Ólíkur boðskapur þeirra Xi og Trumps Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 11. nóvember 2017 07:00 Þótt þeir hafi ekki fundað í einrúmi á leiðtogafundinum hittust Trump og Pútín og tókust í hendur. Nordicphotos/AFP Leiðtogafundur APEC, Samvinnustofnunar Asíu- og Kyrrahafsríkja, var settur í Víetnam í gær. Á meðal þeirra sem tóku til máls á fundinum voru þeir Xi Jinping, forseti Kína, og Donald Trump Bandaríkjaforseti. Útskýrðu þessir tveir valdamestu menn heims stefnur sínar í milliríkjaviðskiptum og var töluverður munur á málflutningi þeirra félaga. Til stóð að Trump myndi funda með Vladimír Pútín, forseta Rússlands, í Víetnam. Bandaríkjamenn ákváðu hins vegar að hætta við fundinn. Aðspurður um ástæðu þess sagði Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands: „Af hverju spyrðu mig um það? Við heyrðum að Trump forseti vildi funda með Pútín forseta. Ég veit ekki hvað þessir skriffinnar hans eru að segja núna.“ Trump tók til máls á leiðtogafundinum á undan Xi og var kjarni boðskapar hans einfaldur: „Bandaríkin í fyrsta sæti.“ Sagði Bandaríkjaforseti að hann myndi ekki leyfa viðskiptahalla Bandaríkjanna gagnvart Asíuríkjum að viðgangast. Hann áfelldist jafnframt ekki Kína eða önnur Asíuríki fyrir að notfæra sér aðgerðaleysi fyrrverandi Bandaríkjaforseta í þessum málum. „Ef ráðamenn viðkomandi ríkja komast upp með það eru þeir bara að vinna vinnuna sína,“ sagði Trump og bætti við: „Ég vildi að fyrri ríkisstjórnir landsins míns hefðu séð hvað var í gangi og að þær hefðu gert eitthvað í þessu. Það gerðu þær ekki en ég mun taka á málinu. Frá og með þessum degi verður samkeppnisstaðan jöfn,“ sagði forsetinn. Sagðist hann alltaf mundu setja Bandaríkin í fyrsta sæti. „Rétt eins og ég býst við því að allir í þessum sal setji ríki sín í fyrsta sæti.“Trump og Xi skemmtu sér vel í Kína.nordicphotos/AFPAuðkýfingurinn var jafnframt harðorður í garð Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar (WTO). Sagði hann að stofnunin virkaði einfaldlega ekki ef aðildarríki virtu ekki regluverk hennar. Þá gagnrýndi hann viðstadda fyrir að hafa ekki afnumið tolla til jafns við Bandaríkin. „Svona vinnubrögð koma niður á mörgum í Bandaríkjunum,“ sagði forsetinn og bætti því við að fríverslun hefði kostað Bandaríkin milljónir starfa. Bandaríkjaforseti sagðist tilbúinn til þess að gera tvíhliða fríverslunarsamning við hvaða Asíu- eða Kyrrahafsríki sem væri tilbúið til þess að viðhalda sanngjörnum viðskiptaháttum. Það þyrfti þó alltaf að grundvallast á gagnkvæmri virðingu og hagnaði beggja ríkja. Fjölhliða fríverslunarsamningar væru hins vegar ekki inni í myndinni. Eitt af fyrstu verkum Trumps þegar hann tók við embætti Bandaríkjaforseta var að draga ríkið út úr fjölhliða fríverslunarsamningi tólf Asíu- og Kyrrahafsríkja, TPP. Andstæðingar Trumps gagnrýndu hann fyrir ákvörðunina og sögðu að samningurinn hefði fært samningsaðila nær Bandaríkjunum og fjær Kína. Forsetinn hélt því aftur á móti fram að samningurinn myndi leiða til þess að fjöldi Bandaríkjamanna missti atvinnu sína. Xi var ekki á sama máli og hinn bandaríski kollegi hans. Hann tók til máls örfáum mínútum eftir að Trump hafði lokið máli sínu og reyndi að styðja þá ímynd sem hann vill skapa Kína sem nýtt stórveldi á sviði fríverslunar. Kínverjinn sagði hnattvæðingu vera sögulega þróun sem ekki yrði snúið við en að endurhugsa þyrfti hugmyndafræðina að baki fríverslun svo verslunin yrði opnari, jafnari og hagkvæmari fyrir alla aðila. Þá varði hann jafnframt fjölhliða viðskiptasamninga og sagði þá vel til þess fallna að hjálpa fátækari ríkjum. „Við ættum að styðja gerð fjölhliða viðskiptasamninga og opna í auknum mæli fyrir milliríkjaviðskipti á svæðinu til þess að minna þróuð aðildarríki geti hagnast meira á milliríkjaviðskiptum og fjárfestingum,“ sagði Xi. Bandaríkjaforseti var staddur í Víetnam vegna tólf daga og fimm ríkja Asíureisu sinnar. Áður hafði hann komið við í Japan, Suður-Kóreu og Kína en næst liggur leiðin til Filippseyja. Á meðan Trump var staddur í Kína var tilkynnt um gerð viðskiptasamninga sem BBC segir virði 250 milljarða Bandaríkjadala. Mikill halli er á viðskiptum Bandaríkjanna við Kína. Í fyrra fluttu Bandaríkin inn kínverskar vörur fyrir 462,6 milljarða dala en bandarískar vörur til Kína fyrir 115,6 milljarða dala. Donald Trump Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump yngri á leið til Grænlands Erlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Innlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Erlent Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Erlent Eldur í bifreið og útihúsgögnum Innlent Fleiri fréttir Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Sjá meira
Leiðtogafundur APEC, Samvinnustofnunar Asíu- og Kyrrahafsríkja, var settur í Víetnam í gær. Á meðal þeirra sem tóku til máls á fundinum voru þeir Xi Jinping, forseti Kína, og Donald Trump Bandaríkjaforseti. Útskýrðu þessir tveir valdamestu menn heims stefnur sínar í milliríkjaviðskiptum og var töluverður munur á málflutningi þeirra félaga. Til stóð að Trump myndi funda með Vladimír Pútín, forseta Rússlands, í Víetnam. Bandaríkjamenn ákváðu hins vegar að hætta við fundinn. Aðspurður um ástæðu þess sagði Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands: „Af hverju spyrðu mig um það? Við heyrðum að Trump forseti vildi funda með Pútín forseta. Ég veit ekki hvað þessir skriffinnar hans eru að segja núna.“ Trump tók til máls á leiðtogafundinum á undan Xi og var kjarni boðskapar hans einfaldur: „Bandaríkin í fyrsta sæti.“ Sagði Bandaríkjaforseti að hann myndi ekki leyfa viðskiptahalla Bandaríkjanna gagnvart Asíuríkjum að viðgangast. Hann áfelldist jafnframt ekki Kína eða önnur Asíuríki fyrir að notfæra sér aðgerðaleysi fyrrverandi Bandaríkjaforseta í þessum málum. „Ef ráðamenn viðkomandi ríkja komast upp með það eru þeir bara að vinna vinnuna sína,“ sagði Trump og bætti við: „Ég vildi að fyrri ríkisstjórnir landsins míns hefðu séð hvað var í gangi og að þær hefðu gert eitthvað í þessu. Það gerðu þær ekki en ég mun taka á málinu. Frá og með þessum degi verður samkeppnisstaðan jöfn,“ sagði forsetinn. Sagðist hann alltaf mundu setja Bandaríkin í fyrsta sæti. „Rétt eins og ég býst við því að allir í þessum sal setji ríki sín í fyrsta sæti.“Trump og Xi skemmtu sér vel í Kína.nordicphotos/AFPAuðkýfingurinn var jafnframt harðorður í garð Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar (WTO). Sagði hann að stofnunin virkaði einfaldlega ekki ef aðildarríki virtu ekki regluverk hennar. Þá gagnrýndi hann viðstadda fyrir að hafa ekki afnumið tolla til jafns við Bandaríkin. „Svona vinnubrögð koma niður á mörgum í Bandaríkjunum,“ sagði forsetinn og bætti því við að fríverslun hefði kostað Bandaríkin milljónir starfa. Bandaríkjaforseti sagðist tilbúinn til þess að gera tvíhliða fríverslunarsamning við hvaða Asíu- eða Kyrrahafsríki sem væri tilbúið til þess að viðhalda sanngjörnum viðskiptaháttum. Það þyrfti þó alltaf að grundvallast á gagnkvæmri virðingu og hagnaði beggja ríkja. Fjölhliða fríverslunarsamningar væru hins vegar ekki inni í myndinni. Eitt af fyrstu verkum Trumps þegar hann tók við embætti Bandaríkjaforseta var að draga ríkið út úr fjölhliða fríverslunarsamningi tólf Asíu- og Kyrrahafsríkja, TPP. Andstæðingar Trumps gagnrýndu hann fyrir ákvörðunina og sögðu að samningurinn hefði fært samningsaðila nær Bandaríkjunum og fjær Kína. Forsetinn hélt því aftur á móti fram að samningurinn myndi leiða til þess að fjöldi Bandaríkjamanna missti atvinnu sína. Xi var ekki á sama máli og hinn bandaríski kollegi hans. Hann tók til máls örfáum mínútum eftir að Trump hafði lokið máli sínu og reyndi að styðja þá ímynd sem hann vill skapa Kína sem nýtt stórveldi á sviði fríverslunar. Kínverjinn sagði hnattvæðingu vera sögulega þróun sem ekki yrði snúið við en að endurhugsa þyrfti hugmyndafræðina að baki fríverslun svo verslunin yrði opnari, jafnari og hagkvæmari fyrir alla aðila. Þá varði hann jafnframt fjölhliða viðskiptasamninga og sagði þá vel til þess fallna að hjálpa fátækari ríkjum. „Við ættum að styðja gerð fjölhliða viðskiptasamninga og opna í auknum mæli fyrir milliríkjaviðskipti á svæðinu til þess að minna þróuð aðildarríki geti hagnast meira á milliríkjaviðskiptum og fjárfestingum,“ sagði Xi. Bandaríkjaforseti var staddur í Víetnam vegna tólf daga og fimm ríkja Asíureisu sinnar. Áður hafði hann komið við í Japan, Suður-Kóreu og Kína en næst liggur leiðin til Filippseyja. Á meðan Trump var staddur í Kína var tilkynnt um gerð viðskiptasamninga sem BBC segir virði 250 milljarða Bandaríkjadala. Mikill halli er á viðskiptum Bandaríkjanna við Kína. Í fyrra fluttu Bandaríkin inn kínverskar vörur fyrir 462,6 milljarða dala en bandarískar vörur til Kína fyrir 115,6 milljarða dala.
Donald Trump Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump yngri á leið til Grænlands Erlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Innlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Erlent Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Erlent Eldur í bifreið og útihúsgögnum Innlent Fleiri fréttir Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Sjá meira