Katrín um viðræðurnar við Sjálfstæðisflokk: „Auðvitað er þetta áhætta en markmiðin eru skýr“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 17. nóvember 2017 20:00 Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, þegar hún kom til formannafundar í Ráðherrabústaðnum í gær. vísir/eyþór Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir að Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, verði upplýstur á morgun um stöðu mála í formlegum stjórnarmyndunarviðræðum flokksins við Sjálfstæðisflokk og Framsóknarflokk. Hún segir að það verði einfaldlega að koma í ljós hvort að flokksráð VG samþykki málefnasamning flokkanna ef af honum verður. Viðræðurnar við Sjálfstæðisflokkinn séu vissulega áhætta en markmið flokksins séu skýr og þau hafi verið sett á borðið fyrir kosningar. Bæði þingflokkur VG og flokksráð verða að samþykkja málefnasamning ef af samstarfinu á að verða. Vísir náði tali af Katrínu eftir stjórnarfund Vinstri grænna sem fór fram í kvöld. Hún sagði að fundurinn hefði verið góður og hún kvaðst aðspurð áfram kokhraust í viðræðum flokkanna þriggja. „Það liggur alveg fyrir að við erum að vinna áfram að því að reyna að ná saman. Við leggjum áherslu á að breyta vinnubrögðunum á Alþingi og auðvitað að ná fram okkar málefnum. Ég var að fara yfir þetta með stjórninni en þetta var löngu boðaður fundur. Það er einfaldlega mikilvægt að upplýsa um stöðu mála,“ segir Katrín.Mikilvægara að vanda sig og klára samtölin Viðræðurnar standa enn en hlé var gert á þeim síðdegis í dag vegna fundar hjá miðstjórn Framsóknar sem fer fram í kvöld og á morgun. Þráðurinn verður tekinn upp að nýju annað hvort á morgun eða á sunnudag. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, sagði í yfirlýsingu sinni á mánudag að það ætti að liggja fyrir í lok vikunnar hvort að flokkarnir nái saman eða ekki. Aðspurð um hvenær forsetinn verði upplýstur um stöðu mála þar sem í dag sé föstudagur og vikan að verða búin segir hún að Guðni verði upplýstur á morgun, laugardag. „Við munum upplýsa forsetann um stöðu mála en við setjum ekki tímapressu á okkur á meðan við erum í þessu samtali. Það lá fyrir að þetta eru ólíkir flokkar og þá er mikilvægara að vanda sig og klára samtölin,“ segir Katrín.En eru meiri líkur en minni á að flokkarnir nái saman? „Ég segi bara að ég er áfram hóflega bjartsýn. Þetta kemur bara í ljós þegar þetta klárast. Í raun og veru eru þessi samtöl þess eðlis að þegar hlutirnir byrja að leysast þá leysast allir hnútar,“ segir Katrín.Stefna á að koma með niðurstöðu sem hægt sé að kynna Svandís Svavarsdóttir, þingflokksformaður VG, ritaði skilaboð til hundruða stuðningsmanna Vinstri grænna á Facebook í kvöld þar sem hún segist hlakka til að kynna afrakstur stjórnarmyndunarviðræðna fyrir flokksfélögum í VG sem og þjóðinni allri. Þá sagði hún að það hilli undir afrakstur þessara verka í heild. Spurð út í þetta og hvort að málefnasamningurinn sé handan við hornið segir Katrín: „Við erum í þessu af fullum heilindum og við stefnum á að koma með einhverja niðurstöðu sem við getum kynnt. Annars værum við ekki í þessu og ég tel að það sé góður gangur í þessum viðræðum.“ Ekki eru allir á eitt sáttir innan VG með viðræðurnar við Sjálfstæðisflokkinn. Þannig hafa um 90 manns sagt sig úr flokknum síðan formlegar viðræður hófust í byrjun vikunnar en á meðal þeirra er Drífa Snædal, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins, og fyrrverandi varaþingmaður flokksins og framkvæmdastjóri. Hún hafði verið í VG í 18 ár.Flokksmenn endanlegir dómarar Spurð út í það hvort hún sé ekki áhyggjufull um að hún hafi ekki stuðning flokksmanna þegar kemur að málefnasamningi segir Katrín: „Þá kemur það bara í ljós. Það er bara þannig að staðan er flókin í íslenskum stjórnmálum og ég held að langflestir skilji það. Ég hef heyrt í mörgum félögum varðandi þessar viðræður en þeir munu leggja mat á þetta þegar það liggur eittthvað fyrir. Ég væri ekki í stjórnmálum ef ég væri ekki tilbúin til að taka áhættu og hafa áhrif. Auðvitað er þetta áhætta en markmiðin eru skýr og við settum á þau borðið fyrir kosningar,“ segir Katrín og vísar meðal annars til þess sem flokkurinn hefur lagt mikla áherslu á sem er uppbygging innviða í landinu, til að mynda heilbrigðiskerfisins og menntakerfisins. Hún og Svandís hafa verið í fremstu víglínu í viðræðunum. Katrín segir þær kosnar til að sinna þessu hlutverki en flokksmenn muni á endanum taka ákvörðun um hvort farið verði í ríkisstjórnarsamstarf með Sjálfstæðisflokki og Framsókn. „Þeir eru auðvitað endanlegir dómarar.“ Kosningar 2017 Tengdar fréttir Hlé gert á stjórnarmyndunarviðræðum á meðan miðstjórn Framsóknar fundar Hlé hefur verið gert á formlegum stjórnarmyndunarviðræðum Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna vegna fundar miðstjórnar Framsóknarflokksins sem fer fram í dag og á morgun. 17. nóvember 2017 17:00 Leiðtogar flokkanna ræða skattalækkanir Komandi kjaraviðræður eru stór þáttur í viðræðum um myndun nýrrar ríkisstjórnar. Áhersla lögð á tekjulægstu hópana. 17. nóvember 2017 07:00 Stjórnarsáttmálinn ekki tilbúinn fyrr en eftir helgi Formaður Framsóknarflokksins getur ekki kynnt inntak stjórnarsáttamála væntanlegrar ríkisstjórnar á haustfundi miðstjórnar flokksins sem fram fer í dag og á morgun. 17. nóvember 2017 12:00 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Lokað um Hellisheiði og Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Fleiri fréttir Lokað um Hellisheiði og Þrengsli og vegir víða á óvissustigi „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir að Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, verði upplýstur á morgun um stöðu mála í formlegum stjórnarmyndunarviðræðum flokksins við Sjálfstæðisflokk og Framsóknarflokk. Hún segir að það verði einfaldlega að koma í ljós hvort að flokksráð VG samþykki málefnasamning flokkanna ef af honum verður. Viðræðurnar við Sjálfstæðisflokkinn séu vissulega áhætta en markmið flokksins séu skýr og þau hafi verið sett á borðið fyrir kosningar. Bæði þingflokkur VG og flokksráð verða að samþykkja málefnasamning ef af samstarfinu á að verða. Vísir náði tali af Katrínu eftir stjórnarfund Vinstri grænna sem fór fram í kvöld. Hún sagði að fundurinn hefði verið góður og hún kvaðst aðspurð áfram kokhraust í viðræðum flokkanna þriggja. „Það liggur alveg fyrir að við erum að vinna áfram að því að reyna að ná saman. Við leggjum áherslu á að breyta vinnubrögðunum á Alþingi og auðvitað að ná fram okkar málefnum. Ég var að fara yfir þetta með stjórninni en þetta var löngu boðaður fundur. Það er einfaldlega mikilvægt að upplýsa um stöðu mála,“ segir Katrín.Mikilvægara að vanda sig og klára samtölin Viðræðurnar standa enn en hlé var gert á þeim síðdegis í dag vegna fundar hjá miðstjórn Framsóknar sem fer fram í kvöld og á morgun. Þráðurinn verður tekinn upp að nýju annað hvort á morgun eða á sunnudag. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, sagði í yfirlýsingu sinni á mánudag að það ætti að liggja fyrir í lok vikunnar hvort að flokkarnir nái saman eða ekki. Aðspurð um hvenær forsetinn verði upplýstur um stöðu mála þar sem í dag sé föstudagur og vikan að verða búin segir hún að Guðni verði upplýstur á morgun, laugardag. „Við munum upplýsa forsetann um stöðu mála en við setjum ekki tímapressu á okkur á meðan við erum í þessu samtali. Það lá fyrir að þetta eru ólíkir flokkar og þá er mikilvægara að vanda sig og klára samtölin,“ segir Katrín.En eru meiri líkur en minni á að flokkarnir nái saman? „Ég segi bara að ég er áfram hóflega bjartsýn. Þetta kemur bara í ljós þegar þetta klárast. Í raun og veru eru þessi samtöl þess eðlis að þegar hlutirnir byrja að leysast þá leysast allir hnútar,“ segir Katrín.Stefna á að koma með niðurstöðu sem hægt sé að kynna Svandís Svavarsdóttir, þingflokksformaður VG, ritaði skilaboð til hundruða stuðningsmanna Vinstri grænna á Facebook í kvöld þar sem hún segist hlakka til að kynna afrakstur stjórnarmyndunarviðræðna fyrir flokksfélögum í VG sem og þjóðinni allri. Þá sagði hún að það hilli undir afrakstur þessara verka í heild. Spurð út í þetta og hvort að málefnasamningurinn sé handan við hornið segir Katrín: „Við erum í þessu af fullum heilindum og við stefnum á að koma með einhverja niðurstöðu sem við getum kynnt. Annars værum við ekki í þessu og ég tel að það sé góður gangur í þessum viðræðum.“ Ekki eru allir á eitt sáttir innan VG með viðræðurnar við Sjálfstæðisflokkinn. Þannig hafa um 90 manns sagt sig úr flokknum síðan formlegar viðræður hófust í byrjun vikunnar en á meðal þeirra er Drífa Snædal, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins, og fyrrverandi varaþingmaður flokksins og framkvæmdastjóri. Hún hafði verið í VG í 18 ár.Flokksmenn endanlegir dómarar Spurð út í það hvort hún sé ekki áhyggjufull um að hún hafi ekki stuðning flokksmanna þegar kemur að málefnasamningi segir Katrín: „Þá kemur það bara í ljós. Það er bara þannig að staðan er flókin í íslenskum stjórnmálum og ég held að langflestir skilji það. Ég hef heyrt í mörgum félögum varðandi þessar viðræður en þeir munu leggja mat á þetta þegar það liggur eittthvað fyrir. Ég væri ekki í stjórnmálum ef ég væri ekki tilbúin til að taka áhættu og hafa áhrif. Auðvitað er þetta áhætta en markmiðin eru skýr og við settum á þau borðið fyrir kosningar,“ segir Katrín og vísar meðal annars til þess sem flokkurinn hefur lagt mikla áherslu á sem er uppbygging innviða í landinu, til að mynda heilbrigðiskerfisins og menntakerfisins. Hún og Svandís hafa verið í fremstu víglínu í viðræðunum. Katrín segir þær kosnar til að sinna þessu hlutverki en flokksmenn muni á endanum taka ákvörðun um hvort farið verði í ríkisstjórnarsamstarf með Sjálfstæðisflokki og Framsókn. „Þeir eru auðvitað endanlegir dómarar.“
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Hlé gert á stjórnarmyndunarviðræðum á meðan miðstjórn Framsóknar fundar Hlé hefur verið gert á formlegum stjórnarmyndunarviðræðum Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna vegna fundar miðstjórnar Framsóknarflokksins sem fer fram í dag og á morgun. 17. nóvember 2017 17:00 Leiðtogar flokkanna ræða skattalækkanir Komandi kjaraviðræður eru stór þáttur í viðræðum um myndun nýrrar ríkisstjórnar. Áhersla lögð á tekjulægstu hópana. 17. nóvember 2017 07:00 Stjórnarsáttmálinn ekki tilbúinn fyrr en eftir helgi Formaður Framsóknarflokksins getur ekki kynnt inntak stjórnarsáttamála væntanlegrar ríkisstjórnar á haustfundi miðstjórnar flokksins sem fram fer í dag og á morgun. 17. nóvember 2017 12:00 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Lokað um Hellisheiði og Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Fleiri fréttir Lokað um Hellisheiði og Þrengsli og vegir víða á óvissustigi „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Sjá meira
Hlé gert á stjórnarmyndunarviðræðum á meðan miðstjórn Framsóknar fundar Hlé hefur verið gert á formlegum stjórnarmyndunarviðræðum Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna vegna fundar miðstjórnar Framsóknarflokksins sem fer fram í dag og á morgun. 17. nóvember 2017 17:00
Leiðtogar flokkanna ræða skattalækkanir Komandi kjaraviðræður eru stór þáttur í viðræðum um myndun nýrrar ríkisstjórnar. Áhersla lögð á tekjulægstu hópana. 17. nóvember 2017 07:00
Stjórnarsáttmálinn ekki tilbúinn fyrr en eftir helgi Formaður Framsóknarflokksins getur ekki kynnt inntak stjórnarsáttamála væntanlegrar ríkisstjórnar á haustfundi miðstjórnar flokksins sem fram fer í dag og á morgun. 17. nóvember 2017 12:00