Körfubolti

ÍR-ingar í átta liða úrslit

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Matthías Orri Sigurðarson.
Matthías Orri Sigurðarson. Vísir/Ernir
ÍR-liðið er komið í átta liða úrslit Maltbikars karla eftir 23 stiga heimasigur á 1. deildarliði Snæfells, 99-76, í Seljaskólanum í kvöld.

ÍR-ingar hafa þar með unnið sex af fyrstu sjö leikjum sínum í deild og bikar á þessu tímabili.

ÍR-liðið var með níu stiga forskot eftir fyrsta leikhlutann, 22-13, og góð tök á leiknum eftir það. Það munaði ennþá níu stigum í hálfleik, 48-39, en ÍR-inga stigu aðeins á bensíngjöfina og unnu sannfærandi sigur.

Ryan Taylor var atkvæðamestur ÍR-inga með 24 stig, 11 fráköst og 6 stoðsendingar.  Kristinn Marinósson skoraði 21 stig, Sæþór Elmar Kristjánsson var með 15 stig og  Matthías Orri Sigurðarson bætti við 11 stigum, 6 fráköstum og 7 stoðsendingum.

Geir Elías Úlfur Helgason var stigahæstur hjá Snæfelli með 20 stig og  Christian David Covile skoraði 18 stig og tók 10 fráköst.

ÍR er þriðja liðið sem kemst í átta liða úrslit bikarsins en áður höfðu Haukar og Breiðablik tryggt sér farseðilinn þangað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×