Körfubolti

Antonio Hester er ökklabrotinn | „Mikið högg fyrir félagið“

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Antonio Hester.
Antonio Hester. Vísir/Anton
Antonio Hester mun ekki leika körfubolta með Tindastól á næstu mánuðum því í dag kom í ljós að hann ökklabrotnaði í sigrinum á Keflavík í Domino´s deild karla í körfubolta í gær.

Tindastólsmenn sendu frá sér fréttatilkynningu í kvöld þar sem kemur fram að Hester hafi ökklabrotnað þegar hann missteig sig illa í fyrri hálfleik í leiknum í gær.



Fréttatilkynning Tindastóls

Eins og svo flestir vita þá meiddist Antonio K Hester leikmaður Tindastóls sig á ökkla í leik liðsins í gærkvöldi.

Eftir að hafa gengið í gegnum margar skoðanir í dag hjá læknum er komin niðurstaði í málið. Hester er ökklabrotinn og er ekkert hægt að horfa fram hjá því, læknar gefa þessu 2-3 mánuði að  Hester nái sér að fullu.

Er þetta vissulega mikið högg fyrir félagið enda um að ræða einn besta leikmann liðsins, en eins og oft hefur verið sagt áður að það hefur aldrei blásið það mikið að það lægi ekki aftur.

f/h stjórnar KKd Tindastóls

Stefán Jónsson formaður.



Antonio Hester fór upp á sjúkrahús áður en leiknum lauk og það kom síðan í ljós í dag hversu alvarleg meiðslin hans eru.

Antonio Hester var kominn með 16 stig og 8 fráköst á aðeins 15 mínútum þegar hann meiddist um miðjan annan leikhluta í gær.

Tindastólsmenn náðu að þjappa sér saman og tryggja sér sinn fimmta sigur í röð í Domino´s deildinni ekki síst þökk sér frammistöðu Péturs Rúnars Birgissonar sem var með 26 stig, 13 stoðsendingar og sex þriggja stiga körfur í leiknum.

Antonio Hester var með 22,5 stig goi 9,0 fráköst að meðaltali í fyrstu sex leikjum Stólanna í Domino´s deildinni en þetta er hans annað tímabil með liðinu.

Hester var með 23,4 stig og 10,8 stoðsendingar að meðaltali á tímabilinu í fyrra.

Hér fyrir neðan má sjá myndband af því þegar Antonio Hester meiddi sig í leiknum í gær en við verðum að vara viðkvæma við þessu myndbandi.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×