9 ráð til stækka lítil rými Svana Lovísa skrifar 8. nóvember 2017 20:00 Léttur sófi, ljósir litir og margnota borð eru frábær lausn fyrir lítil rými. Þeir sem búa smátt þekkja það vel að hver fermetri er dýrmætur og skipulagið þarf að vera gott. Þó þurfa lítil rými ekki að takmarka hugmyndirnar – með nokkrum góðum ráðum og útsjónarsemi getur útkoman verið glæsileg. Svana Lovísa sem heldur úti blogginu vinsæla Svart á Hvítu á Trendnet.is sér um hönnunarkafla Glamour og gefur hér góð ráð um hvernig má með einföldum hætti flikka upp á og stækka smærri rými. Spegill frá Reflection, Snúran.1. Speglar Notaðu spegla til að láta rýmið virka stærra. Best er ef þú getur staðsett spegilinn á móti glugga, hann mun endurspegla útsýnið út um gluggann sem gefur þá tilfinningu að gluggarnir séu fleiri og rýmið stækkar.Plöntustandur frá Fern Living sem einnig má nýta undir tímarit eða bækur.2. Margnota húsgögn Hvert húsgagn þarf að vera vandlega valið og þjóna sínum tilgangi. Hugsaðu um skemla sem nýtast einnig sem sófaborð eða sem aukasæti, lítil hliðarborð sem hægt er að færa auðveldlega á milli herbergja og kolla sem nýtast bæði sem sæti, hliðarborð eða jafnvel plöntustandur.Kvistbro borð með hirslu frá Ikea.3. Faldar geymslurHúsgögn sem nýtast einnig sem geymslurými eru frábær til að takmarka drasl. Fallegur kistill, skemill eða körfur með loki sem nýtast sem stofuborð eru góð hugmynd. Falleg veggmynd frá Paper Collective með mynd af glugga, sem blekkir augað, Epal.4. Horfðu uppEf litla stofan þín er með ágæta lofthæð er um að gera að nýta það. Hengdu upp listaverk og myndir hærra en venjan er og búðu til skemmtilegan myndavegg sem gefur þá tilfinningu að rýmið sé ennþá stærra en það væri ef myndirnar væru í augnhæð.5. Minnkaðu sófann Það getur reynst vel í litlum íbúðum að skipta út þungum og miklum húsgögnum fyrir önnur sem eru stílhreinni og minni um sig, það mun létta yfir öllu rýminu. 6. Bættu við plöntumEins og með speglana, þá gefa plöntur rýminu dýpt, sem er nauðsynlegt í minni rýmum. Ein planta sem stendur í horni getur strax gert mikið gagn.7. Veldu vel lýsinguGott er að huga vel að lýsingu sem er mikilvæg fyrir lítil rými sem virka enn minni í lélegu ljósi. Gott ráð er að notast við nokkra ólíka ljósgjafa með mildri birtu. Marmaraborð sem loftar um, Módern.8. Ljósir litir Litir hafa áhrif á tilfinningu okkar fyrir stærð rýmis. Ekki hafa áhyggjur ef þú ert lítið hrifin/n af hvítum veggjum, ljósgráir mattir litir virka einnig vel og gera rýmið opnara og bjartara.Sitkollur með geymslu, NORR11.9. Vantar þig aukageymslu? Geymslubox sem falin eru undir rúmi er góð lausn undir þá hluti sem eru í lítilli notkun. Fást til dæmis í Ikea. Mest lesið María Grazia er fyrsta konan til að stýra tískurisanum Dior Glamour Fimm góð maskara trix Glamour Toppaðu þig með topp Glamour Lily-Rose Depp nýtt andlit Chanel Glamour Bella Hadid er nýtt andlit Dior Glamour Svalasta amma heims Glamour Klæða af sér kuldann með litum og munstrum Glamour Útvíðarbuxur koma aftur í stórum stíl Glamour Fjólublár er litur ársins 2018 Glamour Mittisbelti og lærhá stígvél hjá Balmain Glamour
Þeir sem búa smátt þekkja það vel að hver fermetri er dýrmætur og skipulagið þarf að vera gott. Þó þurfa lítil rými ekki að takmarka hugmyndirnar – með nokkrum góðum ráðum og útsjónarsemi getur útkoman verið glæsileg. Svana Lovísa sem heldur úti blogginu vinsæla Svart á Hvítu á Trendnet.is sér um hönnunarkafla Glamour og gefur hér góð ráð um hvernig má með einföldum hætti flikka upp á og stækka smærri rými. Spegill frá Reflection, Snúran.1. Speglar Notaðu spegla til að láta rýmið virka stærra. Best er ef þú getur staðsett spegilinn á móti glugga, hann mun endurspegla útsýnið út um gluggann sem gefur þá tilfinningu að gluggarnir séu fleiri og rýmið stækkar.Plöntustandur frá Fern Living sem einnig má nýta undir tímarit eða bækur.2. Margnota húsgögn Hvert húsgagn þarf að vera vandlega valið og þjóna sínum tilgangi. Hugsaðu um skemla sem nýtast einnig sem sófaborð eða sem aukasæti, lítil hliðarborð sem hægt er að færa auðveldlega á milli herbergja og kolla sem nýtast bæði sem sæti, hliðarborð eða jafnvel plöntustandur.Kvistbro borð með hirslu frá Ikea.3. Faldar geymslurHúsgögn sem nýtast einnig sem geymslurými eru frábær til að takmarka drasl. Fallegur kistill, skemill eða körfur með loki sem nýtast sem stofuborð eru góð hugmynd. Falleg veggmynd frá Paper Collective með mynd af glugga, sem blekkir augað, Epal.4. Horfðu uppEf litla stofan þín er með ágæta lofthæð er um að gera að nýta það. Hengdu upp listaverk og myndir hærra en venjan er og búðu til skemmtilegan myndavegg sem gefur þá tilfinningu að rýmið sé ennþá stærra en það væri ef myndirnar væru í augnhæð.5. Minnkaðu sófann Það getur reynst vel í litlum íbúðum að skipta út þungum og miklum húsgögnum fyrir önnur sem eru stílhreinni og minni um sig, það mun létta yfir öllu rýminu. 6. Bættu við plöntumEins og með speglana, þá gefa plöntur rýminu dýpt, sem er nauðsynlegt í minni rýmum. Ein planta sem stendur í horni getur strax gert mikið gagn.7. Veldu vel lýsinguGott er að huga vel að lýsingu sem er mikilvæg fyrir lítil rými sem virka enn minni í lélegu ljósi. Gott ráð er að notast við nokkra ólíka ljósgjafa með mildri birtu. Marmaraborð sem loftar um, Módern.8. Ljósir litir Litir hafa áhrif á tilfinningu okkar fyrir stærð rýmis. Ekki hafa áhyggjur ef þú ert lítið hrifin/n af hvítum veggjum, ljósgráir mattir litir virka einnig vel og gera rýmið opnara og bjartara.Sitkollur með geymslu, NORR11.9. Vantar þig aukageymslu? Geymslubox sem falin eru undir rúmi er góð lausn undir þá hluti sem eru í lítilli notkun. Fást til dæmis í Ikea.
Mest lesið María Grazia er fyrsta konan til að stýra tískurisanum Dior Glamour Fimm góð maskara trix Glamour Toppaðu þig með topp Glamour Lily-Rose Depp nýtt andlit Chanel Glamour Bella Hadid er nýtt andlit Dior Glamour Svalasta amma heims Glamour Klæða af sér kuldann með litum og munstrum Glamour Útvíðarbuxur koma aftur í stórum stíl Glamour Fjólublár er litur ársins 2018 Glamour Mittisbelti og lærhá stígvél hjá Balmain Glamour