Glamour

Skálað fyrir hönnun

Ritstjórn skrifar
Myndir/Rut Sigurðardóttir
Það var margt um manninn í Iðnó á fimmtudaginn þegar Hönnunarverðlaunin 2017 voru veitt með pompi og pragt. Margt var um manninn enda tækifæri fyrir fólk í hönnunargeiranum að hittast. 

Verðlaunin í ár hlutu arki­tekt­arn­ir Ásmund­ur Hrafn Sturlu­son og Steinþór Kári Kára­son, eig­end­ur arki­tekta­stof­unn­ar Kurt og Pí, fyr­ir hönn­un Mars­hall-húss­ins sem sýn­inga- og veit­ingastaðar, sem þeir leiddu í sam­starfi við ASK arki­tekta.

Einnig hlaut Bláa Lónið viðurkenningu fyrir bestu fjár­fest­ingu í hönn­un en hana hlýtur fyr­ir­tæki sem hef­ur haft hönn­un og arki­tekt­úr að leiðarljósi alla tíð í þeim til­gangi að auka verðmæta­sköp­un og sam­keppn­is­hæfni. 

Eins og sjá má þessum myndum sem ljósmyndarinn Rut Sigurðardóttir tók var gleðin allsráðandi í Iðnó. 

Aðstandendur Bláa Lónsins taka við verðlaununum.
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, fráfarandi ráðherra ferðamála, iðnaðar og nýsköpunar veitti þeim Ásmundi Hrafni Sturlusyni og Steinþóri Kára Kárassyni hönnunarverðlaunin 2017.





×