Fótbolti

Fyrsti varnarmaðurinn sem skorar þrennu í Meistaradeildinni | Sjáðu mörkin

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Kurzawa fagnar einu marka sinna í gær.
Kurzawa fagnar einu marka sinna í gær. vísir/getty
Franski bakvörðurinn Layvin Kurzawa skráði nafn sitt í sögubækur Meistaradeildarinnar í gær.

Hann varð þá fyrsti varnarmaðurinn í sögu keppninnar til þess að skora þrennu. Franck Sauzee skoraði þrennu fyrir Marseille árið 1993 en þá hét keppnin Evrópukeppni meistaraliða.

Kurzawa átti þrjú skot að marki í leiknum gegn Anderlecht og öll fóru þau í markið.







Það er ansi magnað að hann er aðeins annar leikmaðurinn í sögu PSG til þess að skora þrennu í keppninni. Hinn er Zlatan Ibrahimovic.

Mörkin má sjá hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×