Ég vildi að ég gæti skipt um vinnu strax í dag Kolbrún Baldursdóttir skrifar 8. nóvember 2017 07:00 Úff, nýr vinnudagur og ég kvíði svo fyrir deginum. Ætti ég að voga mér inn á kaffistofuna eða bara halda mig inni á skrifstofunni minni? Skyldi ég fá einhvern frið í dag? Ég þoli bara ekki lengur þessar eilífu háðsglósur um persónu mína, hvernig ég klæði mig, hvað ég borða eða borða ekki. Alltaf eilífar pillur og fliss. Þetta mun ekki hætta af sjálfu sér. Á ég að reyna að tala aftur við deildarstjórann? Það verður örugglega bara sama svarið, að ekkert sé hægt að gera og sennilega sé ekkert verið að meina með þessu. Ég vildi að ég gæti skipt um vinnu helst strax í dag.“ Í dag 8. nóvember er hinn árlegi Eineltisdagur gegn einelti og kynferðisofbeldi í öllum aldurshópum. Í tilefni dagsins er vert að vekja athygli á þýðingu þess að sýna virðingu og kurteis samskipti ekki eingöngu á vinnustað heldur alls staðar. Hér verður fjallað um einelti á vinnustað. Birtingarmyndir eineltis á vinnustað eru margar og mismunandi allt eftir eðli og aðstæðum á vinnustaðnum. Þolendur og gerendur geta verið úr röðum stjórnenda/millistjórnenda eða almennra starfsmanna. Dæmi um eineltishegðun í garð samstarfsaðila er: -Sýna dónalega, ruddalega eða hrokafulla framkomu. -Gera grín að, lítilsvirða eða hæðast að. -Baktal/rógburður. -Sniðganga, hunsa, einangra og hafna. -Halda frá, leyna upplýsingum til að skaða frammistöðu. -Kaffæra í verkefnum. -Gagnrýna, finna viðkomandi allt til foráttu, bera röngum sökum.Þolendur og þögnin Hver sem er getur verið þolandi eineltis. Fordóma gætir enn í umhverfinu í garð þeirra sem segja reynslu sína af því að vera þolendur eineltis. Fordómarnir lýsa sér t.d. þannig að fólk sem jafnvel þekkir lítið eða ekkert til málsatvika hefur oft tilhneigingu til að álykta að sökin sé þolandans. Þolandinn endurspeglar oft fordómana með því að upplifa skömm og heldur að þetta sé honum að kenna. Fordómar í garð þolandans skýra að einhverju leyti af hverju vandamál af þessu tagi hefur tilhneigingu til að vera falið. Þolandinn álítur sem svo að það kunni að stríða gegn hagsmunum hans ef eineltið fréttist eða er tengt við hann. Hann óttast að vera álitinn vandræðaseggur og með því kunni möguleikar á ráðningu síðar meir að skerðast. Ef þolandinn er látinn fara eða telur sig knúinn til að yfirgefa vinnustaðinn er bataferlið oft mun erfiðara. Til viðbótar við að hafa misst atvinnu sína er hann fullur efasemda um sjálfan sig. Í raun velta örlög þolandans hvað mest á persónustyrk hans, stuðningi fjölskyldu og þeirri trú að skömmin sé ekki hans. Á góðum vinnustað er stjórnandinn fyrirmynd. Hann lætur sér annt um starfsfólk sitt, leyfir því að njóta sín og hæfileika sinna og myndar við það jákvæð tengsl. Hann gerir því grein fyrir að það sé verkefni allra að skapa góðan starfsanda og á vinnustaðnum skal ríkja umburðarlyndi og virðing. Hann tekur með faglegum hætti á málum sem upp koma. Í dag á Eineltisdeginum sýnum við táknrænan stuðning við baráttuna gegn einelti og þögninni með því að hringja bjöllum eða þeyta flautur um allt land kl. 13.00 í sjö mínútur, eina mínútu fyrir hvern dag vikunnar. Tökum höndum saman gegn einelti og kynferðisofbeldi! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Baldursdóttir Mest lesið Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Ævintýralegar eftiráskýringar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson Skoðun Loftslagskvíði Sjálfstæðisflokksins Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Sjá meira
Úff, nýr vinnudagur og ég kvíði svo fyrir deginum. Ætti ég að voga mér inn á kaffistofuna eða bara halda mig inni á skrifstofunni minni? Skyldi ég fá einhvern frið í dag? Ég þoli bara ekki lengur þessar eilífu háðsglósur um persónu mína, hvernig ég klæði mig, hvað ég borða eða borða ekki. Alltaf eilífar pillur og fliss. Þetta mun ekki hætta af sjálfu sér. Á ég að reyna að tala aftur við deildarstjórann? Það verður örugglega bara sama svarið, að ekkert sé hægt að gera og sennilega sé ekkert verið að meina með þessu. Ég vildi að ég gæti skipt um vinnu helst strax í dag.“ Í dag 8. nóvember er hinn árlegi Eineltisdagur gegn einelti og kynferðisofbeldi í öllum aldurshópum. Í tilefni dagsins er vert að vekja athygli á þýðingu þess að sýna virðingu og kurteis samskipti ekki eingöngu á vinnustað heldur alls staðar. Hér verður fjallað um einelti á vinnustað. Birtingarmyndir eineltis á vinnustað eru margar og mismunandi allt eftir eðli og aðstæðum á vinnustaðnum. Þolendur og gerendur geta verið úr röðum stjórnenda/millistjórnenda eða almennra starfsmanna. Dæmi um eineltishegðun í garð samstarfsaðila er: -Sýna dónalega, ruddalega eða hrokafulla framkomu. -Gera grín að, lítilsvirða eða hæðast að. -Baktal/rógburður. -Sniðganga, hunsa, einangra og hafna. -Halda frá, leyna upplýsingum til að skaða frammistöðu. -Kaffæra í verkefnum. -Gagnrýna, finna viðkomandi allt til foráttu, bera röngum sökum.Þolendur og þögnin Hver sem er getur verið þolandi eineltis. Fordóma gætir enn í umhverfinu í garð þeirra sem segja reynslu sína af því að vera þolendur eineltis. Fordómarnir lýsa sér t.d. þannig að fólk sem jafnvel þekkir lítið eða ekkert til málsatvika hefur oft tilhneigingu til að álykta að sökin sé þolandans. Þolandinn endurspeglar oft fordómana með því að upplifa skömm og heldur að þetta sé honum að kenna. Fordómar í garð þolandans skýra að einhverju leyti af hverju vandamál af þessu tagi hefur tilhneigingu til að vera falið. Þolandinn álítur sem svo að það kunni að stríða gegn hagsmunum hans ef eineltið fréttist eða er tengt við hann. Hann óttast að vera álitinn vandræðaseggur og með því kunni möguleikar á ráðningu síðar meir að skerðast. Ef þolandinn er látinn fara eða telur sig knúinn til að yfirgefa vinnustaðinn er bataferlið oft mun erfiðara. Til viðbótar við að hafa misst atvinnu sína er hann fullur efasemda um sjálfan sig. Í raun velta örlög þolandans hvað mest á persónustyrk hans, stuðningi fjölskyldu og þeirri trú að skömmin sé ekki hans. Á góðum vinnustað er stjórnandinn fyrirmynd. Hann lætur sér annt um starfsfólk sitt, leyfir því að njóta sín og hæfileika sinna og myndar við það jákvæð tengsl. Hann gerir því grein fyrir að það sé verkefni allra að skapa góðan starfsanda og á vinnustaðnum skal ríkja umburðarlyndi og virðing. Hann tekur með faglegum hætti á málum sem upp koma. Í dag á Eineltisdeginum sýnum við táknrænan stuðning við baráttuna gegn einelti og þögninni með því að hringja bjöllum eða þeyta flautur um allt land kl. 13.00 í sjö mínútur, eina mínútu fyrir hvern dag vikunnar. Tökum höndum saman gegn einelti og kynferðisofbeldi!
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun