Umfjöllun, viðtöl og myndir: Haukar - Höttur 105-86 | Haukar aftur á sigurbraut Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. nóvember 2017 21:30 Paul Jones hinn þriðji skoraði 16 stig. vísir/anton Haukar komust aftur á sigurbraut þegar þeir unnu öruggan sigur á Hetti, 105-86, í 6. umferð Domino's deildar karla í kvöld.Anton Brink, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum í kvöld og náði þessum myndum hér fyrir ofan og neðan. Botnlið Hattar, sem er enn án sigurs í deildinni, hékk í Haukum í 1. leikhluta en í 2. leikhluta skildu leiðir. Heimamenn fóru afar illa með vörn gestanna sem var míglek. Haukar voru sjóðheitir í skotunum, skoruðu 35 stig í 2. leikhluta og leiddu, 58-42, í hálfleik. Leikur Hattarmanna skánaði í 3. leikhluta en þeir náðu aldrei að minnka muninn að neinu ráði. Þeir náðu muninum tvisvar sinnum niður í 10 stig en Haukar áttu alltaf svar. Heimamenn voru 19 stigum yfir, 87-68, fyrir lokaleikhlutann og þeirri forystu ógnuðu gestirnir ekki. Sami munur var á liðunum þegar lokaflautið gall, 105-86.Af hverju unnu Haukar leikinn? Haukar voru kærulausir í upphafi leiks og töpuðu boltanum sex sinnum í 1. leikhluta. Þeir voru samt alltaf sterkari aðilinn og í 2. leikhluta fækkuðu þeir töpuðu boltunum um fjóra. Að auki hittu Haukar ótrúlega vel, bæði inni í teig og fyrir utan þriggja stiga línuna. Sóknarleikur Hattar gekk á köflum vel en varnarleikurinn var ekki nógu góður til að eiga möguleika í þessum leik.Hverjir stóðu upp úr? Liðsheild Hauka var öflug og margir lögðu hönd á plóg. Níu leikmenn liðsins skoruðu í leiknum og stigaskorið dreifðist mjög vel. Haukur Óskarsson var sjóheitur og skoraði 23 stig. Kári Jónsson skoraði 22 stig, gaf 13 stoðsendingar og stal fjórum boltum. Emil Barja byrjaði á bekknum en var öflugur þegar hann kom inn á. Emil skilaði 15 stigum, sex fráköstum, átta stoðsendingum og þremur vörðum skotum. Kevin Lewis skoraði 28 stig í sínum öðrum leik fyrir Hött. Mirko Stefán Vrijevic var seigur að vanda og Gísli Þórarinn Hallsson nýtti sínar mínútur vel.Hvað gekk illa? Eins og lokatölurnar gefa til kynna var varnarleikur Hattar ekki upp á marga fiska. Haukar áttu greiða leið upp að körfu Hattarmanna sem vörðust skyttum heimamanna einnig illa. Þá urðu Hattarmenn undir í frákastabaráttunni og töpuðu henni, 47-33.Hvað gerist næst? Haukar fara í Vesturbæinn í næstu umferð og mæta þar Íslands- og bikarmeisturum KR. Þar á eftir bíður þeirra svo leikur gegn Njarðvík á heimavelli áður en landsleikjahléið skellur á. Höttur bíður enn eftir sínum fyrsta sigri. Næsti leikur Hattarmanna er gegn Keflavík á heimavelli. Þeir mæta svo Tindastóli á útivelli í síðasta leiknum fyrir landsleikjahlé.Haukar-Höttur 105-86 (23-18, 35-24, 29-26, 18-18)Haukar: Haukur Óskarsson 23/6 fráköst, Kári Jónsson 22/13 stoðsendingar, Paul Anthony Jones III 16/6 fráköst, Emil Barja 15/6 fráköst/8 stoðsendingar/3 varin skot, Hilmar Smári Henningsson 8, Breki Gylfason 7/4 fráköst, Finnur Atli Magnússon 6/7 fráköst, Arnór Bjarki Ívarsson 5, Kristján Leifur Sverrisson 3/7 fráköst, Sigurður Ægir Brynjólfsson 0, Alex Rafn Guðlaugsson 0, Hjálmar Stefánsson 0.Höttur: Kevin Michaud Lewis 28/6 fráköst/6 stoðsendingar, Mirko Stefan Virijevic 17/8 fráköst, Andrée Fares Michelsson 12, Ragnar Gerald Albertsson 9/4 fráköst, Gísli Þórarinn Hallsson 8/6 fráköst, Sigmar Hákonarson 7, Bergþór Ægir Ríkharðsson 3, Hreinn Gunnar Birgisson 2, Brynjar Snær Grétarsson 0, Sturla Elvarsson 0, Nökkvi Jarl Óskarsson 0.Ívar: Sóknarleikurinn er smátt og smátt að verða betri Ívar Ásgrímsson, þjálfari Hauka, gat leyft sér að brosa eftir öruggan sigur sinna manna á Hetti í kvöld. Hann hefði þó viljað sjá Haukaliðið spila betri vörn í leiknum. „Það er alltaf gott að vinna leiki og alltaf skemmtilegra en að tapa þeim. Sóknarleikurinn var fínn og við hittum vel en vörnin var slöpp. Við vorum ekki nógu grimmir,“ sagði Ívar eftir leik. „Við náðum alltaf 16-20 stiga forskoti en það vantaði að drepa leikinn. Þeir náðu þessu alltaf niður í 10-12 stig en þá gáfum við í. En heilt yfir var þetta þægilegur sigur.“ Níu leikmenn Hauka skoruðu í kvöld og stigaskorið dreifðist vel. „Sóknarleikurinn er smátt og smátt að verða betri,“ sagði Ívar. Hann sagði sína menn hafa spilað ágæta vörn á Kevin Lewis, bandarískan leikmann Hattar. Hann hafi hins vegar sett niður mörg erfið skot. „Hjálmar [Stefánsson], sem er okkar besti einn á einn varnarmaður, er veikur en spilaði hörkuvörn á hann [Lewis]. Og mér fannst bæði Emil [Barja] og Kaninn [Paul Jones III] spila ágætis vörn á hann í seinni hálfleik. En hann hitti og er hörku leikmaður sem mér sýnist að verði áfram hjá þeim. Hann hélt þeim inni í leiknum með svakalegum skotum,“ sagði Ívar að lokum.Viðar: Vorum flatir og viljalausir Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, sagði sína menn ekki hafa gert nóg til að vinna Hauka í kvöld. „Varnarleikurinn var ekki nógu góður. Við gáfum þeim alltof mikið af auðveldum hlutum og opnum skotum,“ sagði Viðar eftir leikinn í kvöld. „Mér fannst við gera ágætlega oft á tíðum í sókninni en munurinn liggur í varnarleiknum.“ Viðar hefði viljað sjá meira líf í Hattarmönnum í leiknum í kvöld. „Við eigum eftir að tapa leikjum og vinna leiki, ef við berjumst. En mér fannst við vera flatir og viljalausir. Ég er ósáttur með það. Við þurfum að standa saman og berjast til að vinna lið sem er með meiri hæfileika en við. Haukar eru með meiri hæfileika en við og fleiri betri leikmenn,“ sagði Viðar. „Ef við stöndum saman og berjumst getum við stolið sigrum en það gerist ekki með svona framlagi.“ Höttur hefur ekki enn unnið leik í Domino's deildinni í vetur. Aðspurður hvort Hattarmenn hefðu ekki trú á verkefninu í kvöld sagði Viðar: „Ég veit það ekki. Ég hef trú á því að við getum farið í alla leiki og unnið þá. Við getum sýnt hörku körfubolta þegar þannig liggur á okkur. En við erum of sveiflukenndir og eins staðan er núna ekki nógu góðir. Við þurfum að lengja góðu kaflana og stytta vondu kaflana,“ sagði Viðar að lokum.Viðar og félagar bíða enn eftir fyrsta sigrinum í Domino's deildinni í vetur.vísir/antonKári Jónsson var öflugur í liði Hauka.vísir/anton Dominos-deild karla
Haukar komust aftur á sigurbraut þegar þeir unnu öruggan sigur á Hetti, 105-86, í 6. umferð Domino's deildar karla í kvöld.Anton Brink, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum í kvöld og náði þessum myndum hér fyrir ofan og neðan. Botnlið Hattar, sem er enn án sigurs í deildinni, hékk í Haukum í 1. leikhluta en í 2. leikhluta skildu leiðir. Heimamenn fóru afar illa með vörn gestanna sem var míglek. Haukar voru sjóðheitir í skotunum, skoruðu 35 stig í 2. leikhluta og leiddu, 58-42, í hálfleik. Leikur Hattarmanna skánaði í 3. leikhluta en þeir náðu aldrei að minnka muninn að neinu ráði. Þeir náðu muninum tvisvar sinnum niður í 10 stig en Haukar áttu alltaf svar. Heimamenn voru 19 stigum yfir, 87-68, fyrir lokaleikhlutann og þeirri forystu ógnuðu gestirnir ekki. Sami munur var á liðunum þegar lokaflautið gall, 105-86.Af hverju unnu Haukar leikinn? Haukar voru kærulausir í upphafi leiks og töpuðu boltanum sex sinnum í 1. leikhluta. Þeir voru samt alltaf sterkari aðilinn og í 2. leikhluta fækkuðu þeir töpuðu boltunum um fjóra. Að auki hittu Haukar ótrúlega vel, bæði inni í teig og fyrir utan þriggja stiga línuna. Sóknarleikur Hattar gekk á köflum vel en varnarleikurinn var ekki nógu góður til að eiga möguleika í þessum leik.Hverjir stóðu upp úr? Liðsheild Hauka var öflug og margir lögðu hönd á plóg. Níu leikmenn liðsins skoruðu í leiknum og stigaskorið dreifðist mjög vel. Haukur Óskarsson var sjóheitur og skoraði 23 stig. Kári Jónsson skoraði 22 stig, gaf 13 stoðsendingar og stal fjórum boltum. Emil Barja byrjaði á bekknum en var öflugur þegar hann kom inn á. Emil skilaði 15 stigum, sex fráköstum, átta stoðsendingum og þremur vörðum skotum. Kevin Lewis skoraði 28 stig í sínum öðrum leik fyrir Hött. Mirko Stefán Vrijevic var seigur að vanda og Gísli Þórarinn Hallsson nýtti sínar mínútur vel.Hvað gekk illa? Eins og lokatölurnar gefa til kynna var varnarleikur Hattar ekki upp á marga fiska. Haukar áttu greiða leið upp að körfu Hattarmanna sem vörðust skyttum heimamanna einnig illa. Þá urðu Hattarmenn undir í frákastabaráttunni og töpuðu henni, 47-33.Hvað gerist næst? Haukar fara í Vesturbæinn í næstu umferð og mæta þar Íslands- og bikarmeisturum KR. Þar á eftir bíður þeirra svo leikur gegn Njarðvík á heimavelli áður en landsleikjahléið skellur á. Höttur bíður enn eftir sínum fyrsta sigri. Næsti leikur Hattarmanna er gegn Keflavík á heimavelli. Þeir mæta svo Tindastóli á útivelli í síðasta leiknum fyrir landsleikjahlé.Haukar-Höttur 105-86 (23-18, 35-24, 29-26, 18-18)Haukar: Haukur Óskarsson 23/6 fráköst, Kári Jónsson 22/13 stoðsendingar, Paul Anthony Jones III 16/6 fráköst, Emil Barja 15/6 fráköst/8 stoðsendingar/3 varin skot, Hilmar Smári Henningsson 8, Breki Gylfason 7/4 fráköst, Finnur Atli Magnússon 6/7 fráköst, Arnór Bjarki Ívarsson 5, Kristján Leifur Sverrisson 3/7 fráköst, Sigurður Ægir Brynjólfsson 0, Alex Rafn Guðlaugsson 0, Hjálmar Stefánsson 0.Höttur: Kevin Michaud Lewis 28/6 fráköst/6 stoðsendingar, Mirko Stefan Virijevic 17/8 fráköst, Andrée Fares Michelsson 12, Ragnar Gerald Albertsson 9/4 fráköst, Gísli Þórarinn Hallsson 8/6 fráköst, Sigmar Hákonarson 7, Bergþór Ægir Ríkharðsson 3, Hreinn Gunnar Birgisson 2, Brynjar Snær Grétarsson 0, Sturla Elvarsson 0, Nökkvi Jarl Óskarsson 0.Ívar: Sóknarleikurinn er smátt og smátt að verða betri Ívar Ásgrímsson, þjálfari Hauka, gat leyft sér að brosa eftir öruggan sigur sinna manna á Hetti í kvöld. Hann hefði þó viljað sjá Haukaliðið spila betri vörn í leiknum. „Það er alltaf gott að vinna leiki og alltaf skemmtilegra en að tapa þeim. Sóknarleikurinn var fínn og við hittum vel en vörnin var slöpp. Við vorum ekki nógu grimmir,“ sagði Ívar eftir leik. „Við náðum alltaf 16-20 stiga forskoti en það vantaði að drepa leikinn. Þeir náðu þessu alltaf niður í 10-12 stig en þá gáfum við í. En heilt yfir var þetta þægilegur sigur.“ Níu leikmenn Hauka skoruðu í kvöld og stigaskorið dreifðist vel. „Sóknarleikurinn er smátt og smátt að verða betri,“ sagði Ívar. Hann sagði sína menn hafa spilað ágæta vörn á Kevin Lewis, bandarískan leikmann Hattar. Hann hafi hins vegar sett niður mörg erfið skot. „Hjálmar [Stefánsson], sem er okkar besti einn á einn varnarmaður, er veikur en spilaði hörkuvörn á hann [Lewis]. Og mér fannst bæði Emil [Barja] og Kaninn [Paul Jones III] spila ágætis vörn á hann í seinni hálfleik. En hann hitti og er hörku leikmaður sem mér sýnist að verði áfram hjá þeim. Hann hélt þeim inni í leiknum með svakalegum skotum,“ sagði Ívar að lokum.Viðar: Vorum flatir og viljalausir Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, sagði sína menn ekki hafa gert nóg til að vinna Hauka í kvöld. „Varnarleikurinn var ekki nógu góður. Við gáfum þeim alltof mikið af auðveldum hlutum og opnum skotum,“ sagði Viðar eftir leikinn í kvöld. „Mér fannst við gera ágætlega oft á tíðum í sókninni en munurinn liggur í varnarleiknum.“ Viðar hefði viljað sjá meira líf í Hattarmönnum í leiknum í kvöld. „Við eigum eftir að tapa leikjum og vinna leiki, ef við berjumst. En mér fannst við vera flatir og viljalausir. Ég er ósáttur með það. Við þurfum að standa saman og berjast til að vinna lið sem er með meiri hæfileika en við. Haukar eru með meiri hæfileika en við og fleiri betri leikmenn,“ sagði Viðar. „Ef við stöndum saman og berjumst getum við stolið sigrum en það gerist ekki með svona framlagi.“ Höttur hefur ekki enn unnið leik í Domino's deildinni í vetur. Aðspurður hvort Hattarmenn hefðu ekki trú á verkefninu í kvöld sagði Viðar: „Ég veit það ekki. Ég hef trú á því að við getum farið í alla leiki og unnið þá. Við getum sýnt hörku körfubolta þegar þannig liggur á okkur. En við erum of sveiflukenndir og eins staðan er núna ekki nógu góðir. Við þurfum að lengja góðu kaflana og stytta vondu kaflana,“ sagði Viðar að lokum.Viðar og félagar bíða enn eftir fyrsta sigrinum í Domino's deildinni í vetur.vísir/antonKári Jónsson var öflugur í liði Hauka.vísir/anton
Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti
Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti