Vill sjá sigurkúltur í Seljaskóla Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. nóvember 2017 06:00 Matthías Orri í leik gegn KR. vísir/anton ÍR-ingar hafa ekki aðeins unnið þrjá leiki í fyrstu fjórum umferðunum í Domino’s-deild karla á þessu tímabili þeir unnu líka sjö af síðustu ellefu deildarleikjum sínum á síðasta tímabili. Aðeins eitt annað lið hefur unnið tíu deildarleiki á árinu 2017 en það eru Íslands- og bikarmeistarar KR (12 sigrar). Leiðtogi liðsins og besti maður er leikstjórnandinn Matthías Orri Sigurðarson sem er með 19,0 stig og 6,0 stoðsendingar að meðaltali í fyrstu fjórum leikjunum. ÍR-liðinu var ekki spáð alltof góðu gengi fyrir mótið en með góðri byrjun hefur liðið tekið upp þráðinn frá því í fyrravor.Rökrétt framhald „Við höldum öllum leikmönnum frá því í fyrra og bætum við okkur Kana sem hentar okkur mjög vel og við getum treyst á inni í teig. Það breikkar aðeins sóknarbúrið okkar. Ég held bara að þetta sé rökrétt framhald af því hvernig við vorum að enda tímabilið í fyrra,“ segir Matthías um góða byrjun ÍR-liðsins. Liðið hefur náð að halda sömu stemningu og í fyrra. „Þetta er samstarf á milli okkar leikmannanna og áhorfendanna sem eru náttúrulega frábærir. Það hjálpar okkur mikið að eiga ekki þessa lélegu leiki lengur. Það gerist ekki á heimavelli hjá okkur með þessa áhorfendur,“ segir Matthías en ÍR-liðið hefur nú unnið níu deildarleiki í röð í Seljaskóla. „Það var svo mikilvægt fyrir okkur að vinna fyrsta leikinn og ná með því að tengja saman tímabilin. Mér finnst við vera með rosalega góða blöndu af leikmönnum og sterkan varnarkjarna í liðinu. Það eru fáir slæmir varnarmenn í liðinu,“ segir Matthías. „Við erum alveg með lið til að gera góða hluti en það er undir okkur komið hvernig andlega hliðin verður og hvernig við náum að halda áfram þessari vegferð að vera stöðugt að vinna leiki,“ segir Matthías og liðið ætlar sér ofar í töfluna en síðustu ár. „Þetta er reyndar skrítin deild en við höfum alla burði til þess að vera meðal fimm til sex efstu liðanna. Það er mjög raunhæft,“ segir Matthías. Matthías er uppalinn KR-ingur en ákvað að fara í ÍR til að fá stærra hlutverk. „Mér þykir rosalega vænt um ÍR og þetta frábæra fólk sem starfar fyrir félagið,“ segir Matthías en ræturnar eru enn þá í Vesturbænum.Matthías Orri er leiðtoginn í liði ÍR.vísir/eyþórGrjótharður KR-ingur „Ég er grjótharður KR-ingur og aðallega er ég bara rosalega mikill Vesturbæingur. Það mun aldrei fara. Eins og síðustu ár þegar við höfum verið að detta snemma út úr úrslitakeppninni þá er ég alltaf mættur á fremsta bekk í DHL-höllina að styðja við vini mína, bæði leikmenn, Bödda formann og alla. Mér þykir rosalega vænt um bæði félög,“ segir Matthías. „Eina leiðin til að sýna KR virðingu er að taka á þeim þegar maður keppir við þá og gera sitt allra besta. Reyna að rústa þeim. Það er bara þannig hugarfar í Vesturbænum og í KR að eina markmiðið er að vinna hvern einasta leik. Það er eitthvað sem ég er vonandi að taka með mér frá KR eftir að hafa verið uppalinn í svoleiðis kúltúr,“ segir Matthías. Matthías Orri er á því að hann hafi alltaf verið leiðtogi inni á körfuboltavellinum en hann skilji það þó alveg þótt sumir hafi ekki séð það fyrr en á síðustu árum. Hann og ÍR-strákarnir ætla ekki að láta slæmar spár eða umfjöllun trufla sig. „Við erum meira en nokkuð annað að reyna að búa að til sigurkúltúr og þá eigum við ekki að vera að pæla í því hvað aðrir eru að segja. Okkar hugarfar á að vera þannig að okkur líði eins og við getum ekki tapað leik,“ segir Matthías og bætir við:Þarf ekki mikið að gerast „Það tekur tíma að snúa við einhverju sem var í gangi hjá ÍR. Það var þetta dæmigerða áttunda til tíunda sæti og var það líka í eitt eða tvö ár á meðan ég var þarna. Þetta er að snúast við. Þetta lítur ágætlega út hjá okkur en það þarf ekki mikið að gerast til að við skítum í buxurnar og missum þetta hugarfar sem við erum með núna. Við þurfum því að fara varlega og halda alltaf áfram að vinna í því að verða betri,“ segir Matthías. Dominos-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti Raygun er hætt: Vildi það ekki en verður að hætta Sport Víkingar komnir í 750 milljónir og gætu spilað fram í febrúar Fótbolti Myndir: Skiltin fuku um koll fyrir leikinn mikilvæga í Kópavogi Fótbolti Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Enski boltinn Þurftu að sauma sautján spor í andlit Barcelona stráksins Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Handbolti Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Enski boltinn McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golf Sjáðu dramatíkina í París og öll mörkin úr Meistaradeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Ísland - Slóvakía | Mikið breytt landslið mætir Slóvökum Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Framlenging Körfuboltakvölds: Njarðvík getur orðið Íslandsmeistari eins og Valur Tvö lið enn ósigruð og Thunder að eiga bestu byrjun í sögu félagsins Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son „Það þarf svo margt að ganga upp til að þeir vinni“ Minnkuðu muninn um tuttugu stig á þremur mínútum gegn gamla liði Elvars Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Sjá meira
ÍR-ingar hafa ekki aðeins unnið þrjá leiki í fyrstu fjórum umferðunum í Domino’s-deild karla á þessu tímabili þeir unnu líka sjö af síðustu ellefu deildarleikjum sínum á síðasta tímabili. Aðeins eitt annað lið hefur unnið tíu deildarleiki á árinu 2017 en það eru Íslands- og bikarmeistarar KR (12 sigrar). Leiðtogi liðsins og besti maður er leikstjórnandinn Matthías Orri Sigurðarson sem er með 19,0 stig og 6,0 stoðsendingar að meðaltali í fyrstu fjórum leikjunum. ÍR-liðinu var ekki spáð alltof góðu gengi fyrir mótið en með góðri byrjun hefur liðið tekið upp þráðinn frá því í fyrravor.Rökrétt framhald „Við höldum öllum leikmönnum frá því í fyrra og bætum við okkur Kana sem hentar okkur mjög vel og við getum treyst á inni í teig. Það breikkar aðeins sóknarbúrið okkar. Ég held bara að þetta sé rökrétt framhald af því hvernig við vorum að enda tímabilið í fyrra,“ segir Matthías um góða byrjun ÍR-liðsins. Liðið hefur náð að halda sömu stemningu og í fyrra. „Þetta er samstarf á milli okkar leikmannanna og áhorfendanna sem eru náttúrulega frábærir. Það hjálpar okkur mikið að eiga ekki þessa lélegu leiki lengur. Það gerist ekki á heimavelli hjá okkur með þessa áhorfendur,“ segir Matthías en ÍR-liðið hefur nú unnið níu deildarleiki í röð í Seljaskóla. „Það var svo mikilvægt fyrir okkur að vinna fyrsta leikinn og ná með því að tengja saman tímabilin. Mér finnst við vera með rosalega góða blöndu af leikmönnum og sterkan varnarkjarna í liðinu. Það eru fáir slæmir varnarmenn í liðinu,“ segir Matthías. „Við erum alveg með lið til að gera góða hluti en það er undir okkur komið hvernig andlega hliðin verður og hvernig við náum að halda áfram þessari vegferð að vera stöðugt að vinna leiki,“ segir Matthías og liðið ætlar sér ofar í töfluna en síðustu ár. „Þetta er reyndar skrítin deild en við höfum alla burði til þess að vera meðal fimm til sex efstu liðanna. Það er mjög raunhæft,“ segir Matthías. Matthías er uppalinn KR-ingur en ákvað að fara í ÍR til að fá stærra hlutverk. „Mér þykir rosalega vænt um ÍR og þetta frábæra fólk sem starfar fyrir félagið,“ segir Matthías en ræturnar eru enn þá í Vesturbænum.Matthías Orri er leiðtoginn í liði ÍR.vísir/eyþórGrjótharður KR-ingur „Ég er grjótharður KR-ingur og aðallega er ég bara rosalega mikill Vesturbæingur. Það mun aldrei fara. Eins og síðustu ár þegar við höfum verið að detta snemma út úr úrslitakeppninni þá er ég alltaf mættur á fremsta bekk í DHL-höllina að styðja við vini mína, bæði leikmenn, Bödda formann og alla. Mér þykir rosalega vænt um bæði félög,“ segir Matthías. „Eina leiðin til að sýna KR virðingu er að taka á þeim þegar maður keppir við þá og gera sitt allra besta. Reyna að rústa þeim. Það er bara þannig hugarfar í Vesturbænum og í KR að eina markmiðið er að vinna hvern einasta leik. Það er eitthvað sem ég er vonandi að taka með mér frá KR eftir að hafa verið uppalinn í svoleiðis kúltúr,“ segir Matthías. Matthías Orri er á því að hann hafi alltaf verið leiðtogi inni á körfuboltavellinum en hann skilji það þó alveg þótt sumir hafi ekki séð það fyrr en á síðustu árum. Hann og ÍR-strákarnir ætla ekki að láta slæmar spár eða umfjöllun trufla sig. „Við erum meira en nokkuð annað að reyna að búa að til sigurkúltúr og þá eigum við ekki að vera að pæla í því hvað aðrir eru að segja. Okkar hugarfar á að vera þannig að okkur líði eins og við getum ekki tapað leik,“ segir Matthías og bætir við:Þarf ekki mikið að gerast „Það tekur tíma að snúa við einhverju sem var í gangi hjá ÍR. Það var þetta dæmigerða áttunda til tíunda sæti og var það líka í eitt eða tvö ár á meðan ég var þarna. Þetta er að snúast við. Þetta lítur ágætlega út hjá okkur en það þarf ekki mikið að gerast til að við skítum í buxurnar og missum þetta hugarfar sem við erum með núna. Við þurfum því að fara varlega og halda alltaf áfram að vinna í því að verða betri,“ segir Matthías.
Dominos-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti Raygun er hætt: Vildi það ekki en verður að hætta Sport Víkingar komnir í 750 milljónir og gætu spilað fram í febrúar Fótbolti Myndir: Skiltin fuku um koll fyrir leikinn mikilvæga í Kópavogi Fótbolti Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Enski boltinn Þurftu að sauma sautján spor í andlit Barcelona stráksins Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Handbolti Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Enski boltinn McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golf Sjáðu dramatíkina í París og öll mörkin úr Meistaradeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Ísland - Slóvakía | Mikið breytt landslið mætir Slóvökum Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Framlenging Körfuboltakvölds: Njarðvík getur orðið Íslandsmeistari eins og Valur Tvö lið enn ósigruð og Thunder að eiga bestu byrjun í sögu félagsins Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son „Það þarf svo margt að ganga upp til að þeir vinni“ Minnkuðu muninn um tuttugu stig á þremur mínútum gegn gamla liði Elvars Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Sjá meira
Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti
Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti