Akstursglaðir þingmenn skikkaðir á bílaleigubíla Sveinn Arnarsson skrifar 6. nóvember 2017 06:00 Ekki er gerður greinarmunur á bifreiðum. vísir/pjetur Greitt er sama akstursgjald til allra þingmanna óháð því hvort þeir keyra um á stórum dísilknúnum jeppum eða rafbílum þrátt fyrir að mun ódýrara sé að reka rafbíla en bíla sem knúnir eru áfram með jarðefnaeldsneyti. Karl Magnús Kristjánsson, aðstoðarskrifstofustjóri Alþingis, segir reglurnar koma úr fjármálaráðuneytinu og þingið breyti þeim ekki. „Við gerum engan greinarmun á því hvers konar bifreiðar þingmenn nota. Við höfum reglur ferðakostnaðarnefndar og fylgjum þeim viðmiðum. Við tökum ekki sjálfstæðar ákvarðanir með þær,“ segir Karl. Sigríður Vilhjálmsdóttir, ritari ferðakostnaðarnefndar Alþingis, staðfestir í samtali við Fréttablaðið að það hafi ekki komið til tals í nefndinni að rafbílar þyrftu ekki svo háar upphæðir vegna aksturs. Ekki sé gerður greinarmunur á gerðum bíla hvað það varðar. Fréttablaðið hefur óskað eftir því að fá sundurliðað hjá Alþingi eftir þingmönnum hversu mikið þingmenn aki á eigin bifreiðum á ári og hvað þeir fái greitt vegna þess. Alþingi hefur ekki orðið við þeirri ósk og ber fyrir sig að þar sé um trúnaðarupplýsingar að ræða. Fram kemur í 6. grein reglna um ferðakostnað þingmanna um tilhögun á greiðslu ferðakostnaðar að ef alþingismaður þarf að aka meira en 15 þúsund kílómetra á ári í starfi sínu skal hann fá til afnota bílaleigubifreið sem skrifstofa þingsins leggur til. Þingið greiðir allan rekstrarkostnað bifreiðarinnar. Þessi klausa kom inn í starfsreglurnar í upphafi þessa árs. Karl Magnús segist ekki vita á þessari stundu hversu margir þingmenn falli undir þetta ákvæði. Ákvæðið hafi ekki verið notað áður. „Ég get ekki tjáð mig um málið nema að öðru leyti en því að þessi málsgrein verður virkjuð á næstu vikum. Ég hef ekki upplýsingar um hversu margir, ef einhverjir, aki meira en 15 þúsund kílómetra á ári en það mun koma í ljós,“ segir Karl Magnús. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Svarar ekki um aksturskostnað: „Þið eruð ekki að spyrja hvað lögfræðingarnir frá Rauða krossinum eru að fá“ Svar fyrrverandi þingforseta leiðir í ljós háar upphæðir til þingmanna 2013-2106. Þingmaður Sjálfstæðisflokks hefur aldrei velt fyrir sér hvort ódýrara sé að nota bílaleigubíl. Alþingi gefur ekki upp persónugreinanlegar upplýsingar. 1. nóvember 2017 06:00 Ásmundur biður Rauða krossinn afsökunar: Segist hafa verið argur og þreyttur Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir síðustu tvo daga hafa verið sér þunga í skauti. 1. nóvember 2017 22:31 Mest lesið Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Erlent Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Innlent Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent „Hver stendur í vegi fyrir því? Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur“ Innlent Grjóthnullungar á stærð við mannfólk í átt að ferðamönnum Innlent Gular viðvaranir gefnar út Innlent Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala Innlent Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Erlent Fleiri fréttir „Hver stendur í vegi fyrir því? Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur“ Ræða Guðrúnar: Opnara forystukjör, orðljót verkalýðshreyfing og látins félaga minnst Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Vandasamt starf að stýra 2100 manna fundi „Stoðir réttarríkisins eru ekki í hættu“ Gular viðvaranir gefnar út Boða til bænastundar vegna banaslyssins í Vík Bandaríkin séu ekki raunverulegir málsvarar frelsis Grjóthnullungar á stærð við mannfólk í átt að ferðamönnum Hitafundur í Hvíta húsinu og óveður í Reynisfjöru Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Grjót berst yfir veginn við Kjalarnes vegna hafróts Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala „Við gefumst ekki upp á ykkur“ „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Sjá meira
Greitt er sama akstursgjald til allra þingmanna óháð því hvort þeir keyra um á stórum dísilknúnum jeppum eða rafbílum þrátt fyrir að mun ódýrara sé að reka rafbíla en bíla sem knúnir eru áfram með jarðefnaeldsneyti. Karl Magnús Kristjánsson, aðstoðarskrifstofustjóri Alþingis, segir reglurnar koma úr fjármálaráðuneytinu og þingið breyti þeim ekki. „Við gerum engan greinarmun á því hvers konar bifreiðar þingmenn nota. Við höfum reglur ferðakostnaðarnefndar og fylgjum þeim viðmiðum. Við tökum ekki sjálfstæðar ákvarðanir með þær,“ segir Karl. Sigríður Vilhjálmsdóttir, ritari ferðakostnaðarnefndar Alþingis, staðfestir í samtali við Fréttablaðið að það hafi ekki komið til tals í nefndinni að rafbílar þyrftu ekki svo háar upphæðir vegna aksturs. Ekki sé gerður greinarmunur á gerðum bíla hvað það varðar. Fréttablaðið hefur óskað eftir því að fá sundurliðað hjá Alþingi eftir þingmönnum hversu mikið þingmenn aki á eigin bifreiðum á ári og hvað þeir fái greitt vegna þess. Alþingi hefur ekki orðið við þeirri ósk og ber fyrir sig að þar sé um trúnaðarupplýsingar að ræða. Fram kemur í 6. grein reglna um ferðakostnað þingmanna um tilhögun á greiðslu ferðakostnaðar að ef alþingismaður þarf að aka meira en 15 þúsund kílómetra á ári í starfi sínu skal hann fá til afnota bílaleigubifreið sem skrifstofa þingsins leggur til. Þingið greiðir allan rekstrarkostnað bifreiðarinnar. Þessi klausa kom inn í starfsreglurnar í upphafi þessa árs. Karl Magnús segist ekki vita á þessari stundu hversu margir þingmenn falli undir þetta ákvæði. Ákvæðið hafi ekki verið notað áður. „Ég get ekki tjáð mig um málið nema að öðru leyti en því að þessi málsgrein verður virkjuð á næstu vikum. Ég hef ekki upplýsingar um hversu margir, ef einhverjir, aki meira en 15 þúsund kílómetra á ári en það mun koma í ljós,“ segir Karl Magnús.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Svarar ekki um aksturskostnað: „Þið eruð ekki að spyrja hvað lögfræðingarnir frá Rauða krossinum eru að fá“ Svar fyrrverandi þingforseta leiðir í ljós háar upphæðir til þingmanna 2013-2106. Þingmaður Sjálfstæðisflokks hefur aldrei velt fyrir sér hvort ódýrara sé að nota bílaleigubíl. Alþingi gefur ekki upp persónugreinanlegar upplýsingar. 1. nóvember 2017 06:00 Ásmundur biður Rauða krossinn afsökunar: Segist hafa verið argur og þreyttur Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir síðustu tvo daga hafa verið sér þunga í skauti. 1. nóvember 2017 22:31 Mest lesið Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Erlent Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Innlent Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent „Hver stendur í vegi fyrir því? Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur“ Innlent Grjóthnullungar á stærð við mannfólk í átt að ferðamönnum Innlent Gular viðvaranir gefnar út Innlent Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala Innlent Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Erlent Fleiri fréttir „Hver stendur í vegi fyrir því? Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur“ Ræða Guðrúnar: Opnara forystukjör, orðljót verkalýðshreyfing og látins félaga minnst Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Vandasamt starf að stýra 2100 manna fundi „Stoðir réttarríkisins eru ekki í hættu“ Gular viðvaranir gefnar út Boða til bænastundar vegna banaslyssins í Vík Bandaríkin séu ekki raunverulegir málsvarar frelsis Grjóthnullungar á stærð við mannfólk í átt að ferðamönnum Hitafundur í Hvíta húsinu og óveður í Reynisfjöru Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Grjót berst yfir veginn við Kjalarnes vegna hafróts Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala „Við gefumst ekki upp á ykkur“ „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Sjá meira
Svarar ekki um aksturskostnað: „Þið eruð ekki að spyrja hvað lögfræðingarnir frá Rauða krossinum eru að fá“ Svar fyrrverandi þingforseta leiðir í ljós háar upphæðir til þingmanna 2013-2106. Þingmaður Sjálfstæðisflokks hefur aldrei velt fyrir sér hvort ódýrara sé að nota bílaleigubíl. Alþingi gefur ekki upp persónugreinanlegar upplýsingar. 1. nóvember 2017 06:00
Ásmundur biður Rauða krossinn afsökunar: Segist hafa verið argur og þreyttur Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir síðustu tvo daga hafa verið sér þunga í skauti. 1. nóvember 2017 22:31