Tengdasonur Trump afhendir gögn vegna Rússarannsóknar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 2. nóvember 2017 23:30 Jared Kushner er einn helsti ráðgjafi Donalds Trump Vísir/epa Jared Kushner, tengdasonur Donald Trump Bandaríkjaforseta, hefur afhent Robert Mueller, sérstökum saksóknara í rannsókninni afskiptum Rússa af bandarísku forsetakosningunum í fyrra og hugsanlegu samráði þeirra við framboð Trump, gögn í tengslum við rannsóknina. Kushner er einn nánasti ráðgjafi Trump auk þess sem hann er eiginmaður Ivönku Trump. CNN greinir frá því að Mueller og félagar hafi sérstakan áhuga á að því að vita meira um aðkomu Kushner að brottrekstri James Comey úr sæti forstjóra FBI, bandarísku alríkislögreglunnar, á þessu ári. Því hafi rannsakendur spurt vitni í rannsókninni um ef og þá hvernig Kushner hafi komið að brottrekstrinum. Í frétt CNN segir að forvitni Mueller og félaga um Kushner bendi til þess að rannsókn þeirra sé farin að færast nær Hvíta húsinu og ákvarðanatöku embættismanna þar eftir að Trump tók við embætti. Þó segir einnig í frétt CNN að ekkert bendi til þess að Mueller hafi Kushner sérstaklega í sigtinu eins og er. Með því afla gagna sé verið að reyna að fá sem gleggsta mynd á atburðarrásina í tengslum við það hvernig staðið var að brottrekstri Comey. Kushner er sagður hafa orðið við beiðni Mueller um afhendingu gagnanna án vandkvæða. Hvíta húsið segir að ekki sé óeðlilegt að Mueller vilji afla sér nánari upplýsinga um Kushner þar sem hann sé lykilstarfsmaður í Hvíta húsinu auk þess sem hann hafi gegnt veigamiklu hlutverki í kosningabaráttunni. Fyrstu ákærurnar í tengslum við rannsóknina á mögulegum afskiptum Rússa af forsetakosningunum og og hugsanlegu samráði þeirra við framboð Trump voru gefnar út í vikunni. Fyrrverandi kosnigastjóri Trump og viðskiptafélagi hans hafa verið ákærðir fyrir samsæri gegn Bandaríkjunum, peningaþvætti og skattsvik. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir „Bolabíturinn“ sem Trump ætti að óttast Ef það er eitthvað sem Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ætti að óttast er það aðkoma lögfræðingsins Andrew Weismann að rannsókninni á afskiptum Rússa af forsetakosningunum í fyrra og hugsanlegu samráði þeirra við framboð Trump. 1. nóvember 2017 23:30 Þetta þarftu að vita um Rússarannsókn Mueller Rannsóknin á afskiptum Rússa af bandarísku forsetakosningunum í fyrra hefur aftur ratað í kastljós fjölmiðla eftir að fyrstu ákærurnar í rannsókn bandaríska dómsmálaráðuneytisins og alríkislögreglunnar voru birtar á mánudag. 1. nóvember 2017 09:45 Sex Rússar mögulega ákærðir vegna tölvuinnbrots hjá demókrötum Þúsundir tölvupósta sem stolið var af tölvum Demókrataflokksins í fyrra voru birtir á Wikileaks. Bandarísk yfirvöld telja sig vita að rússneskir hakkarar hafi verið þar á ferðinni. 2. nóvember 2017 14:25 Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Fleiri fréttir Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Sjá meira
Jared Kushner, tengdasonur Donald Trump Bandaríkjaforseta, hefur afhent Robert Mueller, sérstökum saksóknara í rannsókninni afskiptum Rússa af bandarísku forsetakosningunum í fyrra og hugsanlegu samráði þeirra við framboð Trump, gögn í tengslum við rannsóknina. Kushner er einn nánasti ráðgjafi Trump auk þess sem hann er eiginmaður Ivönku Trump. CNN greinir frá því að Mueller og félagar hafi sérstakan áhuga á að því að vita meira um aðkomu Kushner að brottrekstri James Comey úr sæti forstjóra FBI, bandarísku alríkislögreglunnar, á þessu ári. Því hafi rannsakendur spurt vitni í rannsókninni um ef og þá hvernig Kushner hafi komið að brottrekstrinum. Í frétt CNN segir að forvitni Mueller og félaga um Kushner bendi til þess að rannsókn þeirra sé farin að færast nær Hvíta húsinu og ákvarðanatöku embættismanna þar eftir að Trump tók við embætti. Þó segir einnig í frétt CNN að ekkert bendi til þess að Mueller hafi Kushner sérstaklega í sigtinu eins og er. Með því afla gagna sé verið að reyna að fá sem gleggsta mynd á atburðarrásina í tengslum við það hvernig staðið var að brottrekstri Comey. Kushner er sagður hafa orðið við beiðni Mueller um afhendingu gagnanna án vandkvæða. Hvíta húsið segir að ekki sé óeðlilegt að Mueller vilji afla sér nánari upplýsinga um Kushner þar sem hann sé lykilstarfsmaður í Hvíta húsinu auk þess sem hann hafi gegnt veigamiklu hlutverki í kosningabaráttunni. Fyrstu ákærurnar í tengslum við rannsóknina á mögulegum afskiptum Rússa af forsetakosningunum og og hugsanlegu samráði þeirra við framboð Trump voru gefnar út í vikunni. Fyrrverandi kosnigastjóri Trump og viðskiptafélagi hans hafa verið ákærðir fyrir samsæri gegn Bandaríkjunum, peningaþvætti og skattsvik.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir „Bolabíturinn“ sem Trump ætti að óttast Ef það er eitthvað sem Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ætti að óttast er það aðkoma lögfræðingsins Andrew Weismann að rannsókninni á afskiptum Rússa af forsetakosningunum í fyrra og hugsanlegu samráði þeirra við framboð Trump. 1. nóvember 2017 23:30 Þetta þarftu að vita um Rússarannsókn Mueller Rannsóknin á afskiptum Rússa af bandarísku forsetakosningunum í fyrra hefur aftur ratað í kastljós fjölmiðla eftir að fyrstu ákærurnar í rannsókn bandaríska dómsmálaráðuneytisins og alríkislögreglunnar voru birtar á mánudag. 1. nóvember 2017 09:45 Sex Rússar mögulega ákærðir vegna tölvuinnbrots hjá demókrötum Þúsundir tölvupósta sem stolið var af tölvum Demókrataflokksins í fyrra voru birtir á Wikileaks. Bandarísk yfirvöld telja sig vita að rússneskir hakkarar hafi verið þar á ferðinni. 2. nóvember 2017 14:25 Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Fleiri fréttir Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Sjá meira
„Bolabíturinn“ sem Trump ætti að óttast Ef það er eitthvað sem Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ætti að óttast er það aðkoma lögfræðingsins Andrew Weismann að rannsókninni á afskiptum Rússa af forsetakosningunum í fyrra og hugsanlegu samráði þeirra við framboð Trump. 1. nóvember 2017 23:30
Þetta þarftu að vita um Rússarannsókn Mueller Rannsóknin á afskiptum Rússa af bandarísku forsetakosningunum í fyrra hefur aftur ratað í kastljós fjölmiðla eftir að fyrstu ákærurnar í rannsókn bandaríska dómsmálaráðuneytisins og alríkislögreglunnar voru birtar á mánudag. 1. nóvember 2017 09:45
Sex Rússar mögulega ákærðir vegna tölvuinnbrots hjá demókrötum Þúsundir tölvupósta sem stolið var af tölvum Demókrataflokksins í fyrra voru birtir á Wikileaks. Bandarísk yfirvöld telja sig vita að rússneskir hakkarar hafi verið þar á ferðinni. 2. nóvember 2017 14:25