Innlent

Þingmenn mættu til funda í fyrsta snjó vetrarins - Myndir

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, mætti til fundar við þingflokk sinn í snjónum í morgun.
Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, mætti til fundar við þingflokk sinn í snjónum í morgun. vísir/eyþór
Þingflokkar Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks komu allir saman til funda í morgun til að fara yfir stöðuna í óformlegum þreifingum sem hafa verið á milli flokkanna undanfarna daga varðandi mögulegt ríkisstjórnarsamstarf.

Eins og vart hefur farið fram hjá íbúum höfuðborgarsvæðisins snjóaði ansi hressilega í gærkvöldi, nótt og morgun og er þetta fyrsti almennilegi snjórinn sem fellur þennan veturinn á suðvesturhorninu.

Þingmenn komu því til funda í snjónum í morgun og náðu ljósmyndarar Vísis og Fréttablaðsins, þeir Eyþór Árnason og Vilhelm Gunnarsson, nokkrum skemmtilegum myndum af þingmönnunum og snjónum. Þær má sjá í syrpunni hér fyrir neðan.

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamálaráðherra, mætti með rjúkandi kaffibolla á þingflokksfund í Valhöll í morgun.vísir/vilhelm
Það snjóaði á Rósu Björk Brynjólfsdóttur, þingmann Vinstri grænna, á leið hennar frá kaffihúsi í miðbænum og í þinghúsið.vísir/eyþór
Lilja Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins, passaði vel upp á það að kuldinn næði ekki að bíta hana þar sem hún skartaði þessari fínu húfu þegar hún kom til fundar í morgun.vísir/eyþór
Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, mætir til þingflokksfundar í morgun.vísir/vilhelm
Þórunn Egilsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, í þinghúsinu í morgun.vísir/eyþór
.
Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, fyrir utan Valhöll í morgun.vísir/vilhelm
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, mætti á þingflokksfund á níunda tímanum í morgun.vísir/eyþór

Tengdar fréttir

Telur ólíklegt að einhver formannanna þriggja fari á Bessastaði í dag

Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, telur ólíklegt að einhver formannanna þriggja, það er að annað hvort hún, formaður Framsóknarflokksins eða formaður Sjálfstæðisflokksins, fari til fundar við Guðna Th. Jóhannesson, forseta Íslands, á Bessastöðum í dag og fái umboð til stjórnarmyndunar.

Vilja kvenskörunga í stjórn

Skiptar skoðanir eru meðal þingmanna um óformlegar viðræður Sjálfstæðismanna, VG og Framsóknar. Katrín mun leiða viðræðurnar ef af þeim verður. Forystumenn á vinstri vængnum hafa ekki misst alla von og vilja sína kvenskörunga í stjórn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×