Óformlegar viðræður halda áfram í dag Þórdís Valsdóttir skrifar 11. nóvember 2017 10:17 Flokkarnir þrír funduðu í allan gærdag eftir þingflokksfundi þeirra. Vísir Óformlegar stjórnarmyndunarviðræður Vinstri grænna, Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks munu halda áfram í dag. Svandís Svavarsdóttir, formaður þingflokks Vinstri grænna, staðfesti það við fréttastofu RÚV í morgun. Vísir hefur reynt að ná tali af formönnum flokkanna þriggja í dag, án árangurs. Ekki er víst hvort einhver formannanna muni ganga á fund forseta í dag og óska eftir umboði til stjórnarmyndunar. Flokkarnir funduðu í allan gærdag og Sigurður Ingi Jóhannsson sagði í gær að það ætti að koma í ljós á næstu dögum hvort flokkarnir fari í formlegar viðræður. Ef flokkarnir þrír mynda saman ríkisstjórn verða þeir með samtals 35 þingmenn. Samkvæmt Edward H. Huijbens, varaformanni Vinstri grænna, er það ófrávíkjanleg krafa flokksins að Katrín Jakobsdóttir, formaður flokksins, verði forsætisráðherra ef til formlegra viðræðna kemur. Þetta kom fram í pistli hans til stuðningsmanna Vinstri grænna á Facebook í gær.Sjá meira: Varaformaður VG segir samstarf við D og B versta bitann að kyngjaSamkvæmt heimildum Fréttablaðsins fer Sjálfstæðisflokkurinn fram á fimm til sex ráðherraembætti í skiptum fyrir forsætið. Möguleg skipting ráðuneyta gæti þá orðið á þann veg að Vinstri græn fái forsætisráðuneytið og tvö önnur að auki, Framsóknarmenn fái tvö til þrjú og Sjálfstæðismenn fimm til sex ráðuneyti. Þingflokkar flokkanna þriggja funduðu snemma í gærmorgun og hófust óformlegu viðræðurnar í kjölfar þess. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Segir að þriggja flokka stjórn með VG og Framsókn væri sterk ríkisstjórn Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að þriggja flokka stjórn með Vinstri grænum og Framsóknarflokknum væri sterk ríkisstjórn. Enn sé þó ekki gott að segja hvort af samstarfi þessara þriggja flokka verði. 10. nóvember 2017 10:52 Samningsstaða Katrínar styrkist með bandalagi þriggja flokka Staða Katrínar Jakobsdóttur í viðræðum flokka um myndun ríkisstjórnar hefur styrkst eftir að Samfylkingin, Píratar og Viðreisn mynduðu með sér bandalag í dag. Þeir flokkar eru tilbúnir til myndunar ríkisstjórnar með Vinstri grænum og Framsóknarflokknum en ætla annars að vinna saman í stjórnarandstöðu. 10. nóvember 2017 18:30 Bjarni þarf fimm eða sex ráðherraembætti Það skýrist um helgina hvort Sjálfstæðismenn, Framsóknarflokkur og Vinstri græn hefja formlegar viðræður um stjórnarmyndun. 11. nóvember 2017 07:00 Varaformaður VG segir samstarf við D og B „versta bitann að kyngja“ Edward H. Huijbens reynir að lægja öldurnar innan raða Vinstri grænna þar sem sitt sýnist hverjum um samstarf við Sjálfstæðisflokkinn og Framsókn. 10. nóvember 2017 23:09 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti Erlent Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Innlent Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Innlent Bílarnir dregnir upp úr sjónum Innlent Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Innlent Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Erlent Skipverji brotnaði og móttöku frestað Innlent Fleiri fréttir Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Líkamsárásir, skemmdarverk og klifurslys Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Sjá meira
Óformlegar stjórnarmyndunarviðræður Vinstri grænna, Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks munu halda áfram í dag. Svandís Svavarsdóttir, formaður þingflokks Vinstri grænna, staðfesti það við fréttastofu RÚV í morgun. Vísir hefur reynt að ná tali af formönnum flokkanna þriggja í dag, án árangurs. Ekki er víst hvort einhver formannanna muni ganga á fund forseta í dag og óska eftir umboði til stjórnarmyndunar. Flokkarnir funduðu í allan gærdag og Sigurður Ingi Jóhannsson sagði í gær að það ætti að koma í ljós á næstu dögum hvort flokkarnir fari í formlegar viðræður. Ef flokkarnir þrír mynda saman ríkisstjórn verða þeir með samtals 35 þingmenn. Samkvæmt Edward H. Huijbens, varaformanni Vinstri grænna, er það ófrávíkjanleg krafa flokksins að Katrín Jakobsdóttir, formaður flokksins, verði forsætisráðherra ef til formlegra viðræðna kemur. Þetta kom fram í pistli hans til stuðningsmanna Vinstri grænna á Facebook í gær.Sjá meira: Varaformaður VG segir samstarf við D og B versta bitann að kyngjaSamkvæmt heimildum Fréttablaðsins fer Sjálfstæðisflokkurinn fram á fimm til sex ráðherraembætti í skiptum fyrir forsætið. Möguleg skipting ráðuneyta gæti þá orðið á þann veg að Vinstri græn fái forsætisráðuneytið og tvö önnur að auki, Framsóknarmenn fái tvö til þrjú og Sjálfstæðismenn fimm til sex ráðuneyti. Þingflokkar flokkanna þriggja funduðu snemma í gærmorgun og hófust óformlegu viðræðurnar í kjölfar þess.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Segir að þriggja flokka stjórn með VG og Framsókn væri sterk ríkisstjórn Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að þriggja flokka stjórn með Vinstri grænum og Framsóknarflokknum væri sterk ríkisstjórn. Enn sé þó ekki gott að segja hvort af samstarfi þessara þriggja flokka verði. 10. nóvember 2017 10:52 Samningsstaða Katrínar styrkist með bandalagi þriggja flokka Staða Katrínar Jakobsdóttur í viðræðum flokka um myndun ríkisstjórnar hefur styrkst eftir að Samfylkingin, Píratar og Viðreisn mynduðu með sér bandalag í dag. Þeir flokkar eru tilbúnir til myndunar ríkisstjórnar með Vinstri grænum og Framsóknarflokknum en ætla annars að vinna saman í stjórnarandstöðu. 10. nóvember 2017 18:30 Bjarni þarf fimm eða sex ráðherraembætti Það skýrist um helgina hvort Sjálfstæðismenn, Framsóknarflokkur og Vinstri græn hefja formlegar viðræður um stjórnarmyndun. 11. nóvember 2017 07:00 Varaformaður VG segir samstarf við D og B „versta bitann að kyngja“ Edward H. Huijbens reynir að lægja öldurnar innan raða Vinstri grænna þar sem sitt sýnist hverjum um samstarf við Sjálfstæðisflokkinn og Framsókn. 10. nóvember 2017 23:09 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti Erlent Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Innlent Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Innlent Bílarnir dregnir upp úr sjónum Innlent Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Innlent Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Erlent Skipverji brotnaði og móttöku frestað Innlent Fleiri fréttir Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Líkamsárásir, skemmdarverk og klifurslys Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Sjá meira
Segir að þriggja flokka stjórn með VG og Framsókn væri sterk ríkisstjórn Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að þriggja flokka stjórn með Vinstri grænum og Framsóknarflokknum væri sterk ríkisstjórn. Enn sé þó ekki gott að segja hvort af samstarfi þessara þriggja flokka verði. 10. nóvember 2017 10:52
Samningsstaða Katrínar styrkist með bandalagi þriggja flokka Staða Katrínar Jakobsdóttur í viðræðum flokka um myndun ríkisstjórnar hefur styrkst eftir að Samfylkingin, Píratar og Viðreisn mynduðu með sér bandalag í dag. Þeir flokkar eru tilbúnir til myndunar ríkisstjórnar með Vinstri grænum og Framsóknarflokknum en ætla annars að vinna saman í stjórnarandstöðu. 10. nóvember 2017 18:30
Bjarni þarf fimm eða sex ráðherraembætti Það skýrist um helgina hvort Sjálfstæðismenn, Framsóknarflokkur og Vinstri græn hefja formlegar viðræður um stjórnarmyndun. 11. nóvember 2017 07:00
Varaformaður VG segir samstarf við D og B „versta bitann að kyngja“ Edward H. Huijbens reynir að lægja öldurnar innan raða Vinstri grænna þar sem sitt sýnist hverjum um samstarf við Sjálfstæðisflokkinn og Framsókn. 10. nóvember 2017 23:09