar sem er verið að heiðra stríðshetjurnar okkar,“ sagði Bagaye við CNN. Hann segist ennfremur hafa upplifað notkun Trump á nafni frumbyggjastúlkunnar, sem hefur meðal annars verið viðfangsefni Disney-teiknimyndar, sem kynþáttalast. John Norwood, aðalritari samband bandarískra frumbyggja, hefur tekið í sama streng og sagt ummæli Trump „bera keim af rasisma“. Warren sjálf sagði að Trump hefði ítrekað reynt að þagga niður í sér með uppnefnum sem þessum. Honum yrði þó ekki kápan úr því klæðinu. „Það er ákaflega óheppilegt að forseti Bandaríkjanna komist ekki einu sinni í gegnum athöfn til að heiðra þessar hetjur án þess að þurfa að varpa fram kynþáttalasti,“ sagði Warren við MSNBC í gær. Sarah Huckabee Sanders, blaðafulltrúi Hvíta hússins, reyndi að beina gagnrýninni að Warren þegar hún var spurð um ummæli Trump á blaðmannafundi í gær. Fullyrðingar hennar um frumbyggjauppruna sinn væru það sem raunverulega væri móðgandi. Sagði hún það „fáránlegt“ að kalla uppnefni Trump kynþáttalast, að því er kemur fram í frétt Politico. Donald Trump Mest lesið Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump yngri á leið til Grænlands Erlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Erlent Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Innlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Erlent Fleiri fréttir Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Sjá meira
Forseti samtaka navajófrumbyggja í Bandaríkjunum segir að Donald Trump forseti hafi notað kynþáttalast þegar hann uppnefndi demókratann Elizabeth Warren „Pocahontas“ á viðburði sem var ætlað að heiðra stríðshetjur úr röðum frumbyggja. Framferði Trump á viðburðinum í Hvíta húsinu hefur vakið mikla athygli og gagnrýni. Tilgangur athafnarinnar var að heiðra navajófrumbyggja sem notuðu tungumál sitt til að dulkóða hernaðarlega mikilvægar upplýsingar í síðari heimsstyrjöldinni. Athöfninni var valinn staður fyrir framan málverk af Andrew Jackson, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, sem skrifaði undir lög árið 1830 sem gáfu honum vald til að flytja frumbyggja nauðungarflutningum af landi sínu. Í ávarpi sínu til að heiðra navajóhermennina kom Trump svo að skoti á Warren, öldungadeildarþingmann demókrata, sem hann hefur lengi uppnefnt „Pocahontas“ vegna þess að hún hélt því eitt sinn fram að hún ætti ættir sínar að rekja til bandarískra frumbyggja. Ekkert bendir til þess að svo sé. „Þið voruð hér löngu á undan okkur. Við erum reyndar með fulltrúa á þingi sem þeir segja að hafi verið hér fyrir löngu. Þeir kalla hana Pocahontas,“ sagði Trump en Warren hefur verið afar gagnrýnin á forsetann. Russell Begaye, forseti Navajóþjóðarinnar, segir að það hafi verið óþarfi hjá Trump að uppnefna Warren á athöfninni. „Þetta var dagur til að heiðra þá og að koma einhverju svona inn, orðinu „Pocahontas“ til að skjóta á öldungadeildarþingmann, þú veist, það á heima í kosningabaráttunni. Það á ekki heima í salnum þar sem er verið að heiðra stríðshetjurnar okkar,“ sagði Bagaye við CNN. Hann segist ennfremur hafa upplifað notkun Trump á nafni frumbyggjastúlkunnar, sem hefur meðal annars verið viðfangsefni Disney-teiknimyndar, sem kynþáttalast. John Norwood, aðalritari samband bandarískra frumbyggja, hefur tekið í sama streng og sagt ummæli Trump „bera keim af rasisma“. Warren sjálf sagði að Trump hefði ítrekað reynt að þagga niður í sér með uppnefnum sem þessum. Honum yrði þó ekki kápan úr því klæðinu. „Það er ákaflega óheppilegt að forseti Bandaríkjanna komist ekki einu sinni í gegnum athöfn til að heiðra þessar hetjur án þess að þurfa að varpa fram kynþáttalasti,“ sagði Warren við MSNBC í gær. Sarah Huckabee Sanders, blaðafulltrúi Hvíta hússins, reyndi að beina gagnrýninni að Warren þegar hún var spurð um ummæli Trump á blaðmannafundi í gær. Fullyrðingar hennar um frumbyggjauppruna sinn væru það sem raunverulega væri móðgandi. Sagði hún það „fáránlegt“ að kalla uppnefni Trump kynþáttalast, að því er kemur fram í frétt Politico.
Donald Trump Mest lesið Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump yngri á leið til Grænlands Erlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Erlent Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Innlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Erlent Fleiri fréttir Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Sjá meira