Alþjóðlegur dagur dánaraðstoðar Ingrid Kuhlman skrifar 2. nóvember 2017 07:00 Í dag 2. nóvember 2017 er í annað sinn haldið upp á dag dánaraðstoðar víða um heim. Tilgangurinn er að hvetja til umræðu um þau mikilvægu mannréttindi að fá að hafa yfirráð yfir líkama sínum, lífi og dauða og eftir atvikum að fá aðstoð lækna við að deyja með reisn. Síðastliðinn janúar var stofnað félag um dánaraðstoð á Íslandi en markmið þess eru þríþætt: (1) að stuðla að opinni, uppbyggilegri og víðtækri umræðu um dánaraðstoð; (2) að vinna að því að samþykkt verði löggjöf um það að í vissum, vel skilgreindum aðstæðum, og að uppfylltum ströngum skilyrðum verði dánaraðstoð mannúðlegur valkostur fyrir þá sem kjósa að yfirlögðu ráði að deyja með reisn; og (3) að standa fyrir upplýsingagjöf, fundum og ráðstefnum um dánaraðstoð og vera í góðum tengslum við sambærileg félög erlendis. Í umræðunni má oft og tíðum heyra ýmsar fullyrðingar um dánaraðstoð, eins og til dæmis þá að umræðan um dánaraðstoð hafi aldrei verið hávær hér á landi. Dauðsjúkir og þeir sem eru fangar í eigin líkama eru því miður ekki líklegir til að vera hávær hagsmunahópur og því er líklegra að hærra heyrist í andstæðingum dánaraðstoðar en fylgjendum. Annað sem hefur verið haldið fram er að þegar dánaraðstoð verði leyfð verði farið að beita henni á víðtækari forsendum en ætlað var í upphafi. Læknar muni fara offari við beitingu dánaraðstoðar. Reynsla annarra landa eins og t.d. í Hollandi sýnir ótvírætt að svo er ekki. Vissulega hefur hlutfall þeirra sem fá dánaraðstoð hækkað síðan lögin tóku gildi 1. apríl 2002 en hlutfall þeirra lækna sem binda enda á líf sjúklings án samþykkis hans hefur lækkað á móti. Sumir hafa viljað meina að líknandi meðferð sé mun lakari í þeim löndum þar sem dánaraðstoð hefur verið leyfð, eins og t.d. Hollandi, Belgíu og Lúxemborg, og því kjósi margir að enda líf sitt. Þessi staðhæfing er fjarri sannleikanum og staðfestist í skýrslu um gæði líknandi meðferðar frá 2015 (The 2015 Quality of Death Index: Ranking palliative care accross the world). Í skýrslunni kemur fram að Holland og Belgía standa sig vel í veitingu líknandi meðferðar en Belgía er í fimmta sæti á heimsvísu og Holland í því áttunda. Ef bara Evrópulöndin eru skoðuð er Belgía í þriðja sæti og Holland í því fjórða. Oft er fullyrt að það séu engin takmörk fyrir því að hægt sé að veita fullnægjandi líknandi meðferð. Það þurfi því enginn að óttast að líða þjáningar á dánarbeðinum og dánaraðstoð sé því óþörf. Því miður er óskhyggja að halda að líknandi meðferð geti afmáð alla þjáningu. Það hverfur ekki öll þjáning þótt hægt sé að stilla flesta líkamlega verki. Oft er þetta einnig spurning um tilvistarlega eða andlega þjáningu vegna skertra og óásættanlegra lífsgæða. Margir tala í þessu samhengi um að vilja halda reisn sinni. Að lokum er því oft fleygt fram að Ísland sé of lítið land og að það væri erfitt að vera þekktur sem læknirinn sem deyðir sjúklinga. Sennilega hafa margir sagt það sama um fóstureyðingar sem voru leyfðar hér á landi árið 1935 en það kom þó ekki í veg fyrir að lög voru sett. Í tilefni af degi dánaraðstoðar opnar Lífsvirðing fyrir gátt á heimasíðunni www.lifsvirding.is þar sem hægt verður að senda inn reynslusögur. Hefur þú þurft að horfa upp á óbærilegar kvalir ástvinar og sannfærst um að gott væri að leyfa dánaraðstoð sem mannúðlegan valkost? Eða ertu sjálf/ur á þeim stað að vilja fá að deyja með reisn? Sendu okkur þá sögu þína, nafnlaust ef þú óskar þess. Höfundur er formaður Lífsvirðingar, félags um dánaraðstoð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ingrid Kuhlman Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Glæðing vonar - ekki hjúkrunargreiningin Karen Ósk Björnsdóttir skrifar Skoðun Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson skrifar Skoðun 60% landsmanna á móti vopnakaupunum Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Afkastadrifin menntun og verðgildi nemenda Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Ég er deildarstjóri í leikskóla Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Draumastarfið Arnfríður Hermannsdóttir skrifar Skoðun Hjartsláttur sjávarbyggðanna Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Í dag 2. nóvember 2017 er í annað sinn haldið upp á dag dánaraðstoðar víða um heim. Tilgangurinn er að hvetja til umræðu um þau mikilvægu mannréttindi að fá að hafa yfirráð yfir líkama sínum, lífi og dauða og eftir atvikum að fá aðstoð lækna við að deyja með reisn. Síðastliðinn janúar var stofnað félag um dánaraðstoð á Íslandi en markmið þess eru þríþætt: (1) að stuðla að opinni, uppbyggilegri og víðtækri umræðu um dánaraðstoð; (2) að vinna að því að samþykkt verði löggjöf um það að í vissum, vel skilgreindum aðstæðum, og að uppfylltum ströngum skilyrðum verði dánaraðstoð mannúðlegur valkostur fyrir þá sem kjósa að yfirlögðu ráði að deyja með reisn; og (3) að standa fyrir upplýsingagjöf, fundum og ráðstefnum um dánaraðstoð og vera í góðum tengslum við sambærileg félög erlendis. Í umræðunni má oft og tíðum heyra ýmsar fullyrðingar um dánaraðstoð, eins og til dæmis þá að umræðan um dánaraðstoð hafi aldrei verið hávær hér á landi. Dauðsjúkir og þeir sem eru fangar í eigin líkama eru því miður ekki líklegir til að vera hávær hagsmunahópur og því er líklegra að hærra heyrist í andstæðingum dánaraðstoðar en fylgjendum. Annað sem hefur verið haldið fram er að þegar dánaraðstoð verði leyfð verði farið að beita henni á víðtækari forsendum en ætlað var í upphafi. Læknar muni fara offari við beitingu dánaraðstoðar. Reynsla annarra landa eins og t.d. í Hollandi sýnir ótvírætt að svo er ekki. Vissulega hefur hlutfall þeirra sem fá dánaraðstoð hækkað síðan lögin tóku gildi 1. apríl 2002 en hlutfall þeirra lækna sem binda enda á líf sjúklings án samþykkis hans hefur lækkað á móti. Sumir hafa viljað meina að líknandi meðferð sé mun lakari í þeim löndum þar sem dánaraðstoð hefur verið leyfð, eins og t.d. Hollandi, Belgíu og Lúxemborg, og því kjósi margir að enda líf sitt. Þessi staðhæfing er fjarri sannleikanum og staðfestist í skýrslu um gæði líknandi meðferðar frá 2015 (The 2015 Quality of Death Index: Ranking palliative care accross the world). Í skýrslunni kemur fram að Holland og Belgía standa sig vel í veitingu líknandi meðferðar en Belgía er í fimmta sæti á heimsvísu og Holland í því áttunda. Ef bara Evrópulöndin eru skoðuð er Belgía í þriðja sæti og Holland í því fjórða. Oft er fullyrt að það séu engin takmörk fyrir því að hægt sé að veita fullnægjandi líknandi meðferð. Það þurfi því enginn að óttast að líða þjáningar á dánarbeðinum og dánaraðstoð sé því óþörf. Því miður er óskhyggja að halda að líknandi meðferð geti afmáð alla þjáningu. Það hverfur ekki öll þjáning þótt hægt sé að stilla flesta líkamlega verki. Oft er þetta einnig spurning um tilvistarlega eða andlega þjáningu vegna skertra og óásættanlegra lífsgæða. Margir tala í þessu samhengi um að vilja halda reisn sinni. Að lokum er því oft fleygt fram að Ísland sé of lítið land og að það væri erfitt að vera þekktur sem læknirinn sem deyðir sjúklinga. Sennilega hafa margir sagt það sama um fóstureyðingar sem voru leyfðar hér á landi árið 1935 en það kom þó ekki í veg fyrir að lög voru sett. Í tilefni af degi dánaraðstoðar opnar Lífsvirðing fyrir gátt á heimasíðunni www.lifsvirding.is þar sem hægt verður að senda inn reynslusögur. Hefur þú þurft að horfa upp á óbærilegar kvalir ástvinar og sannfærst um að gott væri að leyfa dánaraðstoð sem mannúðlegan valkost? Eða ertu sjálf/ur á þeim stað að vilja fá að deyja með reisn? Sendu okkur þá sögu þína, nafnlaust ef þú óskar þess. Höfundur er formaður Lífsvirðingar, félags um dánaraðstoð.
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun
Skoðun Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson skrifar
Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun