Yfirmaður CIA ósammála Trump Samúel Karl Ólason skrifar 11. nóvember 2017 17:45 Donald Trump og Vladimir Putin í dag. Vísir/AFP Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segist trúa því að Rússar hafi ekki reynt að hafa afskipti af forsetakosningunum í Bandaríkjunum í fyrra. Þrátt fyrir að leyniþjónustur Bandaríkjanna hafa, meðal annarra, komist að annarri niðurstöðu. Þess í stað gagnrýndi Trump fyrrverandi yfirmenn öryggisstofnana í Bandaríkjunum og sagði niðurstöðu þeirra byggða á pólitík. Yfirmaður Leyniþjónustu Bandaríkjanna, CIA, sem ráðinn var af Donald Trump, segist standa við niðurstöður stofnunarinnar. Meðal þess sem yfirvöld í Rússlandi gerðu var að stela þúsundum tölvupósta úr tölvukerfi landsnefndar Demókrataflokksins og dreifa þeim á internetinu og dreifa fölskum upplýsingum til að hjálpa Trump að vinna mótframbjóðanda sinn, Hillary Clinton. Forsetarnir hittustu í Danang í Víetnam í dag á fundi Samvinnustofnunar Asíu- og Kyrrahafsríkja, APEC, og Trump sagði blaðamönnum eftir fundinn að þeir hefðu rætt kosningarnar og afskiptin. „Hann sagðist ekki hafa haft nein afskipti af kosningunum. Ég spurði hann aftur. Það er ekki hægt að spyrja hann endalaust...Hann sagðist alls ekki hafa haft afskipti af kosningum okkar. Hann gerði ekki það sem þeir eru að saka hann um,“ sagði Trump, samkvæmt frétt Washington Post. „Í hvert einasta sinn sem hann hittir mig, segir hann: Ég gerði þetta ekki, og ég trúi. Ég trúi því honum sé alvara.“Segir að rannsóknin muni kosta líf Trump bætti því við að hann taldi Putin vera móðgaðan yfir þessum síendurteknu ásökunum. Hann sagði einnig að þessar ásakanir og nokkrar rannsóknir sem snúa að afskiptunum og mögulegu samstarfi framboðs Trump, væru runnar undan rifjum demókrata og að fólk myndi deyja vegna þeirra. „Að eiga gott samband við Rússland er frábær, frábær hlutur. Þessi gerviárás demókrata er fyrir því sambandi. Fólk mun deyja vegna þessa,“ sagði Trump samkvæmt AP fréttaveitunni.Talsmaður Putin sagði CNN þó að forsetarnir hefðu ekki rætt kosningarnar, þó Trump haldi því fram. Mike Pompeo, yfirmaður CIA, segist þó standa við niðurstöður stofnunarinnar.Rússar gáfu í dag út yfirlýsingu um að Putin og Trump hefðu komist að samkomulagi varðandi framtíð Sýrlands, nú þegar Íslamska ríkið hefur að mestu verið rekið þaðan. Umrætt samkomulag felur í sér að búa til friðarsvæði í Sýrlandi, koma í veg fyrir átök á milli Bandarískra hermanna og rússneskra og vinna að friðarsamkomulagi. Trump sagði blaðamönnum eftir fund hans við Putin að þeir hefðu náð samkomulagi um Sýrland mjög fljótt. Hann lofaði Putin og sagði þá eiga í góðu sambandi. „Við virðumst ná vel saman og eiga í góðu sambandi, sérstaklega miðað við að við þekkjumst ekki það vel,“ sagði Trump. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Segir Trump yngri hafa boðið greiða gegn gögnum um Clinton Natalia Veselnitskaya segir hann hafa beðið um sönnunargögn um að fjármunir hefðu borist til framboðs Hillary Clinton með ólöglegum hætti. 6. nóvember 2017 15:40 Trump segir að Pútín hafi ekki skipt sér af Bandaríkjaforseti segir að Rússlandsforseti hafi fullyrt við sig í samtali að hann hafi ekki skipt sér af bandarísku forsetakosningunum á næsta ári. 11. nóvember 2017 12:27 Ráðgjafi framboðs Trump hitti fulltrúa Rússa í fyrra Frekari staðfestingar eru nú að koma fram um samskipti fulltrúa framboðs Donalds Trump við rússneska embættismenn í kosningabaráttunni í fyrra. 4. nóvember 2017 09:17 Trump jós Xi Jinping lofi Hann sagði samband þerra vera frábært og vildi ekki gagnrýna Xi fyrir viðskiptahalla á milli ríkjanna. 9. nóvember 2017 12:00 Mest lesið Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump yngri á leið til Grænlands Erlent Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Innlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Erlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Erlent Fleiri fréttir Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segist trúa því að Rússar hafi ekki reynt að hafa afskipti af forsetakosningunum í Bandaríkjunum í fyrra. Þrátt fyrir að leyniþjónustur Bandaríkjanna hafa, meðal annarra, komist að annarri niðurstöðu. Þess í stað gagnrýndi Trump fyrrverandi yfirmenn öryggisstofnana í Bandaríkjunum og sagði niðurstöðu þeirra byggða á pólitík. Yfirmaður Leyniþjónustu Bandaríkjanna, CIA, sem ráðinn var af Donald Trump, segist standa við niðurstöður stofnunarinnar. Meðal þess sem yfirvöld í Rússlandi gerðu var að stela þúsundum tölvupósta úr tölvukerfi landsnefndar Demókrataflokksins og dreifa þeim á internetinu og dreifa fölskum upplýsingum til að hjálpa Trump að vinna mótframbjóðanda sinn, Hillary Clinton. Forsetarnir hittustu í Danang í Víetnam í dag á fundi Samvinnustofnunar Asíu- og Kyrrahafsríkja, APEC, og Trump sagði blaðamönnum eftir fundinn að þeir hefðu rætt kosningarnar og afskiptin. „Hann sagðist ekki hafa haft nein afskipti af kosningunum. Ég spurði hann aftur. Það er ekki hægt að spyrja hann endalaust...Hann sagðist alls ekki hafa haft afskipti af kosningum okkar. Hann gerði ekki það sem þeir eru að saka hann um,“ sagði Trump, samkvæmt frétt Washington Post. „Í hvert einasta sinn sem hann hittir mig, segir hann: Ég gerði þetta ekki, og ég trúi. Ég trúi því honum sé alvara.“Segir að rannsóknin muni kosta líf Trump bætti því við að hann taldi Putin vera móðgaðan yfir þessum síendurteknu ásökunum. Hann sagði einnig að þessar ásakanir og nokkrar rannsóknir sem snúa að afskiptunum og mögulegu samstarfi framboðs Trump, væru runnar undan rifjum demókrata og að fólk myndi deyja vegna þeirra. „Að eiga gott samband við Rússland er frábær, frábær hlutur. Þessi gerviárás demókrata er fyrir því sambandi. Fólk mun deyja vegna þessa,“ sagði Trump samkvæmt AP fréttaveitunni.Talsmaður Putin sagði CNN þó að forsetarnir hefðu ekki rætt kosningarnar, þó Trump haldi því fram. Mike Pompeo, yfirmaður CIA, segist þó standa við niðurstöður stofnunarinnar.Rússar gáfu í dag út yfirlýsingu um að Putin og Trump hefðu komist að samkomulagi varðandi framtíð Sýrlands, nú þegar Íslamska ríkið hefur að mestu verið rekið þaðan. Umrætt samkomulag felur í sér að búa til friðarsvæði í Sýrlandi, koma í veg fyrir átök á milli Bandarískra hermanna og rússneskra og vinna að friðarsamkomulagi. Trump sagði blaðamönnum eftir fund hans við Putin að þeir hefðu náð samkomulagi um Sýrland mjög fljótt. Hann lofaði Putin og sagði þá eiga í góðu sambandi. „Við virðumst ná vel saman og eiga í góðu sambandi, sérstaklega miðað við að við þekkjumst ekki það vel,“ sagði Trump.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Segir Trump yngri hafa boðið greiða gegn gögnum um Clinton Natalia Veselnitskaya segir hann hafa beðið um sönnunargögn um að fjármunir hefðu borist til framboðs Hillary Clinton með ólöglegum hætti. 6. nóvember 2017 15:40 Trump segir að Pútín hafi ekki skipt sér af Bandaríkjaforseti segir að Rússlandsforseti hafi fullyrt við sig í samtali að hann hafi ekki skipt sér af bandarísku forsetakosningunum á næsta ári. 11. nóvember 2017 12:27 Ráðgjafi framboðs Trump hitti fulltrúa Rússa í fyrra Frekari staðfestingar eru nú að koma fram um samskipti fulltrúa framboðs Donalds Trump við rússneska embættismenn í kosningabaráttunni í fyrra. 4. nóvember 2017 09:17 Trump jós Xi Jinping lofi Hann sagði samband þerra vera frábært og vildi ekki gagnrýna Xi fyrir viðskiptahalla á milli ríkjanna. 9. nóvember 2017 12:00 Mest lesið Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump yngri á leið til Grænlands Erlent Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Innlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Erlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Erlent Fleiri fréttir Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Sjá meira
Segir Trump yngri hafa boðið greiða gegn gögnum um Clinton Natalia Veselnitskaya segir hann hafa beðið um sönnunargögn um að fjármunir hefðu borist til framboðs Hillary Clinton með ólöglegum hætti. 6. nóvember 2017 15:40
Trump segir að Pútín hafi ekki skipt sér af Bandaríkjaforseti segir að Rússlandsforseti hafi fullyrt við sig í samtali að hann hafi ekki skipt sér af bandarísku forsetakosningunum á næsta ári. 11. nóvember 2017 12:27
Ráðgjafi framboðs Trump hitti fulltrúa Rússa í fyrra Frekari staðfestingar eru nú að koma fram um samskipti fulltrúa framboðs Donalds Trump við rússneska embættismenn í kosningabaráttunni í fyrra. 4. nóvember 2017 09:17
Trump jós Xi Jinping lofi Hann sagði samband þerra vera frábært og vildi ekki gagnrýna Xi fyrir viðskiptahalla á milli ríkjanna. 9. nóvember 2017 12:00