Segir Trump yngri hafa boðið greiða gegn gögnum um Clinton Samúel Karl Ólason skrifar 6. nóvember 2017 15:40 Natalia Veselnitskaya, rússneski lögfræðingurinn sem fundað með Donald Trump yngri og öðrum starfsmönnum framboðs Trump í júní í fyrra. Vísir/AFP Natalia Veselnitskaya, rússneski lögfræðingurinn sem fundað með Donald Trump yngri og öðrum starfsmönnum framboðs Trump í júní í fyrra, segir Trump yngri hafa gefið í skyn að lög sem beindust gegn Rússlandi yrðu endurskoðuð ef Trump eldri myndi vinna forsetakosningarnar. Hún segir hann hafa beðið um sönnunargögn um að fjármunir hefðu borist til framboðs Hillary Clinton með ólöglegum hætti. Veselnitskaya ræddi við blaðamenn Bloomberg í Moskvu á dögunum og sagðist hún ætla að setja rannsóknarnefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings hið sama. Hún fer hins vegar fram á svör hennar verði gerð opinber, en þingnefndin hefur ekki fallist á það.Umdeildur fundurHún hefur fengið fjölda spurninga frá nefndinni varðandi fund hennar og starfsmanna Trump í Trump-turninum í New York. Í tölvupóstum sem sendir voru á milli Trump yngri og annarra kom fram að fundurinn væri svo hægt væri að koma gögnum sem skaðað gætu framboð Clinton til Trump-liða og það væri liður í aðgerðum stjórnvalda Rússlands til að styðja framboð Trump. Á fundinum voru einnig þeir Paul Manafort, þáverandi kosningastjóri Trump, og Jared Kushner, tengdasonur Trump og ráðgjafi hans.Sjá einnig: „Ég elska það“: Trump yngri birtir tölvupóstanaVeselnitskaya sagði blaðamönnum Bloomberg að hún væri einnig tilbúin til að svara spurningum rannsakenda Robert Mueller, sérstaks saksóknara Dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, sem rannsakar afskipti Rússa af forsetakosningunum og mögulega aðkomu framboðs Trump að þeim afskiptum.Mætti með gögn um skattasvik Veselnitskaya segir að hún hafi farið á fundinni til að sýna forsvarsmönnum framboðsins upplýsingar um að fjárhagslegir bakhjarlar Demókrataflokksins hefðu svikið undan sköttum og þrýsta á þá að breyta lögum sem kallast Magnitsky-lögin. Þau lög voru sett á til að refsa rússneskum embættismönnum fyrir morðið á rússneskum endurskoðenda sem hafði sakað Kremlin um spillingu.Hún segir Trump yngri hafa sagt að það væri hægt að endurskoða lögin ef Trump eldri kæmist til valda. Hún segir hann einnig hafa sagt að mögulega hefðu Bandaríkin gert mistök með lögunum en það gæti tekið langan tíma að komast til botns í málinu. Þá segir hún einnig að Trump yngri hefði beðið hana um gögn sem sýndu að einhverjir af þeim fjármunum sem bakhjarlar Demókrataflokksins hefðu verið að koma undan sköttum hefðu endað í framboði Clinton.Ekki gögnin sem þeir vildu Veselnitskaya sagði að hún hefði ekki verið með slík gögn og að fundurinn hefði verið misheppnaður. Trump yngri hefur einnig sagt að hann hefði sóað tíma sínum með því að hitta Veselnitskaya. Þetta er þó í fyrsta sinn sem hún tjáir sig opinberlega um hvað fór fram á fundinum. Lögmaður Trump yngri sagði Bloomberg að hann hefði ekkert um málið að segja. Hún segir einnig að hún hafi farið á fundinn á eigin vegum og að hún hafi ekki verið í forsvari fyrir stjórnvöld Rússlands. Hins vegar eru vísbendingar um að hið opinbera í Rússlandi hafi komið að málinu. Veselnitskaya mætti á fundinn í Trump-turni með fjögurra síðna minnisblað sem innihélt mjög svipaðar upplýsingar og hún hafði áður rætt við æðsta saksóknarar Rússlands, Yuri Y. Chaika. Tveimur mánuðum fyrir fundinn hafði skrifstofa Chaika útvegað bandaríska þingmanninum Dana Rohrabacher. Hún hafði einnig fundað sjálf með Rohrabacher í apríl.Sjá einnig: Gögn sem framboð Trump fékk fóru í gegnum KremlRohrabacher hefur lengi verið mjög hliðhollur Rússlandi og talað fyrir bættum samskiptum ríkjanna. Háttsettur þingmaður Repúblikanaflokksins, Kevin McCarthy, sagði við aðra leiðtoga flokksins í fyrra að hann væri viss um að Vladimir Putin, forseti Rússlands, greiddi tveimur manneskjum laun. Það væru þeir Rohrabacher og Donald Trump. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Trump sagður rjúkandi reiður eftir ákærurnar Bandamenn Bandaríkjaforseta hvísla um að ákærur á hendur fyrrverandi starfsmönnum framboðs hans auki líkurnar á að hann grípi inn í rannsókn Roberts Mueller. 31. október 2017 11:53 Paradísarskjölin: Viðskiptaráðherra Trump í slagtogi með tengdasyni Pútin Wilbur Ross, viðskiptaráðherra Bandaríkjanna, á í umfangsmiklum viðskiptum með tengdasyni Vladimir Pútin, forseta Rússlansd, í gegnum net aflandssfélaga. 6. nóvember 2017 11:30 Trump sagður kenna tengdasyni sínum um Rússarannsóknina Bandamenn Trump ráðleggja honum að berjast gegn rannsókn Robert Mueller. 3. nóvember 2017 13:15 Sendi Trump-liðum skýr skilaboð "Skilaboðin eru ekki bara um Manafort. Þau eru til næstu fimm manna sem þeir munu tala við. Skilaboðin eru: Við erum á leiðinni, við erum ekki að grínast, okkur er alvara.“ 31. október 2017 13:15 Tengdasonur Trump afhendir gögn vegna Rússarannsóknar Jared Kushner, tengdasonur Donald Trump Bandaríkjaforseta, hefur afhent Robert Mueller, sérstökum saksóknara í rannsókninni afskiptum Rússa af bandarísku forsetakosningunum í fyrra og hugsanlegu samráði þeirra við framboð Trump, gögn í tengslum við rannsóknina. 2. nóvember 2017 23:30 „Bolabíturinn“ sem Trump ætti að óttast Ef það er eitthvað sem Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ætti að óttast er það aðkoma lögfræðingsins Andrew Weismann að rannsókninni á afskiptum Rússa af forsetakosningunum í fyrra og hugsanlegu samráði þeirra við framboð Trump. 1. nóvember 2017 23:30 Þetta þarftu að vita um Rússarannsókn Mueller Rannsóknin á afskiptum Rússa af bandarísku forsetakosningunum í fyrra hefur aftur ratað í kastljós fjölmiðla eftir að fyrstu ákærurnar í rannsókn bandaríska dómsmálaráðuneytisins og alríkislögreglunnar voru birtar á mánudag. 1. nóvember 2017 09:45 Ráðgjafi framboðs Trump hitti fulltrúa Rússa í fyrra Frekari staðfestingar eru nú að koma fram um samskipti fulltrúa framboðs Donalds Trump við rússneska embættismenn í kosningabaráttunni í fyrra. 4. nóvember 2017 09:17 Trump-liðar ákærðir fyrir tólf lögbrot Fyrstu ákærurnar í rannsókn sérstaks saksóknara á tengslum rússneskra yfirvalda við forsetaframboð Donalds Trump líta dagsins ljós. 31. október 2017 06:00 Auglýsingarnar sem Rússar dreifðu um Bandaríkin Færslurnar snérust flestar um umdeild málefni og tóku umræddir útsendarar stöðu með báðum hliðum ýmissa deilna. 2. nóvember 2017 14:30 Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Fleiri fréttir Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Sjá meira
Natalia Veselnitskaya, rússneski lögfræðingurinn sem fundað með Donald Trump yngri og öðrum starfsmönnum framboðs Trump í júní í fyrra, segir Trump yngri hafa gefið í skyn að lög sem beindust gegn Rússlandi yrðu endurskoðuð ef Trump eldri myndi vinna forsetakosningarnar. Hún segir hann hafa beðið um sönnunargögn um að fjármunir hefðu borist til framboðs Hillary Clinton með ólöglegum hætti. Veselnitskaya ræddi við blaðamenn Bloomberg í Moskvu á dögunum og sagðist hún ætla að setja rannsóknarnefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings hið sama. Hún fer hins vegar fram á svör hennar verði gerð opinber, en þingnefndin hefur ekki fallist á það.Umdeildur fundurHún hefur fengið fjölda spurninga frá nefndinni varðandi fund hennar og starfsmanna Trump í Trump-turninum í New York. Í tölvupóstum sem sendir voru á milli Trump yngri og annarra kom fram að fundurinn væri svo hægt væri að koma gögnum sem skaðað gætu framboð Clinton til Trump-liða og það væri liður í aðgerðum stjórnvalda Rússlands til að styðja framboð Trump. Á fundinum voru einnig þeir Paul Manafort, þáverandi kosningastjóri Trump, og Jared Kushner, tengdasonur Trump og ráðgjafi hans.Sjá einnig: „Ég elska það“: Trump yngri birtir tölvupóstanaVeselnitskaya sagði blaðamönnum Bloomberg að hún væri einnig tilbúin til að svara spurningum rannsakenda Robert Mueller, sérstaks saksóknara Dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, sem rannsakar afskipti Rússa af forsetakosningunum og mögulega aðkomu framboðs Trump að þeim afskiptum.Mætti með gögn um skattasvik Veselnitskaya segir að hún hafi farið á fundinni til að sýna forsvarsmönnum framboðsins upplýsingar um að fjárhagslegir bakhjarlar Demókrataflokksins hefðu svikið undan sköttum og þrýsta á þá að breyta lögum sem kallast Magnitsky-lögin. Þau lög voru sett á til að refsa rússneskum embættismönnum fyrir morðið á rússneskum endurskoðenda sem hafði sakað Kremlin um spillingu.Hún segir Trump yngri hafa sagt að það væri hægt að endurskoða lögin ef Trump eldri kæmist til valda. Hún segir hann einnig hafa sagt að mögulega hefðu Bandaríkin gert mistök með lögunum en það gæti tekið langan tíma að komast til botns í málinu. Þá segir hún einnig að Trump yngri hefði beðið hana um gögn sem sýndu að einhverjir af þeim fjármunum sem bakhjarlar Demókrataflokksins hefðu verið að koma undan sköttum hefðu endað í framboði Clinton.Ekki gögnin sem þeir vildu Veselnitskaya sagði að hún hefði ekki verið með slík gögn og að fundurinn hefði verið misheppnaður. Trump yngri hefur einnig sagt að hann hefði sóað tíma sínum með því að hitta Veselnitskaya. Þetta er þó í fyrsta sinn sem hún tjáir sig opinberlega um hvað fór fram á fundinum. Lögmaður Trump yngri sagði Bloomberg að hann hefði ekkert um málið að segja. Hún segir einnig að hún hafi farið á fundinn á eigin vegum og að hún hafi ekki verið í forsvari fyrir stjórnvöld Rússlands. Hins vegar eru vísbendingar um að hið opinbera í Rússlandi hafi komið að málinu. Veselnitskaya mætti á fundinn í Trump-turni með fjögurra síðna minnisblað sem innihélt mjög svipaðar upplýsingar og hún hafði áður rætt við æðsta saksóknarar Rússlands, Yuri Y. Chaika. Tveimur mánuðum fyrir fundinn hafði skrifstofa Chaika útvegað bandaríska þingmanninum Dana Rohrabacher. Hún hafði einnig fundað sjálf með Rohrabacher í apríl.Sjá einnig: Gögn sem framboð Trump fékk fóru í gegnum KremlRohrabacher hefur lengi verið mjög hliðhollur Rússlandi og talað fyrir bættum samskiptum ríkjanna. Háttsettur þingmaður Repúblikanaflokksins, Kevin McCarthy, sagði við aðra leiðtoga flokksins í fyrra að hann væri viss um að Vladimir Putin, forseti Rússlands, greiddi tveimur manneskjum laun. Það væru þeir Rohrabacher og Donald Trump.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Trump sagður rjúkandi reiður eftir ákærurnar Bandamenn Bandaríkjaforseta hvísla um að ákærur á hendur fyrrverandi starfsmönnum framboðs hans auki líkurnar á að hann grípi inn í rannsókn Roberts Mueller. 31. október 2017 11:53 Paradísarskjölin: Viðskiptaráðherra Trump í slagtogi með tengdasyni Pútin Wilbur Ross, viðskiptaráðherra Bandaríkjanna, á í umfangsmiklum viðskiptum með tengdasyni Vladimir Pútin, forseta Rússlansd, í gegnum net aflandssfélaga. 6. nóvember 2017 11:30 Trump sagður kenna tengdasyni sínum um Rússarannsóknina Bandamenn Trump ráðleggja honum að berjast gegn rannsókn Robert Mueller. 3. nóvember 2017 13:15 Sendi Trump-liðum skýr skilaboð "Skilaboðin eru ekki bara um Manafort. Þau eru til næstu fimm manna sem þeir munu tala við. Skilaboðin eru: Við erum á leiðinni, við erum ekki að grínast, okkur er alvara.“ 31. október 2017 13:15 Tengdasonur Trump afhendir gögn vegna Rússarannsóknar Jared Kushner, tengdasonur Donald Trump Bandaríkjaforseta, hefur afhent Robert Mueller, sérstökum saksóknara í rannsókninni afskiptum Rússa af bandarísku forsetakosningunum í fyrra og hugsanlegu samráði þeirra við framboð Trump, gögn í tengslum við rannsóknina. 2. nóvember 2017 23:30 „Bolabíturinn“ sem Trump ætti að óttast Ef það er eitthvað sem Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ætti að óttast er það aðkoma lögfræðingsins Andrew Weismann að rannsókninni á afskiptum Rússa af forsetakosningunum í fyrra og hugsanlegu samráði þeirra við framboð Trump. 1. nóvember 2017 23:30 Þetta þarftu að vita um Rússarannsókn Mueller Rannsóknin á afskiptum Rússa af bandarísku forsetakosningunum í fyrra hefur aftur ratað í kastljós fjölmiðla eftir að fyrstu ákærurnar í rannsókn bandaríska dómsmálaráðuneytisins og alríkislögreglunnar voru birtar á mánudag. 1. nóvember 2017 09:45 Ráðgjafi framboðs Trump hitti fulltrúa Rússa í fyrra Frekari staðfestingar eru nú að koma fram um samskipti fulltrúa framboðs Donalds Trump við rússneska embættismenn í kosningabaráttunni í fyrra. 4. nóvember 2017 09:17 Trump-liðar ákærðir fyrir tólf lögbrot Fyrstu ákærurnar í rannsókn sérstaks saksóknara á tengslum rússneskra yfirvalda við forsetaframboð Donalds Trump líta dagsins ljós. 31. október 2017 06:00 Auglýsingarnar sem Rússar dreifðu um Bandaríkin Færslurnar snérust flestar um umdeild málefni og tóku umræddir útsendarar stöðu með báðum hliðum ýmissa deilna. 2. nóvember 2017 14:30 Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Fleiri fréttir Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Sjá meira
Trump sagður rjúkandi reiður eftir ákærurnar Bandamenn Bandaríkjaforseta hvísla um að ákærur á hendur fyrrverandi starfsmönnum framboðs hans auki líkurnar á að hann grípi inn í rannsókn Roberts Mueller. 31. október 2017 11:53
Paradísarskjölin: Viðskiptaráðherra Trump í slagtogi með tengdasyni Pútin Wilbur Ross, viðskiptaráðherra Bandaríkjanna, á í umfangsmiklum viðskiptum með tengdasyni Vladimir Pútin, forseta Rússlansd, í gegnum net aflandssfélaga. 6. nóvember 2017 11:30
Trump sagður kenna tengdasyni sínum um Rússarannsóknina Bandamenn Trump ráðleggja honum að berjast gegn rannsókn Robert Mueller. 3. nóvember 2017 13:15
Sendi Trump-liðum skýr skilaboð "Skilaboðin eru ekki bara um Manafort. Þau eru til næstu fimm manna sem þeir munu tala við. Skilaboðin eru: Við erum á leiðinni, við erum ekki að grínast, okkur er alvara.“ 31. október 2017 13:15
Tengdasonur Trump afhendir gögn vegna Rússarannsóknar Jared Kushner, tengdasonur Donald Trump Bandaríkjaforseta, hefur afhent Robert Mueller, sérstökum saksóknara í rannsókninni afskiptum Rússa af bandarísku forsetakosningunum í fyrra og hugsanlegu samráði þeirra við framboð Trump, gögn í tengslum við rannsóknina. 2. nóvember 2017 23:30
„Bolabíturinn“ sem Trump ætti að óttast Ef það er eitthvað sem Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ætti að óttast er það aðkoma lögfræðingsins Andrew Weismann að rannsókninni á afskiptum Rússa af forsetakosningunum í fyrra og hugsanlegu samráði þeirra við framboð Trump. 1. nóvember 2017 23:30
Þetta þarftu að vita um Rússarannsókn Mueller Rannsóknin á afskiptum Rússa af bandarísku forsetakosningunum í fyrra hefur aftur ratað í kastljós fjölmiðla eftir að fyrstu ákærurnar í rannsókn bandaríska dómsmálaráðuneytisins og alríkislögreglunnar voru birtar á mánudag. 1. nóvember 2017 09:45
Ráðgjafi framboðs Trump hitti fulltrúa Rússa í fyrra Frekari staðfestingar eru nú að koma fram um samskipti fulltrúa framboðs Donalds Trump við rússneska embættismenn í kosningabaráttunni í fyrra. 4. nóvember 2017 09:17
Trump-liðar ákærðir fyrir tólf lögbrot Fyrstu ákærurnar í rannsókn sérstaks saksóknara á tengslum rússneskra yfirvalda við forsetaframboð Donalds Trump líta dagsins ljós. 31. október 2017 06:00
Auglýsingarnar sem Rússar dreifðu um Bandaríkin Færslurnar snérust flestar um umdeild málefni og tóku umræddir útsendarar stöðu með báðum hliðum ýmissa deilna. 2. nóvember 2017 14:30