Næstum því hundrað stiga leikur hjá Harden Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. nóvember 2017 19:15 James Harden. Vísir/Getty James Harden, leikmaður Houston Rockets í NBA-deildinni í körfubolta, bauð upp á magnaða og sögulega frammistöðu í NBA-deildinni síðustu nótt. Það var ekki nóg með að þessi mikli skoraði 56 stig í 137-110 sigri á Utah Jazz heldur fann hann einnig leið til að gefa þrettán stoðsendingar á sama tíma. Hann var aðeins annar leikmaður NBA-sögunnar sem nær að gefa þrettán stoðsendingar á sama tíma og hann kemst yfir 50 stiga múrinn. Harden hitti úr 19 af 25 skotum sínum þar af 7 af 8 skotum sínum fyrir utan þriggja stiga línuna. Með öðrum orðum þá fór allt ofan í hjá honum. Harden hefði kannski viljað skora eina körfu til viðbótar því félagsmetið hjá Houston Rockets á Calvin Murphy en það er 57 stig. Harden tekur það kannski seinna. Þetta var sjötti 50-stiga leikur Harden á NBA-ferlinum. Sú tölfræði sem vakti þó mesta athygli er að Harden var nálægt því að búa til hundrað stig fyrir Houston Rockets liðið í leiknum. Alls kom hann að 91 stigi í leiknum sem er þriðja mesta í einum leik í NBA-sögunni.James Harden scored or assisted on 91 points on Sunday, the third-highest total in an NBA game pic.twitter.com/BaJkdiNgCE — ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) November 6, 2017 Metið á enn Wilt Chamberlain frá því í 100 stiga leiknum hans en hann gaf þá einnig tvær stoðsendingar og kom að 104 stigum. Harden á sjálfur annað sætið því hann kom að 95 stigum í sigri á New York Knicks á Gamlársdag 2016 en þá var hann með 53 stig og 17 stoðsendingar. Hér fyrir neðan má sjá svipmyndir frá James Harden frá því í þessum leik hans á móti Utah Jazz síðustu nótt. Þess má geta að samkvæmt tölfræðinni þá var Utah Jazz með þriðju bestu vörnina í deildinni fyrir leikinn. James Harden varð ennfremur fyrsti leikmaðurinn frá því að Michael Jordan gerði það árið 1987, sem nær að skora 55 stig með því að taka 25 eða færri skot. Jordan skoraði þá 58 stig en tók 25 skot.Most 50-Point Games - Rockets History James Harden 6 Hakeem Olajuwon 2 Moses Malone 2 Elvin Hayes 2 pic.twitter.com/kweLuY05Wk — ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) November 6, 2017James Harden: 3rd career game with 50 points and 10 assists, tied with Russell Westbrook for most within last 30 seasons pic.twitter.com/E4lY14bo5P — ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) November 6, 2017 NBA Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Í beinni: Svartfjallaland - Ísland | Gætu fellt Svartfellinga Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Sjá meira
James Harden, leikmaður Houston Rockets í NBA-deildinni í körfubolta, bauð upp á magnaða og sögulega frammistöðu í NBA-deildinni síðustu nótt. Það var ekki nóg með að þessi mikli skoraði 56 stig í 137-110 sigri á Utah Jazz heldur fann hann einnig leið til að gefa þrettán stoðsendingar á sama tíma. Hann var aðeins annar leikmaður NBA-sögunnar sem nær að gefa þrettán stoðsendingar á sama tíma og hann kemst yfir 50 stiga múrinn. Harden hitti úr 19 af 25 skotum sínum þar af 7 af 8 skotum sínum fyrir utan þriggja stiga línuna. Með öðrum orðum þá fór allt ofan í hjá honum. Harden hefði kannski viljað skora eina körfu til viðbótar því félagsmetið hjá Houston Rockets á Calvin Murphy en það er 57 stig. Harden tekur það kannski seinna. Þetta var sjötti 50-stiga leikur Harden á NBA-ferlinum. Sú tölfræði sem vakti þó mesta athygli er að Harden var nálægt því að búa til hundrað stig fyrir Houston Rockets liðið í leiknum. Alls kom hann að 91 stigi í leiknum sem er þriðja mesta í einum leik í NBA-sögunni.James Harden scored or assisted on 91 points on Sunday, the third-highest total in an NBA game pic.twitter.com/BaJkdiNgCE — ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) November 6, 2017 Metið á enn Wilt Chamberlain frá því í 100 stiga leiknum hans en hann gaf þá einnig tvær stoðsendingar og kom að 104 stigum. Harden á sjálfur annað sætið því hann kom að 95 stigum í sigri á New York Knicks á Gamlársdag 2016 en þá var hann með 53 stig og 17 stoðsendingar. Hér fyrir neðan má sjá svipmyndir frá James Harden frá því í þessum leik hans á móti Utah Jazz síðustu nótt. Þess má geta að samkvæmt tölfræðinni þá var Utah Jazz með þriðju bestu vörnina í deildinni fyrir leikinn. James Harden varð ennfremur fyrsti leikmaðurinn frá því að Michael Jordan gerði það árið 1987, sem nær að skora 55 stig með því að taka 25 eða færri skot. Jordan skoraði þá 58 stig en tók 25 skot.Most 50-Point Games - Rockets History James Harden 6 Hakeem Olajuwon 2 Moses Malone 2 Elvin Hayes 2 pic.twitter.com/kweLuY05Wk — ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) November 6, 2017James Harden: 3rd career game with 50 points and 10 assists, tied with Russell Westbrook for most within last 30 seasons pic.twitter.com/E4lY14bo5P — ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) November 6, 2017
NBA Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Í beinni: Svartfjallaland - Ísland | Gætu fellt Svartfellinga Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Sjá meira