Breska þingið fær að hafa áhrif á lokasamkomulagið um útgöngu Jóhann Óli Eiðsson skrifar 14. nóvember 2017 06:00 David Davis Brexitráðherra sést hér til vinstri ásamt Michel Barnier, formanni samninganefndar ESB, á blaðamannafundi í Brussel fyrir helgi. Þar var staða viðræðnanna kynnt en sjötta hluta þeirra lauk í nýliðinni viku. vísir/epa Breska þingið mun eiga lokaorðið um skilmála útgöngu Breta úr Evrópusambandinu (ESB). Þetta kom fram í máli Davids Davis, Brexitráðherra, á breska þinginu í gær. Ekki er hins vegar öruggt að sambandið þurfi að virða niðurstöðu þingsins. Davis sagði meðal annars að lokasamningur Bretlands við ESB fæli í sér breytingar á réttindum borgara, fjárhagslegt uppgjör milli Breta og ESB auk aðlögunartíma. Þær breytingar yrðu lagðar fram sem stjórnarfrumvarp og þyrftu að fara í gegnum þingið til samþykktar. Þingið gæti því haft áhrif á endanlegt innihald þess. Það fæli hins vegar ekki í sér að þingið gæti komið í veg fyrir útgöngu Breta. Sú ákvörðun væri endanleg og lægi nú þegar fyrir. „Það er algjörlega ljóst að þingið mun vera með í ráðum í gegnum allt ferlið,“ sagði Davis. Ræða hans í þinginu var hugsuð til að upplýsa þingmenn um stöðu mála í samningaviðræðunum en sjötta kafla þeirra lauk síðastliðinn föstudag. „Þessi niðurstaða mun gefa þinginu tíma til að gagnrýna, ræða og kjósa um endanlegt samkomulag okkar við ESB,“ sagði Davis. Hann bætti því við að það lægi ekki fyrir hvenær von væri á frumvarpinu til meðferðar í þinginu. „Í marga mánuði hefur Verkamannaflokkurinn kallað eftir því að ríkisstjórnin tryggi að þingið fái að eiga lokaorðið hvað úrsögn varðar,“ sagði Keir Starmer, skuggaráðherra Verkamannaflokksins í Brexitmálum. Starmer bætti því við að ræða Davis fæli í sér að ríkisstjórnin væri ekki að ná árangri í viðræðum sínum. Ræða Davis er talin fela í sér nokkurn ósigur fyrir Íhaldsflokkinn. Þingmenn sem eru hlynntir útgöngu virtust ekki alltof ánægðir með þá niðurstöðu sem Davis kynnti. Talið er að meirihluti þingmanna sé fylgjandi því að reyna svokallað „soft Brexit“. Það liggur hins vegar í hlutarins eðli að ef samkomulag næst ekki milli Breta og ESB mun ekkert frumvarp verða lagt fram. Þá er einnig talið líklegt að slíkt frumvarp kunni að skila sér seint til þingsins og umræður um það gætu því orðið knappar. Þá er alls ekki öruggt að stjórnvöld í Brussel muni fallast á þær breytingar sem breska þingið gerir. „Ef þingið breytir samningsskilmálum mun það líklega þýða að við munum þurfa að fara með þá niðurstöðu aftur til Brussel. Hvort það mun skila einhverju, veit ég ekki,“ svaraði Davis spurningu Clives Efford, þingmanns Verkamannaflokksins. Gert er ráð fyrir að Brexit muni ganga í gegn að fullu þann 29. mars 2019. Brexit Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Fleiri fréttir Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Sjá meira
Breska þingið mun eiga lokaorðið um skilmála útgöngu Breta úr Evrópusambandinu (ESB). Þetta kom fram í máli Davids Davis, Brexitráðherra, á breska þinginu í gær. Ekki er hins vegar öruggt að sambandið þurfi að virða niðurstöðu þingsins. Davis sagði meðal annars að lokasamningur Bretlands við ESB fæli í sér breytingar á réttindum borgara, fjárhagslegt uppgjör milli Breta og ESB auk aðlögunartíma. Þær breytingar yrðu lagðar fram sem stjórnarfrumvarp og þyrftu að fara í gegnum þingið til samþykktar. Þingið gæti því haft áhrif á endanlegt innihald þess. Það fæli hins vegar ekki í sér að þingið gæti komið í veg fyrir útgöngu Breta. Sú ákvörðun væri endanleg og lægi nú þegar fyrir. „Það er algjörlega ljóst að þingið mun vera með í ráðum í gegnum allt ferlið,“ sagði Davis. Ræða hans í þinginu var hugsuð til að upplýsa þingmenn um stöðu mála í samningaviðræðunum en sjötta kafla þeirra lauk síðastliðinn föstudag. „Þessi niðurstaða mun gefa þinginu tíma til að gagnrýna, ræða og kjósa um endanlegt samkomulag okkar við ESB,“ sagði Davis. Hann bætti því við að það lægi ekki fyrir hvenær von væri á frumvarpinu til meðferðar í þinginu. „Í marga mánuði hefur Verkamannaflokkurinn kallað eftir því að ríkisstjórnin tryggi að þingið fái að eiga lokaorðið hvað úrsögn varðar,“ sagði Keir Starmer, skuggaráðherra Verkamannaflokksins í Brexitmálum. Starmer bætti því við að ræða Davis fæli í sér að ríkisstjórnin væri ekki að ná árangri í viðræðum sínum. Ræða Davis er talin fela í sér nokkurn ósigur fyrir Íhaldsflokkinn. Þingmenn sem eru hlynntir útgöngu virtust ekki alltof ánægðir með þá niðurstöðu sem Davis kynnti. Talið er að meirihluti þingmanna sé fylgjandi því að reyna svokallað „soft Brexit“. Það liggur hins vegar í hlutarins eðli að ef samkomulag næst ekki milli Breta og ESB mun ekkert frumvarp verða lagt fram. Þá er einnig talið líklegt að slíkt frumvarp kunni að skila sér seint til þingsins og umræður um það gætu því orðið knappar. Þá er alls ekki öruggt að stjórnvöld í Brussel muni fallast á þær breytingar sem breska þingið gerir. „Ef þingið breytir samningsskilmálum mun það líklega þýða að við munum þurfa að fara með þá niðurstöðu aftur til Brussel. Hvort það mun skila einhverju, veit ég ekki,“ svaraði Davis spurningu Clives Efford, þingmanns Verkamannaflokksins. Gert er ráð fyrir að Brexit muni ganga í gegn að fullu þann 29. mars 2019.
Brexit Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Fleiri fréttir Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Sjá meira