Trump vill gera „drauga-veiðimann“ að dómara Samúel Karl Ólason skrifar 16. nóvember 2017 19:01 Brett Talley, hefur skrifað nokkrar hrollvekjur og hefur farið víða um til að leita að draugum. Vísir/GEtty Maðurinn sem Donald Trump hefur valið sem alríkisdómara í Alabama hefur verið lögmaður í þrjú ár og hefur aldrei flutt mál fyrir dómi. Lögmaðurinn, sem heitir Brett Talley, hefur skrifað nokkrar hrollvekjur og hefur farið víða um til að leita að draugum. Það sem meira er, þá vinnur eiginkona hans í Hvíta húsinu og tók Talley það ekki fram í skrá yfir mögulega hagsmunaárekstri. Talley skrifaði þó í þá skrá að hann hefði verið meðlimur í Tuscaloosa Paranormal Research Group. Það er hópur fólks sem gistir í gömlum byggingum yfir nótt og reynir að finna drauga með „vísindalegum aðferðum“ eins og það er orðað á heimasíðu TPRG. Gagnrýni vegna vals Trump á Talley hefur einnig snúið að því að hann virðist vera mjög pólitískur. Hann hefur margsinnis gagnrýnt demókrata á samfélagsmiðlum og á bloggsíðu sinni skrifaði hann grein í janúar 2013 um að allir ættu að ganga til liðs við samtök byssueigenda í Bandaríkjunum. Sömuleiðis hefur hann skrifað um stjórnmál í aðsendum greinum til fjölmiðla.Lögmannafélag Bandaríkjanna segir Talley vera óhæfan til starfsins en verði hann staðfestur af öldungadeildinni gæti hann verið dómari til æviloka.Dómsmálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings er búin að samþykkja Talley í starfið og var kosið eftir flokkslínum þar sem repúblikanar eru fleiri en demókratar. Öldungadeildin í heild sinni mun einnig þurfa að kjósa um Talley. Samkvæmt frétt BBC er talið líklegt að hann verði staðfestir af þinginu. Trump hefur skipað mikinn fjölda dómara á fyrsta ári sínu eða um tvöfalt fleiri en Barack Obama gerði á sínu fyrsta ári sem forseti. Donald Trump Mest lesið Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Trump yngri á leið til Grænlands Erlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Erlent Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Innlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Fleiri fréttir Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Sjá meira
Maðurinn sem Donald Trump hefur valið sem alríkisdómara í Alabama hefur verið lögmaður í þrjú ár og hefur aldrei flutt mál fyrir dómi. Lögmaðurinn, sem heitir Brett Talley, hefur skrifað nokkrar hrollvekjur og hefur farið víða um til að leita að draugum. Það sem meira er, þá vinnur eiginkona hans í Hvíta húsinu og tók Talley það ekki fram í skrá yfir mögulega hagsmunaárekstri. Talley skrifaði þó í þá skrá að hann hefði verið meðlimur í Tuscaloosa Paranormal Research Group. Það er hópur fólks sem gistir í gömlum byggingum yfir nótt og reynir að finna drauga með „vísindalegum aðferðum“ eins og það er orðað á heimasíðu TPRG. Gagnrýni vegna vals Trump á Talley hefur einnig snúið að því að hann virðist vera mjög pólitískur. Hann hefur margsinnis gagnrýnt demókrata á samfélagsmiðlum og á bloggsíðu sinni skrifaði hann grein í janúar 2013 um að allir ættu að ganga til liðs við samtök byssueigenda í Bandaríkjunum. Sömuleiðis hefur hann skrifað um stjórnmál í aðsendum greinum til fjölmiðla.Lögmannafélag Bandaríkjanna segir Talley vera óhæfan til starfsins en verði hann staðfestur af öldungadeildinni gæti hann verið dómari til æviloka.Dómsmálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings er búin að samþykkja Talley í starfið og var kosið eftir flokkslínum þar sem repúblikanar eru fleiri en demókratar. Öldungadeildin í heild sinni mun einnig þurfa að kjósa um Talley. Samkvæmt frétt BBC er talið líklegt að hann verði staðfestir af þinginu. Trump hefur skipað mikinn fjölda dómara á fyrsta ári sínu eða um tvöfalt fleiri en Barack Obama gerði á sínu fyrsta ári sem forseti.
Donald Trump Mest lesið Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Trump yngri á leið til Grænlands Erlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Erlent Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Innlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Fleiri fréttir Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Sjá meira