Stjórnarmyndunarviðræðum í Þýskalandi slitið Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 19. nóvember 2017 23:49 Christian Lindner, leiðtogi Frjálslyndra tilkynnir að stjórnarmyndunarviðræðum í Þýskalandi hafi verið slitið. Óformlegum stjórnarmyndunarviðræðum í Þýskalandi á milli Kristilega demókrataflokksins, Græningja og Frjálslynda flokksins hefur verið slitið. Frjálslyndi flokkurinn sleit viðræðunum laust fyrir miðnætti. Guardian greinir frá.Viðræður á milli flokkanna, sem eru í raun fjórir þar sem systurflokkur Kristilegra demókrata hefur tekið þátt í þeim, hafa staðið yfir síðustu vikur, án árangurs. Erfiðlega hefur reynst fyrir flokkanna að ná málamiðlunum, ekki síst yfir málefnum flóttamanna sem og loftslagsmála. Fyrir helgi sagði Christian Lindner, leiðtogi Frjálslynda flokksins, að flokkarnir hefðu frest til sex í kvöld að þýskum tíma til þess að ná samkomulagi um að hefja formlegar viðræður. Flokkarnir ræddu þó saman fram yfir frestinn en rétt fyrir miðnætti að þýskum tíma tilkynnti Lindner að flokkurinn myndi ekki taka þátt í frekari viðræðum. „Flokkarnir fjórir hafa enga sameiginlega sýn á nútímavæðingu Þýskalands né sameiginlegan grundvöll til að byggja á,“ sagði Lindner þegar hann tilkynnti um viðræðuslitin. „Það er betra að vera ekki í ríkisstjórn en að vera í vondri ríkisstjórn.“ Hefðu flokkarnir komist að samkomulagi um að hefja formlegar viðræður þar sem málefnasamningur hefði verið lagður til grundvallar skiptingu ráðuneyta. Talið er líklegt að Angela Merkel, kanslari Þýskalands og leiðtogi Kristilegra demókrata, muni nú reyna að mynda minnihlutastjórn, annað hvort með Frjálslyndum eða Græningjum. Ákvörðun Jafnaðarmanna um að sitja í stjórnarandstöðu á kjörtímabilinu hefur flækt málin töluvert en flokkurinn átti í ríkisstjórnarsamstarfi með flokki Merkel á síðasta kjörtímabili. Takist ekki að mynda ríkisstjórn gæti Frank-Walter Steinmeier, forseti Þýskalands, slitið þingi og boðað til nýrra kosninga. Kosningar í Þýskalandi Þýskaland Tengdar fréttir Merkel bjartsýn þrátt fyrir erfiðar viðræður Stjórnarmyndunarviðræður CDU, CSU, FDP og Græningja halda áfram í Berlín í dag. 3. nóvember 2017 12:31 Græningjar hikandi í þýskum stjórnarmyndunarviðræðum Stjórnarmyndunarviðræður Kristilegra demókrata (CDU,CSU), Frjálslynda flokksins (FDP) og Græningja halda áfram í Þýskalandi í dag. 13. nóvember 2017 12:13 Frestur þýsku flokkanna runninn út Kristilegir demókratar, Frjálslyndir og Græningjar ætla að halda stjórnarmyndunarviðræðum sínum áfram í dag. 17. nóvember 2017 08:56 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Fleiri fréttir Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Sjá meira
Óformlegum stjórnarmyndunarviðræðum í Þýskalandi á milli Kristilega demókrataflokksins, Græningja og Frjálslynda flokksins hefur verið slitið. Frjálslyndi flokkurinn sleit viðræðunum laust fyrir miðnætti. Guardian greinir frá.Viðræður á milli flokkanna, sem eru í raun fjórir þar sem systurflokkur Kristilegra demókrata hefur tekið þátt í þeim, hafa staðið yfir síðustu vikur, án árangurs. Erfiðlega hefur reynst fyrir flokkanna að ná málamiðlunum, ekki síst yfir málefnum flóttamanna sem og loftslagsmála. Fyrir helgi sagði Christian Lindner, leiðtogi Frjálslynda flokksins, að flokkarnir hefðu frest til sex í kvöld að þýskum tíma til þess að ná samkomulagi um að hefja formlegar viðræður. Flokkarnir ræddu þó saman fram yfir frestinn en rétt fyrir miðnætti að þýskum tíma tilkynnti Lindner að flokkurinn myndi ekki taka þátt í frekari viðræðum. „Flokkarnir fjórir hafa enga sameiginlega sýn á nútímavæðingu Þýskalands né sameiginlegan grundvöll til að byggja á,“ sagði Lindner þegar hann tilkynnti um viðræðuslitin. „Það er betra að vera ekki í ríkisstjórn en að vera í vondri ríkisstjórn.“ Hefðu flokkarnir komist að samkomulagi um að hefja formlegar viðræður þar sem málefnasamningur hefði verið lagður til grundvallar skiptingu ráðuneyta. Talið er líklegt að Angela Merkel, kanslari Þýskalands og leiðtogi Kristilegra demókrata, muni nú reyna að mynda minnihlutastjórn, annað hvort með Frjálslyndum eða Græningjum. Ákvörðun Jafnaðarmanna um að sitja í stjórnarandstöðu á kjörtímabilinu hefur flækt málin töluvert en flokkurinn átti í ríkisstjórnarsamstarfi með flokki Merkel á síðasta kjörtímabili. Takist ekki að mynda ríkisstjórn gæti Frank-Walter Steinmeier, forseti Þýskalands, slitið þingi og boðað til nýrra kosninga.
Kosningar í Þýskalandi Þýskaland Tengdar fréttir Merkel bjartsýn þrátt fyrir erfiðar viðræður Stjórnarmyndunarviðræður CDU, CSU, FDP og Græningja halda áfram í Berlín í dag. 3. nóvember 2017 12:31 Græningjar hikandi í þýskum stjórnarmyndunarviðræðum Stjórnarmyndunarviðræður Kristilegra demókrata (CDU,CSU), Frjálslynda flokksins (FDP) og Græningja halda áfram í Þýskalandi í dag. 13. nóvember 2017 12:13 Frestur þýsku flokkanna runninn út Kristilegir demókratar, Frjálslyndir og Græningjar ætla að halda stjórnarmyndunarviðræðum sínum áfram í dag. 17. nóvember 2017 08:56 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Fleiri fréttir Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Sjá meira
Merkel bjartsýn þrátt fyrir erfiðar viðræður Stjórnarmyndunarviðræður CDU, CSU, FDP og Græningja halda áfram í Berlín í dag. 3. nóvember 2017 12:31
Græningjar hikandi í þýskum stjórnarmyndunarviðræðum Stjórnarmyndunarviðræður Kristilegra demókrata (CDU,CSU), Frjálslynda flokksins (FDP) og Græningja halda áfram í Þýskalandi í dag. 13. nóvember 2017 12:13
Frestur þýsku flokkanna runninn út Kristilegir demókratar, Frjálslyndir og Græningjar ætla að halda stjórnarmyndunarviðræðum sínum áfram í dag. 17. nóvember 2017 08:56