Erum að hugsa tvö til þrjú ár fram í tímann Henry Birgir Gunnarsson skrifar 14. nóvember 2017 06:00 Heimir Hallgrímsson nýtur lífsins í Katar. vísir/eyþór „Síðustu dagar hafa verið mjög góðir. Þessi ferð er blanda af afslöppun og að hrista hópinn saman á öðrum sviðum en fótbolta. Það hefur í raun allt heppnast þannig að ég held að það séu allir ánægðir með þetta,“ segir Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari en á meðan mörg af stærstu landsliðum Evrópu berjast um sæti á HM er íslenska landsliðið að sleikja sólina í Katar og leika sér á sjóköttum og kameldýrum. Það er þó verið að spila fótbolta líka. Strákarnir eru þegar búnir að spila við Tékka og í dag spila þeir gegn heimamönnum í Katar. „Það er hart að dæma menn eftir leikinn gegn Tékkum því hann var erfiður á margan hátt. Við höfum samt notað nokkra punkta úr þeim leik til að búa okkur undir Katar-leikinn. Það verður allt öðruvísi leikur,“ segir Heimir en hvernig leik er hann að búast við?Gæti verið opinn leikur „Þetta gæti orðið opinn leikur. Katar er með léttleikandi og hraða leikmenn. Góðir með boltann og vilja taka menn á. Spila hratt með jörðinni. Við ætlum aftur á móti að skipta leiknum í tvennt og gera tvo mismunandi hluti. Við munum skipta mörgum inn í hálfleik. Við munum jafnvel vera með sitt hvora leikaðferðina í hvorum hálfleik.“ Heimir gaf það út fyrir ferðina að þessir leikir væru tækifæri fyrir þá sem hefðu minna spilað til þess að sanna sig. „Við viljum sjá alla spila og það munu allir fá einhvern tíma á vellinum. Það er líka jákvætt að sem flestir fái að spila til þess að auka breiddina og fleiri séu tilbúnir að stökkva inn. Það er tilgangurinn með þessu verkefni. Ekki endilega að ná í jákvæð úrslit,“ segir þjálfarinn sem hefur verið ánægður með framlag leikmanna á æfingum. „Við höfum getað æft marga praktíska hluti og við erum líka að hugsa lengra en til Rússlands. Erum að hugsa tvö til þrjú ár fram í tímann þar sem bíða mörg erfið og skemmtileg verkefni. Þá viljum við geta leitað í stóran og breiðan hóp.“Diego á ferðinni í sínum fyrsta landsleik.vísir/gettyNýtt að vera með leikmann sem talar ekki íslensku Á meðal leikmanna sem eru að fá tækifæri núna er spænski Íslendingurinn Diego Jóhannesson. „Strákarnir hafa tekið honum vel. Það er nýtt fyrir okkur að vera með leikmann sem talar ekki íslensku en allir okkar fundir fara eðlilega fram á íslensku. Svo verður að túlka það mikilvægasta fyrir hann eftir fundinn. Það verður gaman að sjá hvað hann hefur fram að færa í leiknum gegn Katar. Ég veit að það eru aðrir, sem hafa minna séð til hans, sem bíða spenntari. Þetta er strákur sem spilar í góðu liði í góðri deild og er fínasti leikmaður. Öðruvísi týpa en við erum með. Sérstaklega góður sóknarlega og það tekur tíma að slípa sig inn í varnarleik eins og við spilum,“ segir Heimir en hann ætlar að láta Gylfa Þór Sigurðsson spila í dag.Gylfi spilar líklega „Þeir sem komu ekki heilir heilsu eins og Aron og Alfreð eru allir að koma til. Þeir geta vonandi farið inn í byrjunarlið sinna liða eftir þetta verkefni. Ég er aftur á móti nokkuð viss um að Gylfi muni spila í þessum leik,“ segir landsliðsþjálfarinn léttur. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Fleiri fréttir Óttaðist að ánetjast svefntöflum Lærisveinar Mourinho komu til baka en töpuðu svo í vító Danskur fótboltamaður skiptir um landslið Tottenham afgreiddi Hollendingana í seinni leiknum Þrenna Bruno sendi Orra og félaga niðurlúta heim frá Old Trafford Albert skoraði og fagnaði í Íslendingaslagnum Rómverjar misstu mann af velli á elleftu mínútu og eru úr leik Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Hneykslast á sóðaskap Real stjarnanna Hákon einn sá dýrasti og talinn kosta 6,7 milljarða Myndavél TNT Sports náði tvísnertingunni hjá Julián Alvarez Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Nýliðar fá séns hjá Heimi sem býr sig undir umspil Hitti Arnór á Anfield Hætti við að láta Endrick taka lokavítið eftir að hafa horft framan í hann Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Sjáðu ensku liðin fljúga inn í átta liða úrslitin Orri Steinn verður ekki yngsti fyrirliðinn en hann er nálægt því Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Carragher veiktist í beinni útsendingu Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Sjá meira
„Síðustu dagar hafa verið mjög góðir. Þessi ferð er blanda af afslöppun og að hrista hópinn saman á öðrum sviðum en fótbolta. Það hefur í raun allt heppnast þannig að ég held að það séu allir ánægðir með þetta,“ segir Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari en á meðan mörg af stærstu landsliðum Evrópu berjast um sæti á HM er íslenska landsliðið að sleikja sólina í Katar og leika sér á sjóköttum og kameldýrum. Það er þó verið að spila fótbolta líka. Strákarnir eru þegar búnir að spila við Tékka og í dag spila þeir gegn heimamönnum í Katar. „Það er hart að dæma menn eftir leikinn gegn Tékkum því hann var erfiður á margan hátt. Við höfum samt notað nokkra punkta úr þeim leik til að búa okkur undir Katar-leikinn. Það verður allt öðruvísi leikur,“ segir Heimir en hvernig leik er hann að búast við?Gæti verið opinn leikur „Þetta gæti orðið opinn leikur. Katar er með léttleikandi og hraða leikmenn. Góðir með boltann og vilja taka menn á. Spila hratt með jörðinni. Við ætlum aftur á móti að skipta leiknum í tvennt og gera tvo mismunandi hluti. Við munum skipta mörgum inn í hálfleik. Við munum jafnvel vera með sitt hvora leikaðferðina í hvorum hálfleik.“ Heimir gaf það út fyrir ferðina að þessir leikir væru tækifæri fyrir þá sem hefðu minna spilað til þess að sanna sig. „Við viljum sjá alla spila og það munu allir fá einhvern tíma á vellinum. Það er líka jákvætt að sem flestir fái að spila til þess að auka breiddina og fleiri séu tilbúnir að stökkva inn. Það er tilgangurinn með þessu verkefni. Ekki endilega að ná í jákvæð úrslit,“ segir þjálfarinn sem hefur verið ánægður með framlag leikmanna á æfingum. „Við höfum getað æft marga praktíska hluti og við erum líka að hugsa lengra en til Rússlands. Erum að hugsa tvö til þrjú ár fram í tímann þar sem bíða mörg erfið og skemmtileg verkefni. Þá viljum við geta leitað í stóran og breiðan hóp.“Diego á ferðinni í sínum fyrsta landsleik.vísir/gettyNýtt að vera með leikmann sem talar ekki íslensku Á meðal leikmanna sem eru að fá tækifæri núna er spænski Íslendingurinn Diego Jóhannesson. „Strákarnir hafa tekið honum vel. Það er nýtt fyrir okkur að vera með leikmann sem talar ekki íslensku en allir okkar fundir fara eðlilega fram á íslensku. Svo verður að túlka það mikilvægasta fyrir hann eftir fundinn. Það verður gaman að sjá hvað hann hefur fram að færa í leiknum gegn Katar. Ég veit að það eru aðrir, sem hafa minna séð til hans, sem bíða spenntari. Þetta er strákur sem spilar í góðu liði í góðri deild og er fínasti leikmaður. Öðruvísi týpa en við erum með. Sérstaklega góður sóknarlega og það tekur tíma að slípa sig inn í varnarleik eins og við spilum,“ segir Heimir en hann ætlar að láta Gylfa Þór Sigurðsson spila í dag.Gylfi spilar líklega „Þeir sem komu ekki heilir heilsu eins og Aron og Alfreð eru allir að koma til. Þeir geta vonandi farið inn í byrjunarlið sinna liða eftir þetta verkefni. Ég er aftur á móti nokkuð viss um að Gylfi muni spila í þessum leik,“ segir landsliðsþjálfarinn léttur.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Fleiri fréttir Óttaðist að ánetjast svefntöflum Lærisveinar Mourinho komu til baka en töpuðu svo í vító Danskur fótboltamaður skiptir um landslið Tottenham afgreiddi Hollendingana í seinni leiknum Þrenna Bruno sendi Orra og félaga niðurlúta heim frá Old Trafford Albert skoraði og fagnaði í Íslendingaslagnum Rómverjar misstu mann af velli á elleftu mínútu og eru úr leik Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Hneykslast á sóðaskap Real stjarnanna Hákon einn sá dýrasti og talinn kosta 6,7 milljarða Myndavél TNT Sports náði tvísnertingunni hjá Julián Alvarez Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Nýliðar fá séns hjá Heimi sem býr sig undir umspil Hitti Arnór á Anfield Hætti við að láta Endrick taka lokavítið eftir að hafa horft framan í hann Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Sjáðu ensku liðin fljúga inn í átta liða úrslitin Orri Steinn verður ekki yngsti fyrirliðinn en hann er nálægt því Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Carragher veiktist í beinni útsendingu Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Sjá meira
Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti
Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti