Opin fangelsi… eða hvað? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar 7. nóvember 2017 06:00 Fangelsin á Íslandi eru jafn misjöfn og þau eru mörg. Margir þættir koma til skoðunar en viðmót starfsfólks vegur þungt. Af þeim sökum má segja að Fangelsið á Akureyri líkist meira fangelsinu Kvíabryggju, þrátt fyrir að hið fyrrnefnda sé lokað en hitt opið, og fangelsið Sogni líkist frekar Litla-Hrauni þrátt fyrir að fangelsið Sogni eigi að heita opið fangelsi. Enda er það bara að nafninu til. Fangelsisyfirvöld viðurkenna sjálf að Sogn sé ekki opið fangelsi þrátt fyrir að það falli þeim megin línunnar í lögunum. Sogn sé frekar framlenging af Litla-Hrauni með lækkuðu öryggisstigi. Kvíabryggja og Sogn eru í raun svo gjörólík að villandi er að flokka þau saman. Eftirfarandi eru nokkur atriði þar sem munurinn á opnu fangelsunum er áþreifanlegur og alltaf Kvíabryggju í hag:Fangaverðir Fangaverðir á Kvíabryggju telja það nauðsynlegt að kynnast vistmönnum og fylgja þeim í leik og starfi, en þannig myndist traust og trúnaðarsamband á milli. Vistmenn viti að þeir geta leitað til starfsfólks og starfsfólk verður þess strax áskynja ef eitthvað bjátar á. Á Sogni eru fangaverðir valdafígúrur sem halda sig að mestu á bak við luktar dyr varðstofunnar. Vistmenn þurfa að banka og horfa upp í myndavél til þess að fá samtal við fangaverði og fá ekki aðgang inn á varðstofu eða skrifstofur nema ef gefa þarf skýrslu. Vistmenn setjast ekki niður með fangavörðum til að ræða málin og fá ekki tækifæri til að mynda tengsl. Gjá er á milli starfsfólks og vistmanna. Afstaða leggur til að gerð verði tilraun til að manneskjuvæða starf fangavarða á Sogni. Reyna að minnka gjána á milli vistmanna og starfsfólks með því að þeir gefi sér tíma til að kynnast vistmönnum á jafningjagrundvelli, en ekki eingöngu sem yfirvald. Tryggja þarf að vistmenn geti leitað til fangavarða og að alltaf verði tekið vel á móti þeim. Þá mættu fangaverðir vera duglegri við að taka þátt í starfi og leik fanga, og koma með hugmyndir að hópefli.Atvinna Almennt þarf að auka framboð af atvinnu í fangelsum og það á bæði við um Kvíabryggju og Sogn. Vistmenn í vinnu eru góðir vistmenn sem ekki þarf að skylda til að mæta í matmálstíma, eins og gert er á Sogni en ekki Kvíabryggju. Vinna veitir vistmönnum öryggis- og ábyrgðartilfinningu, sjálfsöryggi og áhuga á því að takast á við hlutina. Það nýtist svo eftir afplánun. Afstaða leggur til að nýtt verði fjárhús og land á Sogni til að hefja búskap með kindur og hrúta eins og er á Kvíabryggju. Ef viljinn er fyrir hendi er hægt að gera mjög margt fleira.Eftirlit Fangaverðir á Kvíabryggju halda úti mjög virku eftirliti en það felst ekki í því að leita reglulega í herbergjum vistmanna, í sendingum til þeirra eða hjá heimsóknargestum. Það hefur sýnt sig að ekki er þörf á slíkum aðgerðum á Kvíabryggju og þekkist varla neysla vímuefna eða áfengis á staðnum. Reglulega er leitað í herbergjum vistmanna á Sogni, bæði með og án hunda. Leitað er í farangri fanga sem koma í fangelsið, þrátt fyrir að viðkomandi sé að koma úr öryggisfangelsi eða frá Kvíabryggju. Gestir þurfa einnig að sæta skoðun og sendingar til vistmanna eru grandskoðaðar. Engu að síður eru vímuefnamál mun fleiri á Sogni en á Kvíabryggju. Afstaða leggur til að með auknu framboði af vinnu, meira trausti á milli vistmanna og fangavarða og hópastarfi væri hægt að minnka áhuga vistmanna á vímuefnanotkun í fangelsinu.Að lokum Umhverfið á Sogni er dásamlegt, herbergin og vistarverur til fyrirmyndar og starfsfólkið stendur sig vel í því sem það gerir. En það fer ekki á milli mála að gjáin á milli fanga og fangavarða er breið, eftirlitið of mikið, regluverkið íþyngjandi og pappírsvinna í tengslum við einföldustu beiðnir óþarflega flókin. Vinnubrögðin eru of lík því sem tíðkast á Litla-Hrauni og sjaldnast litið til þess sem gengið hefur vel á Kvíabryggju, sem er þó nokkuð öfugsnúið því Kvíabryggja hefur verið rekið sem opið fangelsi í tugi ára. Fangaverðir þurfa ekki að vera ávallt í varðstöðu. Þeir eiga að geta rætt við vistmenn á jafningjagrundvelli, stundað með þeim íþróttir eða fengið sér sæti í hópi vistmanna og horft á enska boltann, skipulagt bingó, vídeókvöld og fleira. Minnka þarf pappírsvinnu og einalda kerfið, sýna vistmönnum traust í stað þess að láta þeim líða eins og þeir séu í lokuðu fangelsi. Á Íslandi erum við í grunninn með þrepakerfið sem Norðurlöndin byggja á, þótt við séum ekki með hina svokölluðu betrunarstefnu sem vantar til að árangur af þrepunum náist. En það er eiginlega lágmark að munur sé á þrepunum.Höfundur er formaður Afstöðu - félags fanga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fangelsismál Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Fangelsin á Íslandi eru jafn misjöfn og þau eru mörg. Margir þættir koma til skoðunar en viðmót starfsfólks vegur þungt. Af þeim sökum má segja að Fangelsið á Akureyri líkist meira fangelsinu Kvíabryggju, þrátt fyrir að hið fyrrnefnda sé lokað en hitt opið, og fangelsið Sogni líkist frekar Litla-Hrauni þrátt fyrir að fangelsið Sogni eigi að heita opið fangelsi. Enda er það bara að nafninu til. Fangelsisyfirvöld viðurkenna sjálf að Sogn sé ekki opið fangelsi þrátt fyrir að það falli þeim megin línunnar í lögunum. Sogn sé frekar framlenging af Litla-Hrauni með lækkuðu öryggisstigi. Kvíabryggja og Sogn eru í raun svo gjörólík að villandi er að flokka þau saman. Eftirfarandi eru nokkur atriði þar sem munurinn á opnu fangelsunum er áþreifanlegur og alltaf Kvíabryggju í hag:Fangaverðir Fangaverðir á Kvíabryggju telja það nauðsynlegt að kynnast vistmönnum og fylgja þeim í leik og starfi, en þannig myndist traust og trúnaðarsamband á milli. Vistmenn viti að þeir geta leitað til starfsfólks og starfsfólk verður þess strax áskynja ef eitthvað bjátar á. Á Sogni eru fangaverðir valdafígúrur sem halda sig að mestu á bak við luktar dyr varðstofunnar. Vistmenn þurfa að banka og horfa upp í myndavél til þess að fá samtal við fangaverði og fá ekki aðgang inn á varðstofu eða skrifstofur nema ef gefa þarf skýrslu. Vistmenn setjast ekki niður með fangavörðum til að ræða málin og fá ekki tækifæri til að mynda tengsl. Gjá er á milli starfsfólks og vistmanna. Afstaða leggur til að gerð verði tilraun til að manneskjuvæða starf fangavarða á Sogni. Reyna að minnka gjána á milli vistmanna og starfsfólks með því að þeir gefi sér tíma til að kynnast vistmönnum á jafningjagrundvelli, en ekki eingöngu sem yfirvald. Tryggja þarf að vistmenn geti leitað til fangavarða og að alltaf verði tekið vel á móti þeim. Þá mættu fangaverðir vera duglegri við að taka þátt í starfi og leik fanga, og koma með hugmyndir að hópefli.Atvinna Almennt þarf að auka framboð af atvinnu í fangelsum og það á bæði við um Kvíabryggju og Sogn. Vistmenn í vinnu eru góðir vistmenn sem ekki þarf að skylda til að mæta í matmálstíma, eins og gert er á Sogni en ekki Kvíabryggju. Vinna veitir vistmönnum öryggis- og ábyrgðartilfinningu, sjálfsöryggi og áhuga á því að takast á við hlutina. Það nýtist svo eftir afplánun. Afstaða leggur til að nýtt verði fjárhús og land á Sogni til að hefja búskap með kindur og hrúta eins og er á Kvíabryggju. Ef viljinn er fyrir hendi er hægt að gera mjög margt fleira.Eftirlit Fangaverðir á Kvíabryggju halda úti mjög virku eftirliti en það felst ekki í því að leita reglulega í herbergjum vistmanna, í sendingum til þeirra eða hjá heimsóknargestum. Það hefur sýnt sig að ekki er þörf á slíkum aðgerðum á Kvíabryggju og þekkist varla neysla vímuefna eða áfengis á staðnum. Reglulega er leitað í herbergjum vistmanna á Sogni, bæði með og án hunda. Leitað er í farangri fanga sem koma í fangelsið, þrátt fyrir að viðkomandi sé að koma úr öryggisfangelsi eða frá Kvíabryggju. Gestir þurfa einnig að sæta skoðun og sendingar til vistmanna eru grandskoðaðar. Engu að síður eru vímuefnamál mun fleiri á Sogni en á Kvíabryggju. Afstaða leggur til að með auknu framboði af vinnu, meira trausti á milli vistmanna og fangavarða og hópastarfi væri hægt að minnka áhuga vistmanna á vímuefnanotkun í fangelsinu.Að lokum Umhverfið á Sogni er dásamlegt, herbergin og vistarverur til fyrirmyndar og starfsfólkið stendur sig vel í því sem það gerir. En það fer ekki á milli mála að gjáin á milli fanga og fangavarða er breið, eftirlitið of mikið, regluverkið íþyngjandi og pappírsvinna í tengslum við einföldustu beiðnir óþarflega flókin. Vinnubrögðin eru of lík því sem tíðkast á Litla-Hrauni og sjaldnast litið til þess sem gengið hefur vel á Kvíabryggju, sem er þó nokkuð öfugsnúið því Kvíabryggja hefur verið rekið sem opið fangelsi í tugi ára. Fangaverðir þurfa ekki að vera ávallt í varðstöðu. Þeir eiga að geta rætt við vistmenn á jafningjagrundvelli, stundað með þeim íþróttir eða fengið sér sæti í hópi vistmanna og horft á enska boltann, skipulagt bingó, vídeókvöld og fleira. Minnka þarf pappírsvinnu og einalda kerfið, sýna vistmönnum traust í stað þess að láta þeim líða eins og þeir séu í lokuðu fangelsi. Á Íslandi erum við í grunninn með þrepakerfið sem Norðurlöndin byggja á, þótt við séum ekki með hina svokölluðu betrunarstefnu sem vantar til að árangur af þrepunum náist. En það er eiginlega lágmark að munur sé á þrepunum.Höfundur er formaður Afstöðu - félags fanga.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar