Áhugavert að sjá Pírata breytast í hefðbundnari flokk Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. nóvember 2017 12:30 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður og varaformaður Sjálfstæðisflokksins, ræddi stjórnarmyndunarviðræðurnar í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Vísir/Ernir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður og varaformaður Sjálfstæðisflokksins, sagði áhugavert að fylgjast með Pírötum breytast í hefðbundnari flokk í stjórnarmyndunarviðræðum við Vinstri græn, Samfylkinguna og Framsókn. Þá velti hún því fyrir sér hvort forseti Íslands hefði gefið umboð til minnihlutastjórnar þegar hann veitti Katrínu Jakobsdóttur, formanni Vinstri grænna, ríkisstjórnarumboðið í vikunni. Áslaug Arna var gestur í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun ásamt Kolbeini Óttarssyni Proppé, þingmanni Vinstri grænna, og Eygló Harðardóttur, fyrrverandi alþingismanni og ráðherra Framsóknarflokksins, þar sem stjórnarmyndunarviðræðurnar voru ræddar.Sjá einnig: Þingflokkar flokkanna fjögurra funda í dagGaf forsetinn umboð til minnihlutastjórnar?Sjálfstæðisflokkurinn stendur nú utan stjórnarmyndunarviðræðna, sem telst nokkuð óvenjuleg staða. Flokkurinn hefur átt aðild að miklum meirihluta ríkisstjórna sem myndaðar hafa verið frá stofnun hans. Áslaug Arna, sem situr á þingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn, sagði áhugavert að fylgjast með Pírötum hverfa frá ýmsum kröfum sínum í viðræðum við Vinstri græn, Samfylkinguna og Framsóknarflokkinn. Hún taldi Pírata enn fremur veikasta hlekk stjórnarmyndunarviðræðanna. „Mér finnst áhugavert að sjá hvernig Píratar eru að breytast hratt í hefðbundnari flokk þegar kemur að svona mörgum kröfum sem þeir voru með í fyrra. Það er ýmislegt áhugavert við þetta, og hvernig Björn Leví talaði í vikunni, varðandi að þetta væri minnihlutastjórn og hann ætlaði sko ekki að styðja öll mál ríkisstjórnarinnar,“ sagði Áslaug Arna. Hún vísaði þar í ummæli Björns Levís Gunnarssonar, þingmanns Pírata, sem sagðist ekki vilja vera í stjórn þar sem ekki væri meirihluti kjósenda á bak við stjórnarmeirihlutann.Katrín ásamt Guðna Th. Jóhannessyni forseta Íslands. Forsetinn veitti Katrínu stjórnarmyndunarumboð í vikunni.Vísir/ErnirÁslaug Arna minntist einnig á aðkomu forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessonar, að stjórnarmyndunarviðræðunum. „Maður veltir fyrir sér hvort forsetinn hafi verið að gefa umboð til minnihlutastjórnar, eða hvernig þetta væri sko. Svo var auðvitað áhugavert líka hvernig forsetinn gerði þetta, hann gaf umboðið til að mynda ákveðna stjórn. Það höfum við aldrei séð áður,“ sagði Áslaug Arna.Möguleg samkeppni um forsætisráðherrastólinnÁslaug Arna minntist, auk Pírata, sérstaklega á Framsóknarflokkinn, sem gegndi nú augljóslega lykilhlutverki í myndun ríkisstjórnar. Þá velti hún því fyrir sér hvort samkeppni væri um forsætisráðherrastólinn, sem Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, hefur helst verið orðuð við. „Svo er auðvitað líka áhugavert hvað margt hefur breyst á einu ári. Framsóknarflokkurinn er svona svolítið með pálmann í höndum sér í þessum stórnarmynunarviðræðum, virðist vera. Það er auðvitað fundað hjá Sigurði Inga og maður veltir fyrir sér hvort það sé augljóst hvert sé forsætisráðherraefnið í þessum stjórnarmyndunarviðræðum. En fyrir ári síðan þá útilokuðu langflestir flokkar að vinna með Framsóknarflokknum,“ sagði Áslaug.Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna.Vísir/Anton Brink„Ég meina, Katrín er með umboðið“Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, gaf lítið fyrir vangaveltur Áslaugar Örnu um forsætisráðherraefni mögulegrar ríkisstjórnar VG, Samfylkingarinnar, Framsóknar og Pírata. Hann sagði augljóst hver yrði forsætisráðherra. „Jú, ég veit ekki að hverju Áslaug er að ýja hér. Þetta eru kannski bara hefðbundin skot þingmanns í stjórnmálaflokki sem er ekki með í stjórnarmyndunarviðræðum, svona reynt að pota í allt og það er bara þannig. Þannig er pólitíkin og ég gef ekki mikið fyrir þetta, ég meina Katrín er með umboðið,“ sagði Kolbeinn. Þá vildi hann heldur ekki samþykkja ummæli Áslaugar Örnu um Pírata, sem hún sagði vera að hverfa frá stefnu sinni í ýmsum málum. „Píratar eru bara að taka þátt í stjórnarmyndunarviðræðum, þeir ætluðu varla að vera það óhefðbundinn stjórnmálaflokkur að þeir ætluðu aldrei að gera það. Þannig að mér finnst þetta nú ekki þvílík tíðindi í stjórnmálum eins og mér finnst aðeins hér verið að boða.“Hlusta má á viðtalið við Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, Kolbein Óttarsson Proppé og Eygló Harðardóttur í Sprengisandi í spilaranum að neðan. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Áhyggjur af reynsluleysi Pírata Reynsluleysi í stjórnmálum er meira áhyggjuefni en málefnagrundvöllurinn í viðræðum þeirra flokka sem reyna nú að mynda ríkisstjórn. 3. nóvember 2017 06:30 Katrín hefur ekki áhyggjur af tæpum meirihluta gömlu stjórnarandstöðuflokkanna í ríkisstjórn Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, hefur ekki áhyggjur af tæpum meirihluta VG, Samfylkingarinnar, Framsóknarflokksins og Pírata í hugsanlegri ríkisstjórn. 1. nóvember 2017 13:15 Framhald viðræðna ræðst á mánudaginn Viðræður um stjórnarmyndun halda áfram um helgina og staðan svo metin á mánudaginn. 4. nóvember 2017 07:00 Katrín komin með keflið Formlegar stjórnarviðræður undir forystu Katrínar Jakobsdóttur hafnar. 2. nóvember 2017 16:16 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Fleiri fréttir Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Sjá meira
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður og varaformaður Sjálfstæðisflokksins, sagði áhugavert að fylgjast með Pírötum breytast í hefðbundnari flokk í stjórnarmyndunarviðræðum við Vinstri græn, Samfylkinguna og Framsókn. Þá velti hún því fyrir sér hvort forseti Íslands hefði gefið umboð til minnihlutastjórnar þegar hann veitti Katrínu Jakobsdóttur, formanni Vinstri grænna, ríkisstjórnarumboðið í vikunni. Áslaug Arna var gestur í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun ásamt Kolbeini Óttarssyni Proppé, þingmanni Vinstri grænna, og Eygló Harðardóttur, fyrrverandi alþingismanni og ráðherra Framsóknarflokksins, þar sem stjórnarmyndunarviðræðurnar voru ræddar.Sjá einnig: Þingflokkar flokkanna fjögurra funda í dagGaf forsetinn umboð til minnihlutastjórnar?Sjálfstæðisflokkurinn stendur nú utan stjórnarmyndunarviðræðna, sem telst nokkuð óvenjuleg staða. Flokkurinn hefur átt aðild að miklum meirihluta ríkisstjórna sem myndaðar hafa verið frá stofnun hans. Áslaug Arna, sem situr á þingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn, sagði áhugavert að fylgjast með Pírötum hverfa frá ýmsum kröfum sínum í viðræðum við Vinstri græn, Samfylkinguna og Framsóknarflokkinn. Hún taldi Pírata enn fremur veikasta hlekk stjórnarmyndunarviðræðanna. „Mér finnst áhugavert að sjá hvernig Píratar eru að breytast hratt í hefðbundnari flokk þegar kemur að svona mörgum kröfum sem þeir voru með í fyrra. Það er ýmislegt áhugavert við þetta, og hvernig Björn Leví talaði í vikunni, varðandi að þetta væri minnihlutastjórn og hann ætlaði sko ekki að styðja öll mál ríkisstjórnarinnar,“ sagði Áslaug Arna. Hún vísaði þar í ummæli Björns Levís Gunnarssonar, þingmanns Pírata, sem sagðist ekki vilja vera í stjórn þar sem ekki væri meirihluti kjósenda á bak við stjórnarmeirihlutann.Katrín ásamt Guðna Th. Jóhannessyni forseta Íslands. Forsetinn veitti Katrínu stjórnarmyndunarumboð í vikunni.Vísir/ErnirÁslaug Arna minntist einnig á aðkomu forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessonar, að stjórnarmyndunarviðræðunum. „Maður veltir fyrir sér hvort forsetinn hafi verið að gefa umboð til minnihlutastjórnar, eða hvernig þetta væri sko. Svo var auðvitað áhugavert líka hvernig forsetinn gerði þetta, hann gaf umboðið til að mynda ákveðna stjórn. Það höfum við aldrei séð áður,“ sagði Áslaug Arna.Möguleg samkeppni um forsætisráðherrastólinnÁslaug Arna minntist, auk Pírata, sérstaklega á Framsóknarflokkinn, sem gegndi nú augljóslega lykilhlutverki í myndun ríkisstjórnar. Þá velti hún því fyrir sér hvort samkeppni væri um forsætisráðherrastólinn, sem Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, hefur helst verið orðuð við. „Svo er auðvitað líka áhugavert hvað margt hefur breyst á einu ári. Framsóknarflokkurinn er svona svolítið með pálmann í höndum sér í þessum stórnarmynunarviðræðum, virðist vera. Það er auðvitað fundað hjá Sigurði Inga og maður veltir fyrir sér hvort það sé augljóst hvert sé forsætisráðherraefnið í þessum stjórnarmyndunarviðræðum. En fyrir ári síðan þá útilokuðu langflestir flokkar að vinna með Framsóknarflokknum,“ sagði Áslaug.Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna.Vísir/Anton Brink„Ég meina, Katrín er með umboðið“Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, gaf lítið fyrir vangaveltur Áslaugar Örnu um forsætisráðherraefni mögulegrar ríkisstjórnar VG, Samfylkingarinnar, Framsóknar og Pírata. Hann sagði augljóst hver yrði forsætisráðherra. „Jú, ég veit ekki að hverju Áslaug er að ýja hér. Þetta eru kannski bara hefðbundin skot þingmanns í stjórnmálaflokki sem er ekki með í stjórnarmyndunarviðræðum, svona reynt að pota í allt og það er bara þannig. Þannig er pólitíkin og ég gef ekki mikið fyrir þetta, ég meina Katrín er með umboðið,“ sagði Kolbeinn. Þá vildi hann heldur ekki samþykkja ummæli Áslaugar Örnu um Pírata, sem hún sagði vera að hverfa frá stefnu sinni í ýmsum málum. „Píratar eru bara að taka þátt í stjórnarmyndunarviðræðum, þeir ætluðu varla að vera það óhefðbundinn stjórnmálaflokkur að þeir ætluðu aldrei að gera það. Þannig að mér finnst þetta nú ekki þvílík tíðindi í stjórnmálum eins og mér finnst aðeins hér verið að boða.“Hlusta má á viðtalið við Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, Kolbein Óttarsson Proppé og Eygló Harðardóttur í Sprengisandi í spilaranum að neðan.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Áhyggjur af reynsluleysi Pírata Reynsluleysi í stjórnmálum er meira áhyggjuefni en málefnagrundvöllurinn í viðræðum þeirra flokka sem reyna nú að mynda ríkisstjórn. 3. nóvember 2017 06:30 Katrín hefur ekki áhyggjur af tæpum meirihluta gömlu stjórnarandstöðuflokkanna í ríkisstjórn Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, hefur ekki áhyggjur af tæpum meirihluta VG, Samfylkingarinnar, Framsóknarflokksins og Pírata í hugsanlegri ríkisstjórn. 1. nóvember 2017 13:15 Framhald viðræðna ræðst á mánudaginn Viðræður um stjórnarmyndun halda áfram um helgina og staðan svo metin á mánudaginn. 4. nóvember 2017 07:00 Katrín komin með keflið Formlegar stjórnarviðræður undir forystu Katrínar Jakobsdóttur hafnar. 2. nóvember 2017 16:16 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Fleiri fréttir Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Sjá meira
Áhyggjur af reynsluleysi Pírata Reynsluleysi í stjórnmálum er meira áhyggjuefni en málefnagrundvöllurinn í viðræðum þeirra flokka sem reyna nú að mynda ríkisstjórn. 3. nóvember 2017 06:30
Katrín hefur ekki áhyggjur af tæpum meirihluta gömlu stjórnarandstöðuflokkanna í ríkisstjórn Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, hefur ekki áhyggjur af tæpum meirihluta VG, Samfylkingarinnar, Framsóknarflokksins og Pírata í hugsanlegri ríkisstjórn. 1. nóvember 2017 13:15
Framhald viðræðna ræðst á mánudaginn Viðræður um stjórnarmyndun halda áfram um helgina og staðan svo metin á mánudaginn. 4. nóvember 2017 07:00
Katrín komin með keflið Formlegar stjórnarviðræður undir forystu Katrínar Jakobsdóttur hafnar. 2. nóvember 2017 16:16