Örlög Íslands ráðast: Landsmenn ættu að halda með „litlu liðunum“ í umspilinu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. nóvember 2017 12:00 Will Gregg, ein af stjörnum EM 2016 þrátt fyrir að hafa ekkert spilað, er ekki í leikmannahópi Norður-Íra sem stefna á að slá út Sviss í umspilinu. Vísir/AFP Úrslitin í umspilsleikjum um laus sæti á HM í fótbolta ráða því hvort Ísland verði í 2. eða 3. styrkleikaflokki þegar dregið verður í riðla þann 1. desember. Átta Evrópuþjóðir berjast um fjögur laus sæti auk þess sem Nýja Sjáland og Perú berjast um sæti í lokakeppninni. Ljóst er að Ísland verður í 2. eða 3. styrkleikaflokki þegar dregið verður. Styrkleikaflokkarnir eru fjórir og átta þjóðir í hverjum flokki, enda 32 lið í lokakeppninni. Staða landsliðanna á styrkleikalista FIFA, sem birtur var í október, ræður því í hvaða flokk landsliðin raðast að frátöldum gestgjöfunum Rússum sem fá sæti í 1. styrkleikaflokki. Ísland situr í 21. sæti styrkleikalistans. Verði úrslitin í umspilinu næstu daga hagstæð gæti Ísland fengið sæti í 2. styrkleikaflokki. Kosturinn við hærri styrkleikaflokk er að dragast gegn „veikari“ liðum í riðli, m.v. stöðu þeirra á FIFA listanum. Aron Einar Gunnarsson og félagar fögnuðu sæti á HM eftir2-0 sigur á Kósóvó í lokaleiknum í riðlakeppninni.Vísir/Ernir Ísland í baráttu um þrjú sæti 23 þjóðir hafa tryggt sæti sitt á HM en níu sæti eru laus. Að neðan má sjá umspilsleikina sem framundan eru en auk þessara fimm einvíga á eftir að ráðast hvaða fjórar Afríkuþjóðir tryggja síðustu sæti álfunnar. Afríkuþjóðirnar sem eiga möguleika eru þó mun neðar á FIFA listanum og hafa því ekki áhrif á röðun í styrkleikaflokkana. Leikirnir eru: Írland (26) vs Danmörk (19) Norður Írland (23) vs Sviss (11) Grikkland (47) vs Króatía (18) Svíþjóð (25) vs Ítalía (15) Nýja Sjáland (122) vs Perú (10) Af liðunum átta sem verða í 2. styrkleikaflokki hafa fimm tryggt sér sæti í styrkleikaflokknum. Spánn (8) England (12) Kólumbía (13) Mexíkó (16) Úrúgvæ (17) Tvö lið hafa tryggt sér sæti á HM og eigja von um sæti í 2. styrkleikaflokki. Ísland (21)Kostaríka (22)Ísland er sæti fyrir ofan Kostaríka svo okkar menn þurfa ekki að hafa áhyggjur af Kostaríkamönnum. Ísland má hins vegar ekki við því að þrjú lið fyrir ofan á FIFA listanum tryggi sér sæti á HM. Þá fellur Ísland niður í 3. styrkleikaflokk.Liðin í umspili sem geta komist í 2. styrkleikaflokk eru:Perú (10)Sviss (11)Ítalía (15)Króatía (18)Danmörk (19)Norður-Írland (23)Englendingar yrðu eflaust fegnir að sleppa við að mæta Íslandi í riðlakeppninni.Vísir/GettyFyrstu fimm liðin eru fyrir ofan Ísland á FIFA listanum. Tryggi þau sér sæti á HM færist Ísland neðar í goggunarröðinni.Af leikjunum fimm um helgina má „stóra liðið“, það sem er ofar en hitt á FIFA listanum, aðeins hafa betur í tveimur leikjum. „Litla liðið“ verður að hafa betur í þremur. Vinni t.d. Írar sigur á Dönum, Norður-Írar slá út Sviss og Grikkir klára Króatíu tryggja þrjú landslið sér sæti á HM sem eru fyrir neðan Ísland á FIFA listanum. Þá heldur Ísland stöðu sinni í 2. styrkleikaflokki.Verði Ísland í 2. styrkleikaflokki er ljóst að landsliðið mun ekki hafna með liðum í þeim styrkleikaflokki í riðli. Spánn, England, Kólumbía, Mexíkó og Úrúgvæ hafa tryggt sig í þann flokk eins og áður var komið að.Aðeins liggur fyrir þegar þetta er skrifað að Egyptaland og Íran verða í 3. styrkleikaflokki.Íslendingar ættu því, vilji þeir að að Ísland hafni í 2. styrkleikaflokki, að styðja Íra, Norður-Íra, Grikki, Svía og Nýja-Sjáland í verkefnum sínum næstu daga. Umspilið byrjar í kvöld en að neðan má sjá dagsetningar leikja. Leikir allra Evrópuþjóðanna eru í beinni útsendingu á sportrásum Stöðvar 2Fimmtudagur 9. nóvemberKróatía - Grikkland Norður-Írland - SvissFöstudagur 10. nóvemberSvíþjóð - ÍtalíaLaugardagur 11. nóvemberDanmörk - ÍrlandNýja-Sjáland - PerúSunnudagur 12. nóvemberSviss - Norður-ÍrlandGrikkland - KróatíaMánudagur 13. nóvemberÍtalía - SvíþjóðÞriðjudagur 14. nóvemberÍrland - DanmörkFimmtudagur 16. nóvemberPerú - Nýja-Sjáland HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Fleiri fréttir Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Sjá meira
Úrslitin í umspilsleikjum um laus sæti á HM í fótbolta ráða því hvort Ísland verði í 2. eða 3. styrkleikaflokki þegar dregið verður í riðla þann 1. desember. Átta Evrópuþjóðir berjast um fjögur laus sæti auk þess sem Nýja Sjáland og Perú berjast um sæti í lokakeppninni. Ljóst er að Ísland verður í 2. eða 3. styrkleikaflokki þegar dregið verður. Styrkleikaflokkarnir eru fjórir og átta þjóðir í hverjum flokki, enda 32 lið í lokakeppninni. Staða landsliðanna á styrkleikalista FIFA, sem birtur var í október, ræður því í hvaða flokk landsliðin raðast að frátöldum gestgjöfunum Rússum sem fá sæti í 1. styrkleikaflokki. Ísland situr í 21. sæti styrkleikalistans. Verði úrslitin í umspilinu næstu daga hagstæð gæti Ísland fengið sæti í 2. styrkleikaflokki. Kosturinn við hærri styrkleikaflokk er að dragast gegn „veikari“ liðum í riðli, m.v. stöðu þeirra á FIFA listanum. Aron Einar Gunnarsson og félagar fögnuðu sæti á HM eftir2-0 sigur á Kósóvó í lokaleiknum í riðlakeppninni.Vísir/Ernir Ísland í baráttu um þrjú sæti 23 þjóðir hafa tryggt sæti sitt á HM en níu sæti eru laus. Að neðan má sjá umspilsleikina sem framundan eru en auk þessara fimm einvíga á eftir að ráðast hvaða fjórar Afríkuþjóðir tryggja síðustu sæti álfunnar. Afríkuþjóðirnar sem eiga möguleika eru þó mun neðar á FIFA listanum og hafa því ekki áhrif á röðun í styrkleikaflokkana. Leikirnir eru: Írland (26) vs Danmörk (19) Norður Írland (23) vs Sviss (11) Grikkland (47) vs Króatía (18) Svíþjóð (25) vs Ítalía (15) Nýja Sjáland (122) vs Perú (10) Af liðunum átta sem verða í 2. styrkleikaflokki hafa fimm tryggt sér sæti í styrkleikaflokknum. Spánn (8) England (12) Kólumbía (13) Mexíkó (16) Úrúgvæ (17) Tvö lið hafa tryggt sér sæti á HM og eigja von um sæti í 2. styrkleikaflokki. Ísland (21)Kostaríka (22)Ísland er sæti fyrir ofan Kostaríka svo okkar menn þurfa ekki að hafa áhyggjur af Kostaríkamönnum. Ísland má hins vegar ekki við því að þrjú lið fyrir ofan á FIFA listanum tryggi sér sæti á HM. Þá fellur Ísland niður í 3. styrkleikaflokk.Liðin í umspili sem geta komist í 2. styrkleikaflokk eru:Perú (10)Sviss (11)Ítalía (15)Króatía (18)Danmörk (19)Norður-Írland (23)Englendingar yrðu eflaust fegnir að sleppa við að mæta Íslandi í riðlakeppninni.Vísir/GettyFyrstu fimm liðin eru fyrir ofan Ísland á FIFA listanum. Tryggi þau sér sæti á HM færist Ísland neðar í goggunarröðinni.Af leikjunum fimm um helgina má „stóra liðið“, það sem er ofar en hitt á FIFA listanum, aðeins hafa betur í tveimur leikjum. „Litla liðið“ verður að hafa betur í þremur. Vinni t.d. Írar sigur á Dönum, Norður-Írar slá út Sviss og Grikkir klára Króatíu tryggja þrjú landslið sér sæti á HM sem eru fyrir neðan Ísland á FIFA listanum. Þá heldur Ísland stöðu sinni í 2. styrkleikaflokki.Verði Ísland í 2. styrkleikaflokki er ljóst að landsliðið mun ekki hafna með liðum í þeim styrkleikaflokki í riðli. Spánn, England, Kólumbía, Mexíkó og Úrúgvæ hafa tryggt sig í þann flokk eins og áður var komið að.Aðeins liggur fyrir þegar þetta er skrifað að Egyptaland og Íran verða í 3. styrkleikaflokki.Íslendingar ættu því, vilji þeir að að Ísland hafni í 2. styrkleikaflokki, að styðja Íra, Norður-Íra, Grikki, Svía og Nýja-Sjáland í verkefnum sínum næstu daga. Umspilið byrjar í kvöld en að neðan má sjá dagsetningar leikja. Leikir allra Evrópuþjóðanna eru í beinni útsendingu á sportrásum Stöðvar 2Fimmtudagur 9. nóvemberKróatía - Grikkland Norður-Írland - SvissFöstudagur 10. nóvemberSvíþjóð - ÍtalíaLaugardagur 11. nóvemberDanmörk - ÍrlandNýja-Sjáland - PerúSunnudagur 12. nóvemberSviss - Norður-ÍrlandGrikkland - KróatíaMánudagur 13. nóvemberÍtalía - SvíþjóðÞriðjudagur 14. nóvemberÍrland - DanmörkFimmtudagur 16. nóvemberPerú - Nýja-Sjáland
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Fleiri fréttir Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Sjá meira