Körfubolti

Kiddi Gun: Fáum miklu meira fyrir peninginn í Bandaríkjunum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Kristinn Geir Friðriksson, einn af körfuboltasérfræðingum Stöðvar 2 Sports, vill ekki setja hömlur á fjölda Bandaríkjamanna í Dominos-deildunum fyrst það verður leyfilegt að tefla fram fjölda Evrópubúa.

„Ég hefði viljað sjá það óheft fyrst við erum að fara þessa leið. Mér finnst rakið að ganga alla leið í þessu. Við fáum miklu meira fyrir peninginn í Bandaríkjunum. Gengið er á þeim stað og við erum að fá frábæra leikmenn sem geta notað þessa deild sem stökkpall. Við erum að fá tvo fyrir einn. Þetta er happy hour í Bandaríkjunum,“ segir Kristinn.

„Ég held að deildin verði miklu skemmtilegri fyrir vikið. Fjórir Bandaríkjamenn í einu liði eða einn Kani og þrír Evrópubúar er allt annað. Þá er komið skemmtilegra og ódýrara lið. Það sé ég sem plús í þessu.“

Kristinn er ekki neikvæður fyrir þeim breytingum sem verða á deildinni næsta vetur og segir að þær muni hjálpa liðunum út á landi.

„Lítil lið geta aukið áhuga sinna iðkenda með því að komast upp í efstu deild með þessari reglubreytingu. Það verður líka miklu meiri samkeppni um að komast upp í Dominos-deildina. 1. deildin verður fáranlega sterk þar sem allir geta unnið alla.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×