Kynslóðaskiptin í landsliðinu lengra á veg komin en búist var við Tómas Þór Þórðarson skrifar 30. október 2017 06:00 Janus Daði Smárason stýrði meira og minna sóknarleik íslenska liðsins um helgina en hann er kominn í stórt hlutverk hjá Geir Sveinssyni. vísir/Eyþór „Fyrir utan fyrstu 20 mínútur í seinni leiknum var þetta í heildina bara mjög jákvætt,“ segir Sigursteinn Arndal, handboltasérfræðingur 365, um leikina tvo sem íslenska landsliðið spilaði á móti Svíum í síðustu viku. Sá fyrri vannst en sá síðari um helgina tapaðist. Sigursteinn lét nýverið af störfum sem þjálfari U21 árs landsliðsins en hann hefur á ferli sínum sem þjálfari yngri landsliða stýrt mörgum af ungu strákunum sem eru að fá tækifæri með landsliðinu í síðustu leikjum og fengu nú á móti Svíþjóð. Kynslóðaskiptin eru komin og leikirnir tveir gegn Svíum lofa góðu. „Það er gaman að sjá hvað við erum komnir langt í rauninni. Það er fátt búið að tala um meira en þessi komandi kynslóðaskipti en svo sáum við þarna að þetta verkefni er komið lengra en margir héldu. Við höfum verið að mikla þessi kynslóðaskipti fyrir okkur og halda að þetta yrði svakalegt vesen en við vissum samt að við værum með marga flotta stráka sem hafa verið, meðal annars, að standa sig vel með yngri landsliðunum,“ segir Sigursteinn.Guðjón Valur Sigurðsson miðlar af reynslu sinni til sér yngri manna.vísir/laufeyHeimsklassa menn mikilvægir Tíu leikmenn úr Olís-deildinni voru valdir í hópinn fyrir leikina tvo og strákar sem eru tiltölulega nýfarnir í atvinnumennsku eru komnir í stór hlutverk. „Þetta eru allt strákar sem þrátt fyrir ungan aldur eru og voru í stórum hlutverkum hjá liðum sínum hérna heima og þeir tóku fullt út úr því. Þess vegna eru þeir á góðum stað í dag. Auðvitað eiga sumir þarna margt eftir að læra en það er nóg af hæfileikum þarna,“ segir Sigursteinn. Hann bendir á að þrátt fyrir að nýjabrumið sé spennandi megi ekki gleyma reyndustu mönnum liðsins sem eru algjör lykill í þessari uppbyggingu. „Það má ekki gleymast að við erum ennþá með heimsklassa leikmenn í Guðjóni Val og Aroni Pálmarssyni. Það er þessum ungu strákum svo mikils virði að hafa þá í kringum sig. Þetta er ekki ósvipað og var fyrir Gylfa og strákana í fótboltalandsliðinu að hafa Eið Smára þarna. Guðjón kennir þessum strákum svo mikið og það var gaman að heyra það frá honum hversu langt á veg þessir ungu menn eru komnir,“ segir Sigursteinn.Ýmir Örn Gíslason var geggjaður í seinni leiknum.vísir/laufeyÞarf að selja Ými línuna Maður seinni leiksins var vafalítið Ýmir Örn Gíslason en Valsmaðurinn var algjörlega magnaður í vörninni. Strákurinn úr Olís-deildinni pakkaði saman stórstjörnum Svía og sýndi að hann er meira en klár í landsliðið og næstu skref á ferlinum. „Hann hélt bara áfram að sýna það sem hann hefur verið að gera undanfarin misseri. Hann var algjörlega geggjaður í deildinni í fyrra, hefur verið það líka núna, hann var flottur í Evrópuleikjunum og þegar hann fékk eldskírnina með landsliðinu í júní. Það er ekki bara að hann sé góður heldur er hann svo skemmtilegur og mikill karakter. Hann hefur fullt af hæfileikum en það er þessi karakter sem gerir svo mikið fyrir hann. Hann þrífst á þessum barningi og látum,“ segir Sigursteinn. Valsmenn hafa verið að reyna að gera hann að miðjumanni en flestir áhugamenn um íslenska landsliðið vilja sjá hann fara inn á línu. „Hann var notaður á línunni í sjö á móti sex og stóð sig frábærlega. Drengurinn þarf náttúrlega að vilja spila á línunni en Valsmenn þurfa bara að selja honum þessa hugmynd. Okkur vantar fleiri góða línumenn og hann gæti verið alveg magnaður línu- og varnarmaður sem myndi um leið fækka skiptingum hjá okkur. Við höfum undanfarin ár verið með of marga í liðinu sem geta bara spilað annað hvort,“ segir Sigursteinn Arndal. EM 2018 í handbolta Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Svíþjóð 24-27 | Jákvæð teikn á lofti þrátt fyrir tap Svíarnir unnu síðari vináttulandsleik liðanna í Laugardalshöllinni í dag með þremur mörkum, 27-24. 28. október 2017 16:30 Guðjón Valur orðinn leikjahæsti útispilarinn Guðjón Valur Sigurðsson, fyrirliði íslenska handboltalandsliðsins, lék landsleik númer 340 þegar Ísland tapaði fyrir Svíþjóð, 24-27, í vináttulandsleik í dag. 28. október 2017 22:15 Guðjón Valur: Hefði verið auðveldara að fela sig og gefast upp Guðjón Valur Sigurðsson var markahæsti leikmaður Íslands í dag þegar liðið beið lægri hlut fyrir Svíum, 24-27, í vináttuleik í Laugardalshöll í dag. 28. október 2017 16:40 Mest lesið Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Íslenski boltinn „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ Körfubolti Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Handbolti Fleiri fréttir Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael Sjá meira
„Fyrir utan fyrstu 20 mínútur í seinni leiknum var þetta í heildina bara mjög jákvætt,“ segir Sigursteinn Arndal, handboltasérfræðingur 365, um leikina tvo sem íslenska landsliðið spilaði á móti Svíum í síðustu viku. Sá fyrri vannst en sá síðari um helgina tapaðist. Sigursteinn lét nýverið af störfum sem þjálfari U21 árs landsliðsins en hann hefur á ferli sínum sem þjálfari yngri landsliða stýrt mörgum af ungu strákunum sem eru að fá tækifæri með landsliðinu í síðustu leikjum og fengu nú á móti Svíþjóð. Kynslóðaskiptin eru komin og leikirnir tveir gegn Svíum lofa góðu. „Það er gaman að sjá hvað við erum komnir langt í rauninni. Það er fátt búið að tala um meira en þessi komandi kynslóðaskipti en svo sáum við þarna að þetta verkefni er komið lengra en margir héldu. Við höfum verið að mikla þessi kynslóðaskipti fyrir okkur og halda að þetta yrði svakalegt vesen en við vissum samt að við værum með marga flotta stráka sem hafa verið, meðal annars, að standa sig vel með yngri landsliðunum,“ segir Sigursteinn.Guðjón Valur Sigurðsson miðlar af reynslu sinni til sér yngri manna.vísir/laufeyHeimsklassa menn mikilvægir Tíu leikmenn úr Olís-deildinni voru valdir í hópinn fyrir leikina tvo og strákar sem eru tiltölulega nýfarnir í atvinnumennsku eru komnir í stór hlutverk. „Þetta eru allt strákar sem þrátt fyrir ungan aldur eru og voru í stórum hlutverkum hjá liðum sínum hérna heima og þeir tóku fullt út úr því. Þess vegna eru þeir á góðum stað í dag. Auðvitað eiga sumir þarna margt eftir að læra en það er nóg af hæfileikum þarna,“ segir Sigursteinn. Hann bendir á að þrátt fyrir að nýjabrumið sé spennandi megi ekki gleyma reyndustu mönnum liðsins sem eru algjör lykill í þessari uppbyggingu. „Það má ekki gleymast að við erum ennþá með heimsklassa leikmenn í Guðjóni Val og Aroni Pálmarssyni. Það er þessum ungu strákum svo mikils virði að hafa þá í kringum sig. Þetta er ekki ósvipað og var fyrir Gylfa og strákana í fótboltalandsliðinu að hafa Eið Smára þarna. Guðjón kennir þessum strákum svo mikið og það var gaman að heyra það frá honum hversu langt á veg þessir ungu menn eru komnir,“ segir Sigursteinn.Ýmir Örn Gíslason var geggjaður í seinni leiknum.vísir/laufeyÞarf að selja Ými línuna Maður seinni leiksins var vafalítið Ýmir Örn Gíslason en Valsmaðurinn var algjörlega magnaður í vörninni. Strákurinn úr Olís-deildinni pakkaði saman stórstjörnum Svía og sýndi að hann er meira en klár í landsliðið og næstu skref á ferlinum. „Hann hélt bara áfram að sýna það sem hann hefur verið að gera undanfarin misseri. Hann var algjörlega geggjaður í deildinni í fyrra, hefur verið það líka núna, hann var flottur í Evrópuleikjunum og þegar hann fékk eldskírnina með landsliðinu í júní. Það er ekki bara að hann sé góður heldur er hann svo skemmtilegur og mikill karakter. Hann hefur fullt af hæfileikum en það er þessi karakter sem gerir svo mikið fyrir hann. Hann þrífst á þessum barningi og látum,“ segir Sigursteinn. Valsmenn hafa verið að reyna að gera hann að miðjumanni en flestir áhugamenn um íslenska landsliðið vilja sjá hann fara inn á línu. „Hann var notaður á línunni í sjö á móti sex og stóð sig frábærlega. Drengurinn þarf náttúrlega að vilja spila á línunni en Valsmenn þurfa bara að selja honum þessa hugmynd. Okkur vantar fleiri góða línumenn og hann gæti verið alveg magnaður línu- og varnarmaður sem myndi um leið fækka skiptingum hjá okkur. Við höfum undanfarin ár verið með of marga í liðinu sem geta bara spilað annað hvort,“ segir Sigursteinn Arndal.
EM 2018 í handbolta Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Svíþjóð 24-27 | Jákvæð teikn á lofti þrátt fyrir tap Svíarnir unnu síðari vináttulandsleik liðanna í Laugardalshöllinni í dag með þremur mörkum, 27-24. 28. október 2017 16:30 Guðjón Valur orðinn leikjahæsti útispilarinn Guðjón Valur Sigurðsson, fyrirliði íslenska handboltalandsliðsins, lék landsleik númer 340 þegar Ísland tapaði fyrir Svíþjóð, 24-27, í vináttulandsleik í dag. 28. október 2017 22:15 Guðjón Valur: Hefði verið auðveldara að fela sig og gefast upp Guðjón Valur Sigurðsson var markahæsti leikmaður Íslands í dag þegar liðið beið lægri hlut fyrir Svíum, 24-27, í vináttuleik í Laugardalshöll í dag. 28. október 2017 16:40 Mest lesið Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Íslenski boltinn „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ Körfubolti Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Handbolti Fleiri fréttir Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Svíþjóð 24-27 | Jákvæð teikn á lofti þrátt fyrir tap Svíarnir unnu síðari vináttulandsleik liðanna í Laugardalshöllinni í dag með þremur mörkum, 27-24. 28. október 2017 16:30
Guðjón Valur orðinn leikjahæsti útispilarinn Guðjón Valur Sigurðsson, fyrirliði íslenska handboltalandsliðsins, lék landsleik númer 340 þegar Ísland tapaði fyrir Svíþjóð, 24-27, í vináttulandsleik í dag. 28. október 2017 22:15
Guðjón Valur: Hefði verið auðveldara að fela sig og gefast upp Guðjón Valur Sigurðsson var markahæsti leikmaður Íslands í dag þegar liðið beið lægri hlut fyrir Svíum, 24-27, í vináttuleik í Laugardalshöll í dag. 28. október 2017 16:40
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða