Umbrot Ari Trausti Guðmundsson skrifar 30. október 2017 07:00 Í umbrotunum á undan kosningunum bar nokkuð á því að sumar megineldstöðvar landsins minntu á sig. Vöktunarkerfi Veðurstofunnar er mjög gott og veitir vefsíða hennar okkur sjaldgæfa innsýn í snörl og hristing í innviðum helstu eldstöðvakerfa landsins, einkum í virkni í miðlægum eldfjöllum (megineldstöðvunum). Jarðskjálftavirkni er lífleg á Íslandi. Það sést glöggt á vefsíðunni góðu og má rekja mest af skjálftum til hreyfinga jarðflekanna sem mjakast í gagnstæðar áttir um svæði sem liggur á ská þvert yfir landið og á Suðurlandi og úti fyrir Norðausturlandi. Nú er vert að fylgjast vel með fimm megineldstöðvum: Heklu, Bárðarbungu, Grímsvötnum, Kötlu og Öræfajökli. Í Heklu hefur smáskjálftavirkni aukist nokkuð undanfarið og fjallið er bólgnara en það var fyrir eldgosið 2000. Bárðarbunga hristist og þeim fjölgar heldur skjálftunum yfir 3 og 4 að stærð. Dýpi á allmargra smærri skjálfta bendir til innkomu kviku í jarðlög undir fjallinu. Hlíðar þess lyftast, og öskjubotninn hreyfist, Grímsvötn er sú megineldstöð sem oftast gýs og minna gos 1998, 2004 og 2011 á það. Þar stefnir brátt í einhver umbrot, ef að líkum lætur. Katla hefur verið að hitna í bráðum tvo áratugi sem sést á fjölgun háhitasvæða undir jökli. Nokkurt landris hefur mælst þar, sem að hluta stafar af rýrnun jökulsins. Tíðni allharðra skjálfta í öskju eldfjallsins eykst og dýpi á suma smærri skjálftana er á bilinu 15-25 km. Það getur einna helst vísað til kviku á ferð. Frammi fyrir því er mikilvægt að hækka og styrkja veggarð við fjallsendann skammt frá Höfðabrekku sem á að varna vatnsflaumi leið inn að Vík. Undanfarin tæp tvö ár er tekið að bera á smáskjálftum í Öræfajökli sem ekki stafa af hruni í skriðjöklum og þar hefur mælst jarðskjálfti yfir 3 að stærð. Hér verður löng saga eldstöðvanna og geta þeirra til umbrota ekki rakin en minnt á að við erum að mörgu leyti vel undir eldgos búin. Gosin eru engu að síður ávallt óskrifað blað og gott að efla vöktun, rannsóknir og viðbúnað.Höfundur er jarðvísinda- og þingmaður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ari Trausti Guðmundsson Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Í umbrotunum á undan kosningunum bar nokkuð á því að sumar megineldstöðvar landsins minntu á sig. Vöktunarkerfi Veðurstofunnar er mjög gott og veitir vefsíða hennar okkur sjaldgæfa innsýn í snörl og hristing í innviðum helstu eldstöðvakerfa landsins, einkum í virkni í miðlægum eldfjöllum (megineldstöðvunum). Jarðskjálftavirkni er lífleg á Íslandi. Það sést glöggt á vefsíðunni góðu og má rekja mest af skjálftum til hreyfinga jarðflekanna sem mjakast í gagnstæðar áttir um svæði sem liggur á ská þvert yfir landið og á Suðurlandi og úti fyrir Norðausturlandi. Nú er vert að fylgjast vel með fimm megineldstöðvum: Heklu, Bárðarbungu, Grímsvötnum, Kötlu og Öræfajökli. Í Heklu hefur smáskjálftavirkni aukist nokkuð undanfarið og fjallið er bólgnara en það var fyrir eldgosið 2000. Bárðarbunga hristist og þeim fjölgar heldur skjálftunum yfir 3 og 4 að stærð. Dýpi á allmargra smærri skjálfta bendir til innkomu kviku í jarðlög undir fjallinu. Hlíðar þess lyftast, og öskjubotninn hreyfist, Grímsvötn er sú megineldstöð sem oftast gýs og minna gos 1998, 2004 og 2011 á það. Þar stefnir brátt í einhver umbrot, ef að líkum lætur. Katla hefur verið að hitna í bráðum tvo áratugi sem sést á fjölgun háhitasvæða undir jökli. Nokkurt landris hefur mælst þar, sem að hluta stafar af rýrnun jökulsins. Tíðni allharðra skjálfta í öskju eldfjallsins eykst og dýpi á suma smærri skjálftana er á bilinu 15-25 km. Það getur einna helst vísað til kviku á ferð. Frammi fyrir því er mikilvægt að hækka og styrkja veggarð við fjallsendann skammt frá Höfðabrekku sem á að varna vatnsflaumi leið inn að Vík. Undanfarin tæp tvö ár er tekið að bera á smáskjálftum í Öræfajökli sem ekki stafa af hruni í skriðjöklum og þar hefur mælst jarðskjálfti yfir 3 að stærð. Hér verður löng saga eldstöðvanna og geta þeirra til umbrota ekki rakin en minnt á að við erum að mörgu leyti vel undir eldgos búin. Gosin eru engu að síður ávallt óskrifað blað og gott að efla vöktun, rannsóknir og viðbúnað.Höfundur er jarðvísinda- og þingmaður
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar