Óformlegar viðræður halda áfram í dag Þórdís Valsdóttir skrifar 11. nóvember 2017 10:17 Flokkarnir þrír funduðu í allan gærdag eftir þingflokksfundi þeirra. Vísir Óformlegar stjórnarmyndunarviðræður Vinstri grænna, Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks munu halda áfram í dag. Svandís Svavarsdóttir, formaður þingflokks Vinstri grænna, staðfesti það við fréttastofu RÚV í morgun. Vísir hefur reynt að ná tali af formönnum flokkanna þriggja í dag, án árangurs. Ekki er víst hvort einhver formannanna muni ganga á fund forseta í dag og óska eftir umboði til stjórnarmyndunar. Flokkarnir funduðu í allan gærdag og Sigurður Ingi Jóhannsson sagði í gær að það ætti að koma í ljós á næstu dögum hvort flokkarnir fari í formlegar viðræður. Ef flokkarnir þrír mynda saman ríkisstjórn verða þeir með samtals 35 þingmenn. Samkvæmt Edward H. Huijbens, varaformanni Vinstri grænna, er það ófrávíkjanleg krafa flokksins að Katrín Jakobsdóttir, formaður flokksins, verði forsætisráðherra ef til formlegra viðræðna kemur. Þetta kom fram í pistli hans til stuðningsmanna Vinstri grænna á Facebook í gær.Sjá meira: Varaformaður VG segir samstarf við D og B versta bitann að kyngjaSamkvæmt heimildum Fréttablaðsins fer Sjálfstæðisflokkurinn fram á fimm til sex ráðherraembætti í skiptum fyrir forsætið. Möguleg skipting ráðuneyta gæti þá orðið á þann veg að Vinstri græn fái forsætisráðuneytið og tvö önnur að auki, Framsóknarmenn fái tvö til þrjú og Sjálfstæðismenn fimm til sex ráðuneyti. Þingflokkar flokkanna þriggja funduðu snemma í gærmorgun og hófust óformlegu viðræðurnar í kjölfar þess. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Segir að þriggja flokka stjórn með VG og Framsókn væri sterk ríkisstjórn Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að þriggja flokka stjórn með Vinstri grænum og Framsóknarflokknum væri sterk ríkisstjórn. Enn sé þó ekki gott að segja hvort af samstarfi þessara þriggja flokka verði. 10. nóvember 2017 10:52 Samningsstaða Katrínar styrkist með bandalagi þriggja flokka Staða Katrínar Jakobsdóttur í viðræðum flokka um myndun ríkisstjórnar hefur styrkst eftir að Samfylkingin, Píratar og Viðreisn mynduðu með sér bandalag í dag. Þeir flokkar eru tilbúnir til myndunar ríkisstjórnar með Vinstri grænum og Framsóknarflokknum en ætla annars að vinna saman í stjórnarandstöðu. 10. nóvember 2017 18:30 Bjarni þarf fimm eða sex ráðherraembætti Það skýrist um helgina hvort Sjálfstæðismenn, Framsóknarflokkur og Vinstri græn hefja formlegar viðræður um stjórnarmyndun. 11. nóvember 2017 07:00 Varaformaður VG segir samstarf við D og B „versta bitann að kyngja“ Edward H. Huijbens reynir að lægja öldurnar innan raða Vinstri grænna þar sem sitt sýnist hverjum um samstarf við Sjálfstæðisflokkinn og Framsókn. 10. nóvember 2017 23:09 Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent Fleiri fréttir Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Sjá meira
Óformlegar stjórnarmyndunarviðræður Vinstri grænna, Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks munu halda áfram í dag. Svandís Svavarsdóttir, formaður þingflokks Vinstri grænna, staðfesti það við fréttastofu RÚV í morgun. Vísir hefur reynt að ná tali af formönnum flokkanna þriggja í dag, án árangurs. Ekki er víst hvort einhver formannanna muni ganga á fund forseta í dag og óska eftir umboði til stjórnarmyndunar. Flokkarnir funduðu í allan gærdag og Sigurður Ingi Jóhannsson sagði í gær að það ætti að koma í ljós á næstu dögum hvort flokkarnir fari í formlegar viðræður. Ef flokkarnir þrír mynda saman ríkisstjórn verða þeir með samtals 35 þingmenn. Samkvæmt Edward H. Huijbens, varaformanni Vinstri grænna, er það ófrávíkjanleg krafa flokksins að Katrín Jakobsdóttir, formaður flokksins, verði forsætisráðherra ef til formlegra viðræðna kemur. Þetta kom fram í pistli hans til stuðningsmanna Vinstri grænna á Facebook í gær.Sjá meira: Varaformaður VG segir samstarf við D og B versta bitann að kyngjaSamkvæmt heimildum Fréttablaðsins fer Sjálfstæðisflokkurinn fram á fimm til sex ráðherraembætti í skiptum fyrir forsætið. Möguleg skipting ráðuneyta gæti þá orðið á þann veg að Vinstri græn fái forsætisráðuneytið og tvö önnur að auki, Framsóknarmenn fái tvö til þrjú og Sjálfstæðismenn fimm til sex ráðuneyti. Þingflokkar flokkanna þriggja funduðu snemma í gærmorgun og hófust óformlegu viðræðurnar í kjölfar þess.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Segir að þriggja flokka stjórn með VG og Framsókn væri sterk ríkisstjórn Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að þriggja flokka stjórn með Vinstri grænum og Framsóknarflokknum væri sterk ríkisstjórn. Enn sé þó ekki gott að segja hvort af samstarfi þessara þriggja flokka verði. 10. nóvember 2017 10:52 Samningsstaða Katrínar styrkist með bandalagi þriggja flokka Staða Katrínar Jakobsdóttur í viðræðum flokka um myndun ríkisstjórnar hefur styrkst eftir að Samfylkingin, Píratar og Viðreisn mynduðu með sér bandalag í dag. Þeir flokkar eru tilbúnir til myndunar ríkisstjórnar með Vinstri grænum og Framsóknarflokknum en ætla annars að vinna saman í stjórnarandstöðu. 10. nóvember 2017 18:30 Bjarni þarf fimm eða sex ráðherraembætti Það skýrist um helgina hvort Sjálfstæðismenn, Framsóknarflokkur og Vinstri græn hefja formlegar viðræður um stjórnarmyndun. 11. nóvember 2017 07:00 Varaformaður VG segir samstarf við D og B „versta bitann að kyngja“ Edward H. Huijbens reynir að lægja öldurnar innan raða Vinstri grænna þar sem sitt sýnist hverjum um samstarf við Sjálfstæðisflokkinn og Framsókn. 10. nóvember 2017 23:09 Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent Fleiri fréttir Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Sjá meira
Segir að þriggja flokka stjórn með VG og Framsókn væri sterk ríkisstjórn Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að þriggja flokka stjórn með Vinstri grænum og Framsóknarflokknum væri sterk ríkisstjórn. Enn sé þó ekki gott að segja hvort af samstarfi þessara þriggja flokka verði. 10. nóvember 2017 10:52
Samningsstaða Katrínar styrkist með bandalagi þriggja flokka Staða Katrínar Jakobsdóttur í viðræðum flokka um myndun ríkisstjórnar hefur styrkst eftir að Samfylkingin, Píratar og Viðreisn mynduðu með sér bandalag í dag. Þeir flokkar eru tilbúnir til myndunar ríkisstjórnar með Vinstri grænum og Framsóknarflokknum en ætla annars að vinna saman í stjórnarandstöðu. 10. nóvember 2017 18:30
Bjarni þarf fimm eða sex ráðherraembætti Það skýrist um helgina hvort Sjálfstæðismenn, Framsóknarflokkur og Vinstri græn hefja formlegar viðræður um stjórnarmyndun. 11. nóvember 2017 07:00
Varaformaður VG segir samstarf við D og B „versta bitann að kyngja“ Edward H. Huijbens reynir að lægja öldurnar innan raða Vinstri grænna þar sem sitt sýnist hverjum um samstarf við Sjálfstæðisflokkinn og Framsókn. 10. nóvember 2017 23:09